Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reynslumikill og varkár fagmaður – faðir, vinur og útivistarmaður

„Miss­ir fjöl­skyldu, vina, vinnu­fé­laga og allra annarra sem líf Lúlla snerti er ólýs­an­leg­ur og sökn­uð­ur okk­ar allra óend­an­leg­ur,“ seg­ir í kveðju­orð­um Elías­ar Pét­urs­son­ar um bróð­ur sinn Lúð­vík, sem féll of­an í djúpa sprungu í Grinda­vík, við vinnu sína fyr­ir Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Ís­lands.

Reynslumikill og varkár fagmaður – faðir, vinur og útivistarmaður
Þaulvanur vélamaður Lúðvík Pétursson hafði unnið við jarðvinnu sem vélamaður í tvo áratugi þegar hann varð fyrir því að stór sprunga opnaðist undir fótum hans í húsagarði í Grindavík. Nokkurra sólarhringa erfið og hættuleg leit að honum skilaði ekki árangri.

Lúðvík Pétursson var rétt fimmtugur, faðir fjögurra barna, afi tveggja og stjúpfaðir tveggja barna Unnar Árnadóttur, unnustu sinnar til nokkurra ára. Lúðvík, sem alltaf var kallaður Lúlli af fjölskyldu og vinum, er sagður hafa verið reynslumikill og eftirsóttur gröfumaður. Hann hafði í rúmlega tvo áratugi starfað við jarðvinnuframkvæmdir sem vinnuvélastjóri.

Lúlli og UnnurParið á ferðlagi um Ísland. Hér við Svartafoss í Skaftafelli. Myndirnar eru birtar með leyfi Unnar.

Lúðvík var næstyngstur í hópi sex systkina sem ólust upp á heimili foreldra sinna á Kjalarnesi fram á unglingsár.

Lúðvík lærði vélstjórn og stundaði sjómennsku, meðal annars í Vestmannaeyjum, þar sem hann bjó um tíma, áður en hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó lengstum.

Samstarfsmenn Lúðvíks lýsa honum sem lunknum og nákvæmum fagmanni í sinni grein. Athyglisvert var hve margir þeirra höfðu á því orð að Lúðvík hefði vakið …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár