Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þarf að finna tugi milljarða hið minnsta til að mæta vanda Grindavíkur

Fjár­lög yf­ir­stand­andi árs ganga út frá því að vandi Grinda­vík­ur sé skamm­tíma­vandi sem myndi leys­ast þeg­ar fólk og fyr­ir­tæki flyttu til baka á vor­mán­uð­um. Nú ligg­ur fyr­ir að þær for­send­ur eru brostn­ar og kostn­að­ur­inn sem hið op­in­bera þarf að bera til að tak­ast á við af­leið­ing­arn­ar mun marg­fald­ast. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig það verð­ur fjár­magn­að.

Þarf að finna tugi milljarða hið minnsta til að mæta vanda Grindavíkur
Efrahóp Þrjú hús fóru undir glóandi hraun og íbúar horfðu á heimili sín og eignir brenna í beinni útsendingu. Mynd: Golli

Þegar fjárlög ársins 2024 voru samþykkt í desember síðastliðnum var gert ráð fyrir að ríkissjóður yrði rekinn í 51 milljarðs króna halla. Það yrði sjötta árið í röð sem taprekstur væri á ríkissjóði, tekjurnar myndu ekki duga fyrir útgjöldunum. 

Fjárlögin voru afgreidd 16. desember og Alþingi fór í kjölfarið í jólafrí. Í þeim var ekki gert ráð fyrir verulegum viðbótarkostnaði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, sem leitt höfðu af sér að Grindavík var rýmd 10. nóvember, utan skammtímakostnaðar sem fylgdi því að styðja við íbúa í nokkra mánuði og verja helstu innviði. 

Tveimur dögum eftir samþykkt fjárlaga, 18. desember, byrjaði að gjósa í námunda við Grindavík. Þótt gosið hafi ekki náð til byggðar, og staðið stutt yfir, var ljóst að staðan hafði breyst verulega. 

Viðbrögð stjórnvalda voru að ráðast í byggingu varnargarða utan um Grindavík sem áttu að geta kostað allt að sex milljarða króna. Gosið breytti stefnunni ekki að öðru …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Er ekki fullt tilefni til að minnka gjaldeyrisvarasjóð SÍ-bankanns sem stendur í dag í ca. 800-milljörðum og nota í verkefnið, samhliða myndi gengi krónu hækka með auknum kaupmætti almennings.
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Er ekki rétt að hið opinbera fari að gera sér mat úr sjávarauðlindinni og komi til hjálpar með hluta þess fjár sem Samherjar þessa lands (hvaða nöfnum sem þeir nefnast) fengu að gjöf og var eftirlátið í bankahruninu á sama tíma almenningur missti húseignir sínar í þúsundatali ?
    Þar sem Grindavík er að upplagi sjávarþorp fyndist mér þetta vel við hæfi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár