Ísrael málar sig upp sem málsvara vestrænna gilda í vörn sinni fyrir alþjóðadómstólum þar sem málsmeðferð um þjóðarmorð er hafin en á meðan geisar menningarstríð innan landsins, sem allt síðasta ár hefur logað í mótmælum vegna áforma yfirvalda um aðför að réttarríkinu jafnt sem réttindum samkynhneigðra og kvenna.
Gildi eru um margt huglægt fyrirbæri og erfitt að skilgreina á fræðilegum sem og á einstaklingsgrundvelli. En í ljósi öfganna sem einkenna ísraelsk stjórnmál má velta vöngum yfir því á hvaða forsendu yfirvöld þar eigni sér stimpil gilda hins vestræna heims. Önnur gildi má hins vegar finna í tjaldinu á Austurvelli, svo sem samkennd, kærleik og virðingu.
„Fyrst þegar ég kom í tjaldið var ég meðvitaður um að ég ætlaði ekki að ræða kynvitund mína þar því markmiðið var að taka sjálfan sig úr jöfnunni og hjálpa þeim eins og hægt væri án þess að „flækja“ hlutina,“ segir Sunna Axels sem …
Athugasemdir (3)