Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hundaeigendur ítrekað áreittir í miðbænum: „Hún stundar þetta“

Þó nokkr­ir íbú­ar mið­bæj­ar­ins hafa lent í því að kona ein veit­ist að þeim þeg­ar þeir viðra hund­ana sína. Heim­ild­in ræddi við þrjá hunda­eig­end­ur sem hafa lent í því að kon­an angri þá. Enn fleiri hafa lýst svip­aðri reynslu á sam­fé­lags­miðl­um.

Hundaeigendur ítrekað áreittir í miðbænum: „Hún stundar þetta“
Hundar „eru ekki fávitar, þeir lifa mjög djúpu tilfinningalífi og þeir upplifa kvíða og þunglyndi,“ segir hundaeigandi í samtali við Heimildina. Mynd: Golli

Í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ sköpuðust nýlega miklar umræður um konu sem er sögð vera þekkt í miðbænum fyrir einelti í garð hundaeigenda. Hún er sögð stunda það að elta fólk og taka myndir af því þegar það er úti að ganga með hundana sína. 

Fjölmargir hundaeigendur virðast kannast við þá upplifun að konan angri þá. „Skelfing er ég fegin að vera flutt. Get gengið með mína tvo í friði þar sem ég bý núna,“ skrifar ein kona á Facebook. Heimildin ræddi við þrjá eigendur sem lýstu upplifunum sínum af konunni. Einn þeirra hefur ítrekað lent í henni, annar segir sér hafa liðið eins og hann hefði drukkið eitur eftir að hafa hitt hana fyrir.

Var ógnandi og hræddi hundinn

Omel Svavarss hundaeigandi segir við blaðamann Heimildarinnar að konan hafi hlaupið „gargandi“ á eftir sér um 500 metra þegar Omel var að viðra hundinn sinn fyrr í mánuðinum.

Það sem konan hafði út á göngutúrinn að setja var að hundur Omelar hefði pissað utan í hús nokkurt. Hún hafi viljað að Omel þrifi upp eftir hundinn sinn þrátt fyrir að rigning væri úti. Omel segir hins vegar að hundurinn hafi ekki gert þarfir sínar á hús heldur laufhrúgu sem á vegi hans varð. „Ekki eignir einhvers annars.“

Omel segir að konan hafi tekið sig upp á síma og verið mjög ógnandi. „Hún fór upp á háa C-ið. Ég fór sjálf í varnarstöðu til að verja hundinn minn og varð reið. En það að vera reið er bara ein tegund af hræðslu,“ segir hún. Omel segir hundinn sinn hafa sömuleiðis orðið mjög hræddan við konuna og liðið illa við atvikið.

Omel segist hafa breytt gönguleiðinni sem hún fer yfirleitt til þess að þurfa ekki framar að lenda í konunni þegar hún viðrar hundinn sinn. „Ég fer núna frekar niður að Sæbraut frekar en upp í miðborg eins og ég er vön.“

Ítrekuð atvik síðustu þrjú árin

Daníel Roche Anítuson býr í nágrenni við konuna og hefur oft lent í því að hún gefi sig á tal við hann og kærasta hans þegar þeir eru úti með hundinn sinn. Hann segist hafa ítrekað lent í leiðinlegum atvikum síðustu þrjú árin, eða síðan hann fékk Yoshi, hundinn sinn.

Daníel hefur, líkt og Omel, lent í því að konan elti sig og hundinn. Hún angri hann alltaf þegar Daníel rekst á hana með hundinn og hann segir það hafi komið fyrir að hún öskri og hóti. Hún biðji iðulega um nafn og kennitölu og nefni að hún muni tilkynna einhver meint brot á reglum um hunda. „Kærastinn minn er mjög stressaður þegar hann fer út með hundinn,“ segir Daníel.

Daníel Rocheog Yoshi, hundurinn hans.

Eitt sinn var konan að leggja bílnum sínum þegar Daníel og Yoshi fóru í göngutúr. Þegar þeir komu aftur heim hálftíma síðar var hún enn í bílnum og hafði beðið eftir því að þeir kæmu til baka. Daníel segist vel skilja hræðslu við hunda. „En þegar hún eltir fólk og bíður eftir fólki í bílnum sínum þá er hún ekki hrædd heldur bara reið, held ég.“ 

Daníel og kærastinn hans reyna að forðast það að ganga þeim megin götunnar sem konan er og leggja krók á leið sína til að forðast samskipti við hana þegar þeir viðra hundinn. „Ég geri mitt besta að forðast hana. En það er mjög pirrandi að þurfa að snúa við. Hundurinn minn er lítill en hann er þrjóskur,“ segir Daníel og hlær. Ólíkt hundi Omelar er Yoshi ekki hræddur við konuna. „Hann er lítill og skilur ekki hvað er í gangi,“ segir Daníel. 

„Maður verður bara fyrir myrkri að tala við þessa konu“

Jón Símon Markússon lenti einnig nýlega í því að konan skammaði hann fyrir að vera úti með hunda í bandi. Hún gekk gagngert að honum og hundunum með ógnandi hætti og bað hann um að halda þeim frá henni. „Hundarnir voru aldrei nálægt henni,“ segir hann.

Jón segir að konan hafi þá farið að taka Jón og manninn hans upp og gengið á eftir þeim. Hún hafi verið með dónaskap og vísað í reglur um hundahald. Jón segir að engar reglur hafi þó verið brotnar, enda hundarnir í bandi. „Maður verður bara fyrir myrkri að tala við þessa konu. Hún var svo neikvæð. Það var eins og að drekka eitur,“ segir Jón um lífsreynsluna sem hann upplifði sem áreitni. „Hún veit alveg hvað hún er að gera. Hún stundar þetta,“ segir hann.

Fjóla og LiljaHundar Jóns Símonar.

Jón benti konunni á að það væri allt í lagi að vera hræddur við hunda en hræðsla breytti ekki reglum samfélagsins. Hann og maðurinn hans hefðu ekki gert neitt rangt með því að ganga með hundana sína. Hún hafi hins vegar truflað þá, elt þá, tekið myndir og kallað á eftir þeim.

„Hún sakar mann um eitthvað og maður svarar. Síðan fer hún í fæting og tekur myndir. Svo fær hún nafnið manns og segist ætla að tilkynna mann.“ Jón segir þetta valda kvíða og vanlíðan. Fólki líði þá eins og það hafi gert eitthvað rangt. „Þetta er útpælt. Hún gerir þetta til að hafa þessi áhrif. Hún hefur óbeit á hundaeigendum – og hundum sennilega,“ segir hann. 

Jón segir alveg sjálfsagt að passa að hundarnir fari ekki nálægt þeim sem eru hræddir við þá. „Ég er sjálfur hræddur við kóngulær. En ef ég sæi einhvern sem héldi á tveimur kóngulóm þá myndi ég ekki nálgast hann til að skamma hann. Ég myndi fara í hina áttina. Hann á alveg rétt á að halda á kóngulóm eins og ég á rétt á að viðra hundinn minn í bandi. Maður er ekki að gera neitt rangt.“

Jón skilur ekki hvernig fólk getur fengið af sér að tala svona við málleysingja. „Hundar eru ekki fávitar, þeir lifa mjög djúpu tilfinningalífi og þeir upplifa kvíða og þunglyndi.“ 

Heimildin hafði samband við konuna sem um ræðir við skrif fréttarinnar en hún neitaði að tjá sig opinberlega um málið.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SE
    SK ehf. skrifaði
    Líðræðislegur réttur allra að mótmæla sagði forsetisráðherra fjölmiðli á dögunum og það réttilega.. ..þessi kona hefur hun beitt líkamlegu ofbeldi? Ef ekki - þá lýtur hún að hafa sama rètt og aðrir til að mótmæla því sem hún er ósátt við í samfélaginu..
    -3
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Mikil vanlíðan og paranoja þarna. Er ekki lagabrot að mynda fólk án leyfis og vera með hótanir, bara spyr.
    3
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Fyrir þannig hegðun er örugglega til viðeigandi sjúkdómsgreining. Göngum bara út frá því að þessi kona eigi bágt.
    Sem breytir því auðvitað ekki að það er óþægilegt fyrir hundana og eigendur þeirra.
    11
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Heldurðu að hún finni fyrir vanlíðan?
      -3
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Einstaklingi sem hagar sér þannig líður örugglega ekki vel.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár