Þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Grindavík, Vilhjálmur Árnason, talaði fyrstur þingmanna fyrir því að ríkið myndi stíga inn og hreinlega kaupa húsnæði Grindvíkinga, sem gætu þá fest sér fasteignir á öðrum stöðum í því mikla óvissuástandi sem er uppi.
Hann hefur fengið stuðning frá Óla Birni Kárasyni, flokksfélaga sínum, sem vakti athygli, enda eru sennilega fáir stjórnmálamenn á þingi sem vilja aðkomu ríkisins að mannlífinu minni en einmitt Óli Björn.
Á íbúafundi með Grindvíkingum á þriðjudag vildu íbúar fá svör um þetta, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra talaði um að ekki væri hægt að segja til um útgjöld sem gæti numið allt að 120 milljörðum. Á fimmtudag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að það væri of snemmt að slá samfélagið í Grindavík af, fjórum dögum eftir eldgos sunnudagsins.
Logi Einarsson
Samfylkingu
„Við erum jákvæð fyrir því að gera þetta og við teljum að í þeirri …
Athugasemdir