Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þarf að finna tugi milljarða hið minnsta til að mæta vanda Grindavíkur

Fjár­lög yf­ir­stand­andi árs ganga út frá því að vandi Grinda­vík­ur sé skamm­tíma­vandi sem myndi leys­ast þeg­ar fólk og fyr­ir­tæki flyttu til baka á vor­mán­uð­um. Nú ligg­ur fyr­ir að þær for­send­ur eru brostn­ar og kostn­að­ur­inn sem hið op­in­bera þarf að bera til að tak­ast á við af­leið­ing­arn­ar mun marg­fald­ast. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig það verð­ur fjár­magn­að.

Þarf að finna tugi milljarða hið minnsta til að mæta vanda Grindavíkur
Efrahóp Þrjú hús fóru undir glóandi hraun og íbúar horfðu á heimili sín og eignir brenna í beinni útsendingu. Mynd: Golli

Þegar fjárlög ársins 2024 voru samþykkt í desember síðastliðnum var gert ráð fyrir að ríkissjóður yrði rekinn í 51 milljarðs króna halla. Það yrði sjötta árið í röð sem taprekstur væri á ríkissjóði, tekjurnar myndu ekki duga fyrir útgjöldunum. 

Fjárlögin voru afgreidd 16. desember og Alþingi fór í kjölfarið í jólafrí. Í þeim var ekki gert ráð fyrir verulegum viðbótarkostnaði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, sem leitt höfðu af sér að Grindavík var rýmd 10. nóvember, utan skammtímakostnaðar sem fylgdi því að styðja við íbúa í nokkra mánuði og verja helstu innviði. 

Tveimur dögum eftir samþykkt fjárlaga, 18. desember, byrjaði að gjósa í námunda við Grindavík. Þótt gosið hafi ekki náð til byggðar, og staðið stutt yfir, var ljóst að staðan hafði breyst verulega. 

Viðbrögð stjórnvalda voru að ráðast í byggingu varnargarða utan um Grindavík sem áttu að geta kostað allt að sex milljarða króna. Gosið breytti stefnunni ekki að öðru …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Er ekki fullt tilefni til að minnka gjaldeyrisvarasjóð SÍ-bankanns sem stendur í dag í ca. 800-milljörðum og nota í verkefnið, samhliða myndi gengi krónu hækka með auknum kaupmætti almennings.
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Er ekki rétt að hið opinbera fari að gera sér mat úr sjávarauðlindinni og komi til hjálpar með hluta þess fjár sem Samherjar þessa lands (hvaða nöfnum sem þeir nefnast) fengu að gjöf og var eftirlátið í bankahruninu á sama tíma almenningur missti húseignir sínar í þúsundatali ?
    Þar sem Grindavík er að upplagi sjávarþorp fyndist mér þetta vel við hæfi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár