Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reynslumikill og varkár fagmaður – faðir, vinur og útivistarmaður

„Miss­ir fjöl­skyldu, vina, vinnu­fé­laga og allra annarra sem líf Lúlla snerti er ólýs­an­leg­ur og sökn­uð­ur okk­ar allra óend­an­leg­ur,“ seg­ir í kveðju­orð­um Elías­ar Pét­urs­son­ar um bróð­ur sinn Lúð­vík, sem féll of­an í djúpa sprungu í Grinda­vík, við vinnu sína fyr­ir Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Ís­lands.

Reynslumikill og varkár fagmaður – faðir, vinur og útivistarmaður
Þaulvanur vélamaður Lúðvík Pétursson hafði unnið við jarðvinnu sem vélamaður í tvo áratugi þegar hann varð fyrir því að stór sprunga opnaðist undir fótum hans í húsagarði í Grindavík. Nokkurra sólarhringa erfið og hættuleg leit að honum skilaði ekki árangri.

Lúðvík Pétursson var rétt fimmtugur, faðir fjögurra barna, afi tveggja og stjúpfaðir tveggja barna Unnar Árnadóttur, unnustu sinnar til nokkurra ára. Lúðvík, sem alltaf var kallaður Lúlli af fjölskyldu og vinum, er sagður hafa verið reynslumikill og eftirsóttur gröfumaður. Hann hafði í rúmlega tvo áratugi starfað við jarðvinnuframkvæmdir sem vinnuvélastjóri.

Lúlli og UnnurParið á ferðlagi um Ísland. Hér við Svartafoss í Skaftafelli. Myndirnar eru birtar með leyfi Unnar.

Lúðvík var næstyngstur í hópi sex systkina sem ólust upp á heimili foreldra sinna á Kjalarnesi fram á unglingsár.

Lúðvík lærði vélstjórn og stundaði sjómennsku, meðal annars í Vestmannaeyjum, þar sem hann bjó um tíma, áður en hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó lengstum.

Samstarfsmenn Lúðvíks lýsa honum sem lunknum og nákvæmum fagmanni í sinni grein. Athyglisvert var hve margir þeirra höfðu á því orð að Lúðvík hefði vakið …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár