Þegar fjárlög ársins 2024 voru samþykkt í desember síðastliðnum var gert ráð fyrir að ríkissjóður yrði rekinn í 51 milljarðs króna halla. Það yrði sjötta árið í röð sem taprekstur væri á ríkissjóði, tekjurnar myndu ekki duga fyrir útgjöldunum.
Fjárlögin voru afgreidd 16. desember og Alþingi fór í kjölfarið í jólafrí. Í þeim var ekki gert ráð fyrir verulegum viðbótarkostnaði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, sem leitt höfðu af sér að Grindavík var rýmd 10. nóvember, utan skammtímakostnaðar sem fylgdi því að styðja við íbúa í nokkra mánuði og verja helstu innviði.
Tveimur dögum eftir samþykkt fjárlaga, 18. desember, byrjaði að gjósa í námunda við Grindavík. Þótt gosið hafi ekki náð til byggðar, og staðið stutt yfir, var ljóst að staðan hafði breyst verulega.
Viðbrögð stjórnvalda voru að ráðast í byggingu varnargarða utan um Grindavík sem áttu að geta kostað allt að sex milljarða króna. Gosið breytti stefnunni ekki að öðru …
Þar sem Grindavík er að upplagi sjávarþorp fyndist mér þetta vel við hæfi.