Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Boðað til íbúafundar um umdeilda mölunarverksmiðju

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg kynn­ir ann­an val­kost vegna bygg­ing­ar um­deildr­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Ölfusi. Verk­smiðj­an verð­ur færð vest­an við byggð­ina, til Kefla­vík­ur.

Boðað til íbúafundar um umdeilda mölunarverksmiðju
Valkosturinn fjær byggð talinn betri Í umhverfismatsskýrslu Mannvits er valkostur 2. undir verksmiðjuna, sem er fjær byggðinni í Þorlákshöfn, talinn vera betri. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi, leiðir íbúafundinn í kvöld en hann sést hér á fyrsta íbúafundinum sem haldinn var um verksmiðjuna árið 2022.

Þýska fyrirtækið Heidelberg heldur íbúafund um fyrirhugaða mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í kvöld.  Heidelberg hefur áður  haldið sambærilega íbúafundi í bænum þar sem framkvæmdir við mölunarkverksmiðjuna eru kynntar. 

Aðaltilefni fundarins er að ræða Umhverfismatsskýrslu frá verkfræðistofunni Mannviti vegna verksmiðjunnar. Komið fram í máli Elliða Vignissonar bæjarstjóra að íbúar Ölfuss muni kjósa um byggingu verksmiðjunnar þegar fyrir liggur hvar og hvernig hún eigi að vera. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi og fyrrverandi ráðherra stýrir fundinum. 

Mölunarverksmiðjan hefur valdið hörðum deilum í bænum og hefur bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir meðal annars gagnrýnt hana. Ása Berglind hefur sagt að verið sé að breyta Þorlákshöfn í námabæ. 

Seinni valkostur fjær byggðinni talinn betri

Í skýrslunni er rætt um tvo valkosti fyrir staðsetningu mölunarverksmiðjunnar. Sá fyrri er í Skötubót, ofan í byggðinni í Þorlákshöfn, á meðan hinn er í Keflavík, vestan þorpsins og nokkuð langt frá byggðinni. Mannvit telur að seinni kosturinn sé betri en sá fyrri.

Um þessa kosti segir Mannvit: „Lóðin við Skötubót er talin vera of lítil fyrir þá starfsemi sem er fyrirhuguð og hún er mun nær íbúabyggð en í tilfelli valkostar 2. Fyrri valkosturinn hefur verið umdeildur meðal íbúa Ölfuss vegna nálægðar við byggðina allt frá því byrjað var að ræða um verksmiðjuna. 

Um seinni valkostinn segir Mannvit: „Stærð og staðsetning lóðar er betri en í tilfelli valkostar 1 og er hún talin henta vel undir fyrirhugaða starfsemi. Svæðið er skilgreint sem iðnaðar/athafnarsvæði í skipulagi og gert er ráð fyrir starfsemi af þessu tagi á svæðinu. Nægt rými er fyrir starfsemina og þar af leiðandi hægt að hafa byggingar lægri með minni ásýndaráhrifum. Mögulegt er að byggja nýja höfn við lóðina og setlón sem gerir aðkomu skipa með efni úr sjó fýsilega. Lóðin liggur upp að lóðum þar sem landeldi verður starfrækt.

Frá Skötubót til KeflavíkurMannvit mælir með því að mölunarverksmiðjan verði færð frá Skötubót, nær byggðinni í Þorlákshöfn, og vestan við byggðina, til Keflavíkur. Valkostirnir tveir eru ljósgrænir á myndinni.

Tvöfalt fleiri á móti

Eins og Heimildin greindi frá fyrir rúmu ári síðan þá voru rúmlega tvöfalt fleiri íbúar í Ölfusi á móti byggingu mölunarverksmiðjunnar  á fyrri staðnum, við Skötubót, en voru fylgjandi henni. Þetta var niðurstaðan úr viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina meðal  íbúa í Ölfusi. 382 íbúar Ölfuss svöruðu spurningunum í könnuninni en 66 neituðu að svara. 

Í könnuninni sögðust 44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu vera fremur eða mjög andvígir byggingu verksmiðjunnar á meðan einungis 19,3 prósent eru fremur eða mjög hlynntir byggingu hennar. 36 prósent íbúa í sveitarfélaginu vildu hins vegar ekki taka afstöðu með eða á móti verksmiðjunni í ársbyrjun í fyrra. 

Miðað við þessa niðurstöðu þarf ekki að koma á óvart að í skýrslu Mannvits er valkosturinn við Keflavík kynntur sem aðalvalkosturinn við byggingu verksmiðjunnar. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Ég hef verið að glugga í þetta umhverfismat og það vöknuðu margar spurningar.

    1. Valkostur 2, sem er hinn nýi valkostur Heidelberg Materials er 3 kílómetra fyrir vestan núverandi byggð í Þorlákshöfn. Miðað við að vaxtarsvæði bæjarins er í vestur þá mun bærinn vaxa í átt að verksmiðjunni og umhverfisáhrif verksmiðjunnar sem talin eru ásættanleg núna vegna fjarlægðar verða það ekki eftir nokkur ár en þá verður of seint að mótmæla staðsetningunni.

    2. Ekki er gerð tilraun til að fara ofan í saumana á magntölum í þessu umhverfismati. Verkefnið hefur aukizt að umfangi um 150%. Í fyrstu kynningu var bara talað um að hún myndi mala 500 þúsund tonn af móbergi sem yrði flutt til verksmiðjunnar ofan úr Þrengslum. Nú er meiningin að vinna 700 þúsund tonn úr fjöllunum og 1 milljón og 300 tonn munu koma með skipum sem munu dæla efninu upp af sjávarbotni í grennd við Ingólfshöfða og flytja til Þorlákshafnar og dæla í manngerð setlón í Keflavík. Þessir efnisflutningar munu valda miklum neikvæðum umhverfisáhrifum.

    3. Í sóknaráætlun Suðurlands, sem Þorlákshöfn er aðili að er lögð mikil áherzla á umhverfisvitund. Lagt er upp með að draga úr losun á CO^2 um 10% fyrir 2025. Með þessu verkefni eru þær áætlanir að engu orðnar og kolefnislosun mun aukast gríðarlega út af efnisflutningum til og frá verksmiðjunni.

    4. Allt frá því þetta verkefni var kynnt og æ síðan hefur verið tönnlast á því, að með því að þetta móbergsefni komi í stað sementsgjalls þá stuðli Þorlákshöfn að minni losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og sé þannig umhverfisvænt í sjálfu sér. Þessi framsetning er eingöngu til að b lekkja fólk. Hvert land er með sitt eigið loftslagsbókhald og það sem gert er í einu landi er ekki hægt að nota til að jafna kolefnisbókhaldið í öðru landi þótt það sé stundað í blekkingarskyni. Þetta verkefni hefur mjög neikvæð umhverfisáhrif fyrir íbúa Þorlákshafnar til langrar framtíðar.

    * Útblástur v/þungaumferðar hefur mjög neikvæð áhrif á loftgæði
    * Hávaði v/þungaumferðar mun hafa mjög neikvæð áhrif á hljóðvist.
    * Mengun frá losun og lestun efnis á landi verður einhver
    * Mengun vegna skipaflutninga og brennslu olíu verður mjög mikil.

    Vonandi verður Þorsteinn spurður þessara spurninga á fundinum í kvöld. Ef ekki ,þá verður Elliði að svara fyrir þetta áður en af íbúakosningunni verður.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu