Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Útvarpsmaður segir vanda Grindvíkinga tilefni til að loka á hælisleitendur

Jón Ax­el Ólafs­son, út­varps­mað­ur hjá K100, seg­ir að í færslu sem hann birti á Face­book-síðu sinni að vegna vanda Grind­vík­inga sé rétt­ast að „snúa við fólki á landa­mær­un­um“.

Útvarpsmaður segir vanda Grindvíkinga tilefni til að loka á hælisleitendur
Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður Sendi frá sér ákall um að draga úr áherslu á stöðu hælisleitenda á þeim forsendum að það torveldi áherslu á stöðu Grindvíkinga.

Fjölmiðlamaðurinn Jón Axel Ólafsson hvetur til þess að hælisleitendum sé „snúið við á landamærunum“ og hætt verði að mótmæla í þágu erlends fólks, vegna vanda Grindvíkinga í yfirstandandi hamförum.

Í færslu sem Jón birti á Facebook-síðu sinni um helgina spyr hann hvort ekki væri rétt einbeita sér að því að hjálpa Grindvíkingum og „hætta þessum endalausu innantómu mótmælafundum, snúa við fólki á landamærunum sem raunverulega er að mergsjúga félagslega kerfið okkar og kosta okkur milljarða“.

Þá segir Jón Axel að öll orka eigi að renna til hjálpar Íslendingum. „Það er kristal tært hvar við eigum að setja alla okkar orku núna:  Bjarga og aðstoða okkar eigin fólki sem hefur hrakist af heimilum sínum og lifir í fullkomnu óöryggi. Setjum alla orku í að bjarga og styðja okkar eigin fjölskyldu.“

Í samtali við Heimildina segir Jón Axel að færslan hafi verið hugsuð sem ákveðin hugvekja fyrir lesendur. „Þú veist, við getum ekki leyst öll heimsins vandamál. Ég er ekkert að segja að við eigum ekki að hjálpa fólki. Ég bara að segja að við getum ekki leyst allt. Nú erum við með 3.000 flóttamenn, hjálpum þeim.“

Hvetur til samstöðu en elur á sundrungu

Í annari færslu sem Jón birti á Facebook-síðu í gær segist hann vera tilbúinn til þess að leiða samstillt átak til þess að safna fé fyrir Grindvíkinga. Þá hvetur hann fjölmiðlamenn um land allt til þess að taka höndum saman og stofna til söfnunarátaks í anda þess sem var gert í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík árið 1995.

Þar segir hann frá því hvernig fjölmiðlamenn frá ýmsum áttum hafi lagt til hliðar tortryggni og skoðanir sínar á hvor öðrum til að styðja við landssöfnunina. Yfirskrift söfnunarinnar var Samhugur í verki og hvetur Jón Axel fjölmiðlamenn til þess að „virkja þetta afl fjölmiðla aftur“.

Spurður hvort að fyrri ummæli hans um málefni flóttamanna á Íslandi grafi ekki undan ákalli hans um samstöðu, segir Jón svo ekki vera. „Ég get ekki séð það að það sé eitthvað að grafa undan því, það er bara einhver pólitísk ástæða fyrir því að fólk vilji skýra það þannig. Og ef fólk skilur ekki statusinn og innihaldið og meininguna þá get ég ekki skýrt þetta út frekar.“

Því næst beinir hann spurningum til blaðamanns Heimildarinnar og spyr á móti: „Eigum við ekki að hjálpa okkur fólki fyrst? Við eigum alveg fullt í fangi með það. Eða eins og ég hef stundum sagt, ef þú ættir að bjarga fjölskyldu þinni, myndirðu velja einhverja aðra fjölskyldu til að bjarga á undan eða myndir þú bjarga fjölskyldu þinni?“

Undanfarið hefur hópur fólks mótmælt á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið vegna loftárása Ísraelshers á byggðir í Gasa-svæðinu, sem kostað hafa um 24 þúsund manns lífið. Þar á meðal er fólk sem bíður eftir að aðstandendur þeirra komist til Íslands. Fimm samstöðufundir hafa verið haldnir á laugardögum frá því í desember með ákall um að íslensk stjórnvöld beiti sér gegn hernaði Ísraels og veiti palestínskum flóttamönnum hæli.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (27)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Síðasta fîflið er ekki fætt. Afhverju halda margir Íslendingar að duglega fólkið með sjálfsbjargarviðleitnina og fúsleika til að mennta sig og vinna séu að fara að lifa á bótakerfinu? Við megum líka virkilega við því að fá hingað fleira gott fólk sem vill taka þátt í samfélaginu.
    1
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    ÞÚ SÆLA HEIMSINS SVALA LIND ÞÚ SILFURSKÆRA TÁR UMM AÐ GERA AÐ BResta í grát ÞOTT AF LITLU TILEFNI SE
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Gamall Plötusnuður sem hefur fatt annað gert en Lata mikið a ser bera og eg man eftir fyrir langa löngu 42 arum i hollywood gamla þetta voru men sem vildu mikið lata a ser bera, hann hefur komið a flesta Ljosvaka midla landsins og er kaldur kall. I ellini skitur honum upp kollinum i Hadegismoum Graum fyrir hærum. Kvaðan kemur Launaumslagið hans, Trulega fra Kotamafiuni sem rekur Moggan og eiðir miljörðum i Miðill sem engin les og Endar a Öskuhaugunum. Eg legg til að Kotapeningar og Bankauðurinn a islandi sem nu nær Hæstu Hæðum verði notadur i Uppbyggingu Grindavikur. Bara Groði Samherja mindi koma ser Vel þar. Grindavik verður bygtt upp aftur. Fjarmunir Þjoðarinar hefur safnast a farra hendur og heldur afram að gera svo. ÞANN GÆP þarf að stoppa. Folk með litið milli handana endar sem þrælar Peninga manna og kvenna. Mannvirki við Korputorg mingu gera Kraftaverk i Grindavik ef seld væru. Mer datt i hug kvort Jon Axel hafi verið til sjos eða i Fiskvinnu um ævina. Trulega ekki. Það kom fram i HIMILDINI nylega að Gifulegar Skuldir Morgunblaðsins við Banka eftir Hrun hafi verið AFSKRIFADAR. Þa var Moggin Gjalþrota.
    0
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Það hlaut að koma að því að þeir færu að skríða undan steinum sem vilja etja hópum saman. Við erum eitt ríkasta samfélag vesturlanda og ef fjármunir eru sóttir þangað sem mikið meira en nóg er af þeim er okkur hægðarleikur að hjálpa Grindvíkingum og taka á móti flóttafólki
    4
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Þetta svarar etv. þessu bulli í þér! Hvaðan heldur þú að peningarnir komi?

      https://heimildin.is/grein/20469/vid-sjaum-alveg-ad-thetta-verdur-hogg/
      -3
    • Martin Swift skrifaði
      Ævar Sigdórsson sem svarar hér að ofan mætti kannski lesa sér aðeins meira til á Heimildinni. Ég hugsa að Anna hafi frekar verið að vísa í eitthvað þessu tengt:

      https://heimildin.is/grein/20132/rikasta-01-prosent-landsmanna-eignadist-28-nyja-milljarda-i-fyrra/
      https://heimildin.is/grein/16836/fimmtiu-eiga-meira-en-fimmtiu-prosent-kvotans/
      https://heimildin.is/grein/19742/fjarfestingaklubbur-kaupthingskvenna/
      https://heimildin.is/grein/16917/skatturinn-sektar-kalkthorungafelagid-fyrir-ad-flytja-hagnad-ur-landi/
      2
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Væri ekki nær að taka á leigufélögunum sem ryksuga upp íbúðamarkaðinn og leigja íbúðir svo á okurverði?
    9
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Ef einhverjum dettur í hug að skrifa eitthvað af viti sem svo vill til að er blaðamaður og hefur eitthvað vægi inn í umræðuna, þá stendur ekki á nirðurrifinu hjá þessu auma liði sem heldur að Ísland geti bara bjargað öllum heiminum, og þá sérstaklega þessum muslimaskríl sem herjar mest á landið, eins og það skifti meira máli fyrir þetta lið, en þeirra eigin landar.. Mikið vildi ég að þið kynnuð að skammast ykkar, og í það minnsta að hætta að skrifa svona comment sem er ykkur og því miður okkur líka sem erum með allan hugann við okkar eigið fólk sem á í virkilegum hörmungum til skammar, eins og þeir vita sem vilja sjá og heyra. Nú þarf þessi auma ríkisstjórn að loka landamærunum og standa í lappirnar með það, og setja allan sinn kraft í að hjálpa sínu fólki.. Guð blessi Grindvíkinga.
    -18
    • Anna Óskarsdóttir skrifaði
      Skelfing getur fólk skrifað af miklum smásálarskap
      2
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Rétt hjá þér Kalla. Ríkið er að fá þúsundir af íslenkum "flóttamönnum". Á sama tíma erum við að fá "flóttamenn", sem fylla nú íslensk fangelsi. Síðan er ótalinn sá kostnaður við að leigja flugvélar til að fljúga stórum hluta aftur til sín heima. Fólk heldur, að við prentum peninga! En sumir halda, að við séum svo rík, að við getum bjargað heiminum!
      -2
  • JGG
    Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir skrifaði
    Skríða rasistaúrhrökin úr holum sínum í hópum og ætla nýta neyð Grindavíkur í sínum áróðri !
    10
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Ég tel frekar að fólk með heilbrigða skynsemi sé að tjá sig. Peningarnir vaxa ekki í bótaumslögunum!
      -2
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Um hvern er þessi maður að hugsa? Kanski helst sjálfan sig. Sá sem ekki vill hjálpa flóttamönnum vill ekki hjálpa neinum hvorki íslendingum njé öðrum.Það er ekki hægt að gera mun á þeim sem eru í neyð, þar skiptir þjóðerni ekki máli.
    17
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Íslenskt hagkerfi ræður ekki við þennan gengdarlausa innflutning á bótaþegum. það fór meira fjármagn í hælisleitendur, en í nýja Landspítala! Hvaðan vilt þú taka fjármagnið? og hvaðan kemur fjármagnið, veistu það??
      -1
    • VSE
      Virgil Scheving Einarsson skrifaði
      Þetta er Bull. Siminn var seldur og Davið og Harde sögðu þa peninga fara i Nyja Landspitalann OHF og Sundabraut. Þegar þeir hrökluðust fra með Sköm , kom ny Rikistjorn og Tok við Rustunum. Simapeningarnir fundust Ekki og Gufuðu upp.
      Landspitalinn var ekki bygður fyrir þa. Og Göng-- Sundabraut er ekki birjað a enn.
      Almeningur hefur matt Borga Brusann vegna Ostjornar Sjalfstæis Floks og Það virðist engan enda ætla að TAKA.
      0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Alveg rétt, þarf að ræsa landann og bjarga Íslendingum no 1, höfum alveg nóg með okkur.
    -11
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    Afskaplega "trumpisk" grein Jóns. Vonandi tekur hann sig á og skiptir um skoðun!
    8
  • EK
    Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Heimildin bara að dreifa fasískum hatursáróðri gagnrýnislaust. Til hvers er þessi grein?
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Spurning er hvort þessi tillaga Jóns muni leysa vanda Grindvíkinga. Ég sé ekki alveg fyrir mér að athvörfin fyrir hælisleytendur muni mæta húsnæðisvanda Grindvíkinga.
    11
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Rétt hjá Jóni. Ríkissjóður hefur því miður ekki fjármagn til að taka á móti öllum þessum flóttamönnum. Furðulegt, að fólk skilji ekki einfalda staðreynd.
    -10
    • Anna Óskarsdóttir skrifaði
      Skrifað um eina ríkustu þjóð heims - skelfingar smásálarskapur er þetta eiginlega
      2
  • Gerdur Ragnarsdottir skrifaði
    Vandamálið er ekki hælisleitendur sem oft vinna störf sem Íslendingar vilja ekki gera fyrir léleg laun - vandinn er þessi fámenni hópur/fjölskyldur sem eiga allt á landinu. Og eru í stórt sett látnir vera skattlausir.
    23
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þetta er bara ósmekklegt. Einn vandi útilokar ekki annan vanda. Förum ekki að etja saman fólki í veikri stöðu bara til að fá læk og rúnk fyrir eitthvert egó.
    26
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „Eigum við ekki að hjálpa okkur fólki fyrst?"
    Hvað gerði miskunnsami samverjinn?
    4
    • Guðjon Eiríksson skrifaði
      Útskýrðu fyrir mér hugtakið
      "Okkar fólk"
      3
    • Anna Óskarsdóttir skrifaði
      Miskunsami samverjinn spurði ekki um stétt eða stöðu eða þjóðerni. Hann var miklu meiri manneskja en þú
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár