Áform eru um að reisa þúsundir íbúða fyrir 60 ára og eldri í svokölluðum „lífsgæðakjarna“ á landspildum við hlið Suðurlandsvegar, ekki fjarri fangelsinu á Hólmsheiði. Viljayfirlýsing þessa efnis var rædd og samþykkt í bæjarráði Kópavogsbæjar í dag, en þar kemur fram að búist sé við að um 7.500 manns flytji á svæðið, í 5.000 búsetuíbúðir og 1.200 hjúkrunarrými.
Þetta myndi samsvara um 20 prósent íbúafjölgun í Kópavogi, sem er næst stærsta sveitarfélags landsins í dag með rúmlega 40.000 íbúa. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að uppbygging svæðisins ætti að geta tekið um átta ár, ef viðeigandi leyfi fáist og að fyrsta áfanga verði lokið á tveimur til þremur árum.
Viðskiptamenn og félög með rík tengsl við Björgólf Thor Björgólfsson koma að verkefninu, sem unnið verður í samstarfi þeirra og Kópavogsbæjar á tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi. Síðarnefnda jörðin hefur verið í eigu Kópavogsbæjar frá árinu 2021, en Gunnarshólmi hefur verið í …
Athugasemdir (4)