Matvælastofnun (MAST) hefur fengið upplýsingar um að fóðurtæki sömu gerðar og gataði sjókví hjá Arctic Fish í Patreksfirði í fyrra hafi einnig gert göt á sjókvíar í Noregi. Þetta segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá MAST.
Fóðurtæki Arctic Fish gataði kví hjá Arctic Fish síðsumars 2023 og leiddi til slysasleppingar á eldislöxum sem vakti alþjóðlega athygli og leiddi til fyrstu fjöldamótmælanna gegn þessari atvinnugrein hér á landi.
„Þeir hafa lagt fyrir okkur trúverðugar og góðar breytingar á verklagi hjá sér og við erum mjög sátt við þær.“
Við athugun kom líka í ljós að ljósastýringu í kvínni var ábótavant og hún virkaði ekki sem skyldi. Þetta getur leitt til þess að eldislaxar í sjókvíum verða kynþroska en notkun ljósanna í kvíunum á að koma í veg fyrir þetta með þeim …
Athugasemdir