Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Boðað til íbúafundar um umdeilda mölunarverksmiðju

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg kynn­ir ann­an val­kost vegna bygg­ing­ar um­deildr­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Ölfusi. Verk­smiðj­an verð­ur færð vest­an við byggð­ina, til Kefla­vík­ur.

Boðað til íbúafundar um umdeilda mölunarverksmiðju
Valkosturinn fjær byggð talinn betri Í umhverfismatsskýrslu Mannvits er valkostur 2. undir verksmiðjuna, sem er fjær byggðinni í Þorlákshöfn, talinn vera betri. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi, leiðir íbúafundinn í kvöld en hann sést hér á fyrsta íbúafundinum sem haldinn var um verksmiðjuna árið 2022.

Þýska fyrirtækið Heidelberg heldur íbúafund um fyrirhugaða mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í kvöld.  Heidelberg hefur áður  haldið sambærilega íbúafundi í bænum þar sem framkvæmdir við mölunarkverksmiðjuna eru kynntar. 

Aðaltilefni fundarins er að ræða Umhverfismatsskýrslu frá verkfræðistofunni Mannviti vegna verksmiðjunnar. Komið fram í máli Elliða Vignissonar bæjarstjóra að íbúar Ölfuss muni kjósa um byggingu verksmiðjunnar þegar fyrir liggur hvar og hvernig hún eigi að vera. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi og fyrrverandi ráðherra stýrir fundinum. 

Mölunarverksmiðjan hefur valdið hörðum deilum í bænum og hefur bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir meðal annars gagnrýnt hana. Ása Berglind hefur sagt að verið sé að breyta Þorlákshöfn í námabæ. 

Seinni valkostur fjær byggðinni talinn betri

Í skýrslunni er rætt um tvo valkosti fyrir staðsetningu mölunarverksmiðjunnar. Sá fyrri er í Skötubót, ofan í byggðinni í Þorlákshöfn, á meðan hinn er í Keflavík, vestan þorpsins og nokkuð langt frá byggðinni. Mannvit telur að seinni kosturinn sé betri en sá fyrri.

Um þessa kosti segir Mannvit: „Lóðin við Skötubót er talin vera of lítil fyrir þá starfsemi sem er fyrirhuguð og hún er mun nær íbúabyggð en í tilfelli valkostar 2. Fyrri valkosturinn hefur verið umdeildur meðal íbúa Ölfuss vegna nálægðar við byggðina allt frá því byrjað var að ræða um verksmiðjuna. 

Um seinni valkostinn segir Mannvit: „Stærð og staðsetning lóðar er betri en í tilfelli valkostar 1 og er hún talin henta vel undir fyrirhugaða starfsemi. Svæðið er skilgreint sem iðnaðar/athafnarsvæði í skipulagi og gert er ráð fyrir starfsemi af þessu tagi á svæðinu. Nægt rými er fyrir starfsemina og þar af leiðandi hægt að hafa byggingar lægri með minni ásýndaráhrifum. Mögulegt er að byggja nýja höfn við lóðina og setlón sem gerir aðkomu skipa með efni úr sjó fýsilega. Lóðin liggur upp að lóðum þar sem landeldi verður starfrækt.

Frá Skötubót til KeflavíkurMannvit mælir með því að mölunarverksmiðjan verði færð frá Skötubót, nær byggðinni í Þorlákshöfn, og vestan við byggðina, til Keflavíkur. Valkostirnir tveir eru ljósgrænir á myndinni.

Tvöfalt fleiri á móti

Eins og Heimildin greindi frá fyrir rúmu ári síðan þá voru rúmlega tvöfalt fleiri íbúar í Ölfusi á móti byggingu mölunarverksmiðjunnar  á fyrri staðnum, við Skötubót, en voru fylgjandi henni. Þetta var niðurstaðan úr viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina meðal  íbúa í Ölfusi. 382 íbúar Ölfuss svöruðu spurningunum í könnuninni en 66 neituðu að svara. 

Í könnuninni sögðust 44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu vera fremur eða mjög andvígir byggingu verksmiðjunnar á meðan einungis 19,3 prósent eru fremur eða mjög hlynntir byggingu hennar. 36 prósent íbúa í sveitarfélaginu vildu hins vegar ekki taka afstöðu með eða á móti verksmiðjunni í ársbyrjun í fyrra. 

Miðað við þessa niðurstöðu þarf ekki að koma á óvart að í skýrslu Mannvits er valkosturinn við Keflavík kynntur sem aðalvalkosturinn við byggingu verksmiðjunnar. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Ég hef verið að glugga í þetta umhverfismat og það vöknuðu margar spurningar.

    1. Valkostur 2, sem er hinn nýi valkostur Heidelberg Materials er 3 kílómetra fyrir vestan núverandi byggð í Þorlákshöfn. Miðað við að vaxtarsvæði bæjarins er í vestur þá mun bærinn vaxa í átt að verksmiðjunni og umhverfisáhrif verksmiðjunnar sem talin eru ásættanleg núna vegna fjarlægðar verða það ekki eftir nokkur ár en þá verður of seint að mótmæla staðsetningunni.

    2. Ekki er gerð tilraun til að fara ofan í saumana á magntölum í þessu umhverfismati. Verkefnið hefur aukizt að umfangi um 150%. Í fyrstu kynningu var bara talað um að hún myndi mala 500 þúsund tonn af móbergi sem yrði flutt til verksmiðjunnar ofan úr Þrengslum. Nú er meiningin að vinna 700 þúsund tonn úr fjöllunum og 1 milljón og 300 tonn munu koma með skipum sem munu dæla efninu upp af sjávarbotni í grennd við Ingólfshöfða og flytja til Þorlákshafnar og dæla í manngerð setlón í Keflavík. Þessir efnisflutningar munu valda miklum neikvæðum umhverfisáhrifum.

    3. Í sóknaráætlun Suðurlands, sem Þorlákshöfn er aðili að er lögð mikil áherzla á umhverfisvitund. Lagt er upp með að draga úr losun á CO^2 um 10% fyrir 2025. Með þessu verkefni eru þær áætlanir að engu orðnar og kolefnislosun mun aukast gríðarlega út af efnisflutningum til og frá verksmiðjunni.

    4. Allt frá því þetta verkefni var kynnt og æ síðan hefur verið tönnlast á því, að með því að þetta móbergsefni komi í stað sementsgjalls þá stuðli Þorlákshöfn að minni losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og sé þannig umhverfisvænt í sjálfu sér. Þessi framsetning er eingöngu til að b lekkja fólk. Hvert land er með sitt eigið loftslagsbókhald og það sem gert er í einu landi er ekki hægt að nota til að jafna kolefnisbókhaldið í öðru landi þótt það sé stundað í blekkingarskyni. Þetta verkefni hefur mjög neikvæð umhverfisáhrif fyrir íbúa Þorlákshafnar til langrar framtíðar.

    * Útblástur v/þungaumferðar hefur mjög neikvæð áhrif á loftgæði
    * Hávaði v/þungaumferðar mun hafa mjög neikvæð áhrif á hljóðvist.
    * Mengun frá losun og lestun efnis á landi verður einhver
    * Mengun vegna skipaflutninga og brennslu olíu verður mjög mikil.

    Vonandi verður Þorsteinn spurður þessara spurninga á fundinum í kvöld. Ef ekki ,þá verður Elliði að svara fyrir þetta áður en af íbúakosningunni verður.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
2
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
5
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
8
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu