Tekjur af hlaðvörpum námu 265 milljónum króna árið 2022, sem er margfalt meira en tekjurnar voru árið 2020 þegar þær voru fyrst teknar saman með skipulögðum hætti. Þetta sýna nýbirtar tölur Hagstofunnar um tekjur eftir tegund fjölmiðla. Þótt tekjurnar séu margfalt það sem þær voru fyrir fáeinum árum eru þær þó enn aðeins um eitt prósent af heildartekjum íslenskra fjölmiðla.
Fannar Þór Arnarsson, framkvæmdastjóri Kiwi, fyrirtækis sem meðal annars framleiðir hlaðvörp, segir greinina hafa vaxið hratt. „Þó Spotify og Apple podcasts gefi ekki upp hlustunartölur opinberlega, er ljóst að hlaðvörp eru að vaxa í vinsældum og ég spái því að tekjur þeirra hækki í samræmi við aukna hlustun á komandi árum,“ segir hann í skriflegu svari til Heimildarinnar.
Að sögn Fannars hefur starfsfólk Kiwi orðið vart við aukna eftirspurn á framleiðslu hlaðvarpa fyrir bæði stofnanir og einstaklinga á síðustu mánuðum. „Þessir aðilar vilja framleiða hlaðvörp til fræðslu og eða skemmtunar. …
Athugasemdir