Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Mig hryllir við að kynvitund mín sé notuð sem afsökun til að útrýma þjóð“

Í tjaldi á Aust­ur­velli rík­ir menn­ing­ar­frið­ur sem marg­ir hefðu tal­ið ólík­leg­an. Palestínu­menn sem biðla til stjórn­valda um fjöl­skyldusam­ein­ingu mynda djúp vináttu­bönd við ís­lenskt kynseg­in fólk. Á milli þeirra rík­ir gagn­kvæm­ur skiln­ing­ur og stuðn­ing­ur. Hóp­ar sem í fljótu bragði virð­ast ólík­ir mæta sömu hat­ur­söfl­un­um. Árel­ía Blóm­kvist Hilm­ars­dótt­ir og Sunna Ax­els ræddu um vin­skap­inn og reynslu sína af for­dóm­um í vest­rænu sam­fé­lagi.

„Mig hryllir við að kynvitund mín sé notuð sem afsökun til að útrýma þjóð“
Frá vinstri: Sunna Axels, Naji Asar, Mohammed Alhaw, Erla Sverrisdóttir, Árelía Blómkvist Hilmarsdóttir og Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvldsdóttir. Á meðan Sunna og Árelía tala hlusta hin: Mohammed og Naji, en líka tvær aðrar vinkonur: Erla og Kristbjörg sem einnig eru góðir vinir strákanna. Annað slagið beinist áhugi Naji og Mohammed að símunum þar sem þeir bíða stöðugt fregna. Mynd: Golli

Ísrael málar sig upp sem málsvara vestrænna gilda í vörn sinni fyrir alþjóðadómstólum þar sem málsmeðferð um þjóðarmorð er hafin en á meðan geisar menningarstríð innan landsins, sem allt síðasta ár hefur logað í mótmælum vegna áforma yfirvalda um aðför að réttarríkinu jafnt sem réttindum samkynhneigðra og kvenna.

Gildi eru um margt huglægt fyrirbæri og erfitt að skilgreina á fræðilegum sem og á einstaklingsgrundvelli. En í ljósi öfganna sem einkenna ísraelsk stjórnmál má velta vöngum yfir því á hvaða forsendu yfirvöld þar eigni sér stimpil gilda hins vestræna heims. Önnur gildi má hins vegar finna í tjaldinu á Austurvelli, svo sem samkennd, kærleik og virðingu.

„Fyrst þegar ég kom í tjaldið var ég meðvitaður um að ég ætlaði ekki að ræða kynvitund mína þar því markmiðið var að taka sjálfan sig úr jöfnunni og hjálpa þeim eins og hægt væri án þess að „flækja“ hlutina,“ segir Sunna Axels sem …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Grey krakkarnir. Í ríki þessa araba vinar í tjaldinu yrðu þau látin eftir nokkra klukkutíma. Íran og Hamas. Qatar og Palestínumenn myndu brytja þau niður. Kóraninn er ekki rit umburðarlyndis og kærleika eins og látið er hér. Mæli með heimsókn þessa ágæta unga fólks til araba lands að eigin vali og njóta sín 🫶🏻
    -7
    • ÓV
      Ólafía Vilhjálmsdóttir skrifaði
      Greyið vitleysingurinn, kannt ekki að lesa. Þau tala nákvæmlega um þetta í greininni.
      8
    • Steinthor Magnusson skrifaði
      Maðurinn minn er frá einu þessara landa sem þú talar um, og hef èg farið þangað ótal sinnum, sem og 8 annarra sem falla í þann flokk. Aldrei, ég endurtek aldrei, hefur mèr verið ógnað á neinn hátt, og alltaf verið velkominn alls staðar. Ég veit líka um forrèttindin sem felast í að vera hvítur vedturlandabúi, og að lífið er ekki eins ljúft fyrir alla í þessum löndum.
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár