Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Bíða fregna af andláti ástvina í tjaldi

Palestínu­menn dvelja nú í tjöld­um and­spæn­is Al­þingi og hvetja stjórn­völd til að bregð­ast við kröf­um þeirra um land­vist og fjöl­skyldusam­ein­ingu. Blaða­mað­ur gisti með þeim fimmtándu nótt­ina þar, í and­rúms­lofti mett­uðu af hlýju og sorg, og heyrði sög­ur nokk­urra. Þeir sungu og syrgðu sam­an, eft­ir að hafa boð­ið upp á hæg­eld­að­an kjúk­ling með hrís­grjón­um og hnet­um – svo í tjald­ið dreif að fólk upp­runn­ið frá Palestínu og Ís­landi.

Bíða fregna af andláti ástvina í tjaldi
Fallegt samfélag. Tjaldið er ekki einungis staður til að mótmæla heldur nýtur fólk þar næveru hvers annars. Einhverjir sem þarna dvelja eiga hér fjölskyldu og heimili. Þetta kvöld komu eiginkonur og börn sumra, ásamt vinum og velunnurum. Fólk snæddi saman í tjaldinu og þar mátti skynja fallegt samfélag. Fyrir miðri mynd eru systkinin Suleiman Al Masri og systur hans Asil sem Heimildin hefur töluvert fjallað um og bæði hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Þau misstu foreldra sína í loftárás Ísraelshers, þar sem hún missti einnig fótlegg. Mynd: Golli

Ég veit ekki hvað ég get sagt við hann, það er ekkert hægt að segja, hann er búinn að missa allt. Nema sýna að hér er samlíðan, segir ungur maður sem yljar sér við hitara og á þá við Ahmad Almamlok sem situr þögull afsíðis en hann missti fjölskyldu sína þann 7. desember síðastliðinn.

Með aðstoð túlks segist Ahmad hafa reynt að hafa samband við Rauða kross Íslands til að flytja fjölskylduna frá norðurhluta Gasa til suðurhluta Gasa. Það gerðist ekki, segir hann. Enginn gat hjálpað þeim.

Húsið splundraðist í sprengingu.

Börn Ahmadssem létust öll.

Asmaa, eiginkona hans, fórst ásamt börnunum: Alaa sem var þrettán ára, hinum ellefu ára Mohammed og Yahya, sem var tíu ára. Þar var einnig hin níu ára gamla Nada sem lifði árásina af, helsærð, en lést þremur dögum síðar. Þessa daga reyndi Ahmad allt hvað hann gat að …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár