Fjölmiðlamaðurinn Jón Axel Ólafsson hvetur til þess að hælisleitendum sé „snúið við á landamærunum“ og hætt verði að mótmæla í þágu erlends fólks, vegna vanda Grindvíkinga í yfirstandandi hamförum.
Í færslu sem Jón birti á Facebook-síðu sinni um helgina spyr hann hvort ekki væri rétt einbeita sér að því að hjálpa Grindvíkingum og „hætta þessum endalausu innantómu mótmælafundum, snúa við fólki á landamærunum sem raunverulega er að mergsjúga félagslega kerfið okkar og kosta okkur milljarða“.
Þá segir Jón Axel að öll orka eigi að renna til hjálpar Íslendingum. „Það er kristal tært hvar við eigum að setja alla okkar orku núna: Bjarga og aðstoða okkar eigin fólki sem hefur hrakist af heimilum sínum og lifir í fullkomnu óöryggi. Setjum alla orku í að bjarga og styðja okkar eigin fjölskyldu.“
Í samtali við Heimildina segir Jón Axel að færslan hafi verið hugsuð sem ákveðin hugvekja fyrir lesendur. „Þú veist, við getum ekki leyst öll heimsins vandamál. Ég er ekkert að segja að við eigum ekki að hjálpa fólki. Ég bara að segja að við getum ekki leyst allt. Nú erum við með 3.000 flóttamenn, hjálpum þeim.“
Hvetur til samstöðu en elur á sundrungu
Í annari færslu sem Jón birti á Facebook-síðu í gær segist hann vera tilbúinn til þess að leiða samstillt átak til þess að safna fé fyrir Grindvíkinga. Þá hvetur hann fjölmiðlamenn um land allt til þess að taka höndum saman og stofna til söfnunarátaks í anda þess sem var gert í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík árið 1995.
Þar segir hann frá því hvernig fjölmiðlamenn frá ýmsum áttum hafi lagt til hliðar tortryggni og skoðanir sínar á hvor öðrum til að styðja við landssöfnunina. Yfirskrift söfnunarinnar var Samhugur í verki og hvetur Jón Axel fjölmiðlamenn til þess að „virkja þetta afl fjölmiðla aftur“.
Spurður hvort að fyrri ummæli hans um málefni flóttamanna á Íslandi grafi ekki undan ákalli hans um samstöðu, segir Jón svo ekki vera. „Ég get ekki séð það að það sé eitthvað að grafa undan því, það er bara einhver pólitísk ástæða fyrir því að fólk vilji skýra það þannig. Og ef fólk skilur ekki statusinn og innihaldið og meininguna þá get ég ekki skýrt þetta út frekar.“
Því næst beinir hann spurningum til blaðamanns Heimildarinnar og spyr á móti: „Eigum við ekki að hjálpa okkur fólki fyrst? Við eigum alveg fullt í fangi með það. Eða eins og ég hef stundum sagt, ef þú ættir að bjarga fjölskyldu þinni, myndirðu velja einhverja aðra fjölskyldu til að bjarga á undan eða myndir þú bjarga fjölskyldu þinni?“
Undanfarið hefur hópur fólks mótmælt á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið vegna loftárása Ísraelshers á byggðir í Gasa-svæðinu, sem kostað hafa um 24 þúsund manns lífið. Þar á meðal er fólk sem bíður eftir að aðstandendur þeirra komist til Íslands. Fimm samstöðufundir hafa verið haldnir á laugardögum frá því í desember með ákall um að íslensk stjórnvöld beiti sér gegn hernaði Ísraels og veiti palestínskum flóttamönnum hæli.
https://heimildin.is/grein/20469/vid-sjaum-alveg-ad-thetta-verdur-hogg/
https://heimildin.is/grein/20132/rikasta-01-prosent-landsmanna-eignadist-28-nyja-milljarda-i-fyrra/
https://heimildin.is/grein/16836/fimmtiu-eiga-meira-en-fimmtiu-prosent-kvotans/
https://heimildin.is/grein/19742/fjarfestingaklubbur-kaupthingskvenna/
https://heimildin.is/grein/16917/skatturinn-sektar-kalkthorungafelagid-fyrir-ad-flytja-hagnad-ur-landi/
Landspitalinn var ekki bygður fyrir þa. Og Göng-- Sundabraut er ekki birjað a enn.
Almeningur hefur matt Borga Brusann vegna Ostjornar Sjalfstæis Floks og Það virðist engan enda ætla að TAKA.
Hvað gerði miskunnsami samverjinn?
"Okkar fólk"