Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fjölskylda Lúðvíks vill „heiðarlega“ rannsókn

Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er enn ósvar­að um ákvarð­ana­töku og at­burða­rás í að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll of­an í sprungu sem lá í gegn­um húsa­garð í Grinda­vík. Veð­ur­stof­an hafði sér­stak­lega var­að við sprungu­hreyf­ing­um en áhættumat lá ekki enn fyr­ir.

Fjölskylda Lúðvíks vill „heiðarlega“ rannsókn

Þær fóru að sjást í veggjum húsa. Svo á Grindavíkurveginum. Allt hafði verið á hreyfingu vikum saman. En síðan varð fjandinn laus. „Stór og löng sprunga hefur opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík,“ sagði í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands degi eftir að bærinn hafði verið rýmdur aðfaranótt 11. nóvember.

Sigdalur hafði myndast á yfirborði ofan við kvikuganginn sem hafði þrýst sér undir bæinn líkt og heitur ormur. Flestar ef ekki allar þær sprungur sem opnað höfðu ginið framan í Grindvíkinga, í götunum sem þeir óku, stéttunum sem þeir gengu, jafnvel í görðum húsa þeirra, voru ekki nýjar. Þarna höfðu þær verið í aldir. Þúsundir ára. En tíminn hafði að miklu leyti hulið þær gróðri og jarðvegi. Og mannanna verkum.

Þær héldu áfram að gliðna. Ýfa sig. Reykjaneseldar voru hafnir. Þrjú eldgos höfðu orðið í næsta nágrenni á innan við þremur árum og það fjórða braut sér leið …

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Viđ sáum íbúa, björgunarsveitarmenn, fjölmiđlamenn, vísindamenn og verktaka í fjölmiđlum. Ađ skođa þessar sprungur, sigdali o.s.frv. Enginn í belti eđa bandi. Engar fallvarnir eins og kveđiđ er á um í vinnuverndarlöggjöf þegar unniđ er í hæđ. Hver átti von á þessum ósköpum ađ sprungurnar víkkuđu þegar neđar dró? Eđa var þađ nýtt?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Féll í sprungu í Grindavík

Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Spurði ráð­herra hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda slyss­ins í Grinda­vík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“
Leituðu svara en fengu símsvara
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár