Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hundaeigendur ítrekað áreittir í miðbænum: „Hún stundar þetta“

Þó nokkr­ir íbú­ar mið­bæj­ar­ins hafa lent í því að kona ein veit­ist að þeim þeg­ar þeir viðra hund­ana sína. Heim­ild­in ræddi við þrjá hunda­eig­end­ur sem hafa lent í því að kon­an angri þá. Enn fleiri hafa lýst svip­aðri reynslu á sam­fé­lags­miðl­um.

Hundaeigendur ítrekað áreittir í miðbænum: „Hún stundar þetta“
Hundar „eru ekki fávitar, þeir lifa mjög djúpu tilfinningalífi og þeir upplifa kvíða og þunglyndi,“ segir hundaeigandi í samtali við Heimildina. Mynd: Golli

Í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ sköpuðust nýlega miklar umræður um konu sem er sögð vera þekkt í miðbænum fyrir einelti í garð hundaeigenda. Hún er sögð stunda það að elta fólk og taka myndir af því þegar það er úti að ganga með hundana sína. 

Fjölmargir hundaeigendur virðast kannast við þá upplifun að konan angri þá. „Skelfing er ég fegin að vera flutt. Get gengið með mína tvo í friði þar sem ég bý núna,“ skrifar ein kona á Facebook. Heimildin ræddi við þrjá eigendur sem lýstu upplifunum sínum af konunni. Einn þeirra hefur ítrekað lent í henni, annar segir sér hafa liðið eins og hann hefði drukkið eitur eftir að hafa hitt hana fyrir.

Var ógnandi og hræddi hundinn

Omel Svavarss hundaeigandi segir við blaðamann Heimildarinnar að konan hafi hlaupið „gargandi“ á eftir sér um 500 metra þegar Omel var að viðra hundinn sinn fyrr í mánuðinum.

Það sem konan hafði út á göngutúrinn að setja var að hundur Omelar hefði pissað utan í hús nokkurt. Hún hafi viljað að Omel þrifi upp eftir hundinn sinn þrátt fyrir að rigning væri úti. Omel segir hins vegar að hundurinn hafi ekki gert þarfir sínar á hús heldur laufhrúgu sem á vegi hans varð. „Ekki eignir einhvers annars.“

Omel segir að konan hafi tekið sig upp á síma og verið mjög ógnandi. „Hún fór upp á háa C-ið. Ég fór sjálf í varnarstöðu til að verja hundinn minn og varð reið. En það að vera reið er bara ein tegund af hræðslu,“ segir hún. Omel segir hundinn sinn hafa sömuleiðis orðið mjög hræddan við konuna og liðið illa við atvikið.

Omel segist hafa breytt gönguleiðinni sem hún fer yfirleitt til þess að þurfa ekki framar að lenda í konunni þegar hún viðrar hundinn sinn. „Ég fer núna frekar niður að Sæbraut frekar en upp í miðborg eins og ég er vön.“

Ítrekuð atvik síðustu þrjú árin

Daníel Roche Anítuson býr í nágrenni við konuna og hefur oft lent í því að hún gefi sig á tal við hann og kærasta hans þegar þeir eru úti með hundinn sinn. Hann segist hafa ítrekað lent í leiðinlegum atvikum síðustu þrjú árin, eða síðan hann fékk Yoshi, hundinn sinn.

Daníel hefur, líkt og Omel, lent í því að konan elti sig og hundinn. Hún angri hann alltaf þegar Daníel rekst á hana með hundinn og hann segir það hafi komið fyrir að hún öskri og hóti. Hún biðji iðulega um nafn og kennitölu og nefni að hún muni tilkynna einhver meint brot á reglum um hunda. „Kærastinn minn er mjög stressaður þegar hann fer út með hundinn,“ segir Daníel.

Daníel Rocheog Yoshi, hundurinn hans.

Eitt sinn var konan að leggja bílnum sínum þegar Daníel og Yoshi fóru í göngutúr. Þegar þeir komu aftur heim hálftíma síðar var hún enn í bílnum og hafði beðið eftir því að þeir kæmu til baka. Daníel segist vel skilja hræðslu við hunda. „En þegar hún eltir fólk og bíður eftir fólki í bílnum sínum þá er hún ekki hrædd heldur bara reið, held ég.“ 

Daníel og kærastinn hans reyna að forðast það að ganga þeim megin götunnar sem konan er og leggja krók á leið sína til að forðast samskipti við hana þegar þeir viðra hundinn. „Ég geri mitt besta að forðast hana. En það er mjög pirrandi að þurfa að snúa við. Hundurinn minn er lítill en hann er þrjóskur,“ segir Daníel og hlær. Ólíkt hundi Omelar er Yoshi ekki hræddur við konuna. „Hann er lítill og skilur ekki hvað er í gangi,“ segir Daníel. 

„Maður verður bara fyrir myrkri að tala við þessa konu“

Jón Símon Markússon lenti einnig nýlega í því að konan skammaði hann fyrir að vera úti með hunda í bandi. Hún gekk gagngert að honum og hundunum með ógnandi hætti og bað hann um að halda þeim frá henni. „Hundarnir voru aldrei nálægt henni,“ segir hann.

Jón segir að konan hafi þá farið að taka Jón og manninn hans upp og gengið á eftir þeim. Hún hafi verið með dónaskap og vísað í reglur um hundahald. Jón segir að engar reglur hafi þó verið brotnar, enda hundarnir í bandi. „Maður verður bara fyrir myrkri að tala við þessa konu. Hún var svo neikvæð. Það var eins og að drekka eitur,“ segir Jón um lífsreynsluna sem hann upplifði sem áreitni. „Hún veit alveg hvað hún er að gera. Hún stundar þetta,“ segir hann.

Fjóla og LiljaHundar Jóns Símonar.

Jón benti konunni á að það væri allt í lagi að vera hræddur við hunda en hræðsla breytti ekki reglum samfélagsins. Hann og maðurinn hans hefðu ekki gert neitt rangt með því að ganga með hundana sína. Hún hafi hins vegar truflað þá, elt þá, tekið myndir og kallað á eftir þeim.

„Hún sakar mann um eitthvað og maður svarar. Síðan fer hún í fæting og tekur myndir. Svo fær hún nafnið manns og segist ætla að tilkynna mann.“ Jón segir þetta valda kvíða og vanlíðan. Fólki líði þá eins og það hafi gert eitthvað rangt. „Þetta er útpælt. Hún gerir þetta til að hafa þessi áhrif. Hún hefur óbeit á hundaeigendum – og hundum sennilega,“ segir hann. 

Jón segir alveg sjálfsagt að passa að hundarnir fari ekki nálægt þeim sem eru hræddir við þá. „Ég er sjálfur hræddur við kóngulær. En ef ég sæi einhvern sem héldi á tveimur kóngulóm þá myndi ég ekki nálgast hann til að skamma hann. Ég myndi fara í hina áttina. Hann á alveg rétt á að halda á kóngulóm eins og ég á rétt á að viðra hundinn minn í bandi. Maður er ekki að gera neitt rangt.“

Jón skilur ekki hvernig fólk getur fengið af sér að tala svona við málleysingja. „Hundar eru ekki fávitar, þeir lifa mjög djúpu tilfinningalífi og þeir upplifa kvíða og þunglyndi.“ 

Heimildin hafði samband við konuna sem um ræðir við skrif fréttarinnar en hún neitaði að tjá sig opinberlega um málið.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SE
  SK ehf. skrifaði
  Líðræðislegur réttur allra að mótmæla sagði forsetisráðherra fjölmiðli á dögunum og það réttilega.. ..þessi kona hefur hun beitt líkamlegu ofbeldi? Ef ekki - þá lýtur hún að hafa sama rètt og aðrir til að mótmæla því sem hún er ósátt við í samfélaginu..
  -3
 • Thordis Malmquist skrifaði
  Mikil vanlíðan og paranoja þarna. Er ekki lagabrot að mynda fólk án leyfis og vera með hótanir, bara spyr.
  3
 • TM
  Tómas Maríuson skrifaði
  Fyrir þannig hegðun er örugglega til viðeigandi sjúkdómsgreining. Göngum bara út frá því að þessi kona eigi bágt.
  Sem breytir því auðvitað ekki að það er óþægilegt fyrir hundana og eigendur þeirra.
  11
  • Olafur Kristjansson skrifaði
   Heldurðu að hún finni fyrir vanlíðan?
   -3
  • TM
   Tómas Maríuson skrifaði
   Einstaklingi sem hagar sér þannig líður örugglega ekki vel.
   3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5 milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár