Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nafn mannsins sem féll ofan í sprunguna í Grindavík

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur birt nafn manns­ins sem leit­að er eft­ir vinnu­slys í Grinda­vík sem varð á mið­viku­dag.

Nafn mannsins sem féll ofan í sprunguna í Grindavík
Af vettvangi Mikil leit stóð yfir af manninum eftir að slysið varð. Leitinni var hætt í gær. Mynd: Landsbjörg

Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslys í Grindavík frá 10. janúar, er Lúðvík Pétursson. Hann var fæddur 22. ágúst 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.  

Lúðvík Pétursson

Lúðvík á fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Í tilkynningunni segir að aðstandendur og unnusta hans vilji „koma á framfæri kærum þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir veitta aðstoð við leit hans.“

Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun um að grunur léki á að maður hefði fallið ofan í sprungu í Grindavík. Tveir menn voru að vinna við að fylla í sprungu í garði í Grindavík. Annar maðurinn brá sér frá og þegar hann kom aftur var vinnufélagi hans horfinn. Hafði maðurinn verið að vinna við að fylla í sprungu með jarðvegsþjappara í ytri Grindavík, nyrsta hluta bæjarins, skammt frá aðkomu þeirra sem keyra Grindavíkurveginn til bæjarins. Verkfæri mannsins fundust ofan í sprungunni. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Féll í sprungu í Grindavík

Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Spurði ráð­herra hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda slyss­ins í Grinda­vík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“
Leituðu svara en fengu símsvara
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár