Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áfallaár í umferðinni: Sjötta banaslysið varð vestur af Vík

Ár­ið byrj­ar með áföll­um í um­ferð­inni. Enn eitt bana­slys­ið varð í gær­kvöldi þeg­ar jeppi og drátt­ar­vél rák­ust sam­an vest­ur af Vík.

Áfallaár í umferðinni: Sjötta banaslysið varð vestur af Vík
Sólheimasandur Bílslysið í gærkvöldi varð skammt vestur af Pétursey, sem liggur austan við Sólheimasand. Mynd: Wikipedia / Hyppolyte de Saint-Rambert

Einn var úrskurðaður látinn þar sem bílslys varð skammt vestur af Pétursey, milli Sólheimasands og Víkur í Mýrdal, um miðaftann, klukkan 18. Í slysinu rákust á jeppi og dráttarvél. 

„Aðrir slasaðir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi. Tildrög slyssins eru í rannsókn. Mikil hláka hafði verið þar sem slysið varð, en veghiti við frostmark og stinningskaldi úr vestri.

Óvenjumörg banaslys hafa orðið í umferðinni í janúarmánuði. Nú eru sex látnir í umferðinni innan eins mánaðar en allt árið í fyrra létust níu manns á þjóðvegunum.

Fyrir tveimur vikum lést ökumaður fólksbíls eftir að hafa lent í árekstri við flutningabíl sem kom úr andstæðri átt og rekist á annan flutningabíl í kjölfarið á þjóðvegi 1 skammt frá Hvalfjarðarvegi. Þann 12. janúar létust tveir í slysi á Hringveginum vestan við Skaftafell og 5. janúar lést tvennt á Grindavíkurvegi.

Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í mánuðinum sagðist Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, fjölda banaslysa vera einsdæmi. „Ég man alla vega ekki eftir að svo margir hafi látist svona snemma á árinu.“

Á þessari öld létust flestir í umferðinni árið 2000, eða 32. Í venjulegu árferði eru banaslys fátíðari á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Árin 2018 til 2022 létust sem samsvarar 2,78 af hverjum 100 þúsund íbúum í bílslysum hérlendis. Af evrópskum samanburðarlöndum létust eingöngu færri í Bretlandi, Svíþjóð og Noregi.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár