Sigurbjörg Vignisdóttir er fædd og uppalin í Grindavík. Hún er nú stödd í Ljósheimum í Reykjavík ásamt foreldrum sínum og saman sitja þau og fylgjast með fréttum frá sínum heimabæ. Í vefmyndavél RÚV má sjá hvernig hraunið rennur í átt að húsinu þeirra, sem stendur við Austurhóp. „Nú er þetta að síast inn,“ segir Sigurbjörg. „Þetta er hús mömmu og pabba.“
Gat ekki verið ein
„Við erum komin saman í íbúð í Ljósheimum,“ segir Sigurbjörg, sem yfirgaf bæinn ásamt fjölskyldunni þegar hann var rýmdur fyrir áramót. Foreldrar hennar bjuggu inni á systur hennar fyrsta mánuðinn og hún fékk íbúð í Hafnarfirði, en fann fljótt að það hentaði ekki. „Ég gat ekki verið ein. Ég þurfti að vera hjá fólkinu mínu. Þannig að við ákváðum að búa hér.“
Hún segist hafa verið bjartsýn fram til þessa, um að þau myndu fljótlega fara aftur heim. Atburðir síðustu daga hafi hins vegar breytt …
Athugasemdir