Á blíðskapar vetrar síðdegi mátti heyra mikil læti frá Tjörninni í Reykjavík. Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar fylgdust með þegar dýraverndunarsinnar gáfu svöngum öndunum brauð á tjörninni í Reykjavík. Reyndar var brauð ekki á boðstólunum þennan daginn, heldur andarfóður sérstaklega framleitt fyrir villta fugla.
Voru það þær Ingiveig Gunnarsdóttir, stofnandi Facebook hópsins „Björgum dýrum í neyð“, og Viktoría Þórunn sem fóðruðu fuglana. „Við erum að gefa fuglunum yfir vetrartímann frá því í desember fram í febrúar, mars því þeir sækja til okkar,“ segir Ingiveig.
„Það er mikilvægt að hafa í huga að við byrjuðum að gefa „brabra“ brauð hérna fyrir nokkuð löngu síðan. Þannig erum við búin að hæna fuglana að okkur“
Gæsir í klandri
Þennan daginn gáfu þær fuglunum 50 kíló af fóðurhveiti sem þær dreifðu í línu …
Athugasemdir (1)