Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslys í Grindavík frá 10. janúar, er Lúðvík Pétursson. Hann var fæddur 22. ágúst 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Lúðvík á fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Í tilkynningunni segir að aðstandendur og unnusta hans vilji „koma á framfæri kærum þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir veitta aðstoð við leit hans.“
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun um að grunur léki á að maður hefði fallið ofan í sprungu í Grindavík. Tveir menn voru að vinna við að fylla í sprungu í garði í Grindavík. Annar maðurinn brá sér frá og þegar hann kom aftur var vinnufélagi hans horfinn. Hafði maðurinn verið að vinna við að fylla í sprungu með jarðvegsþjappara í ytri Grindavík, nyrsta hluta bæjarins, skammt frá aðkomu þeirra sem keyra Grindavíkurveginn til bæjarins. Verkfæri mannsins fundust ofan í sprungunni. …
Athugasemdir