„Ég veit ekki hvað ég get sagt við hann, það er ekkert hægt að segja, hann er búinn að missa allt. Nema sýna að hér er samlíðan,“ segir ungur maður sem yljar sér við hitara og á þá við Ahmad Almamlok sem situr þögull afsíðis en hann missti fjölskyldu sína þann 7. desember síðastliðinn.
Með aðstoð túlks segist Ahmad hafa reynt að hafa samband við Rauða kross Íslands til að flytja fjölskylduna frá norðurhluta Gasa til suðurhluta Gasa. „Það gerðist ekki,“ segir hann. „Enginn gat hjálpað þeim.“
Húsið splundraðist í sprengingu.
Asmaa, eiginkona hans, fórst ásamt börnunum: Alaa sem var þrettán ára, hinum ellefu ára Mohammed og Yahya, sem var tíu ára. Þar var einnig hin níu ára gamla Nada sem lifði árásina af, helsærð, en lést þremur dögum síðar. Þessa daga reyndi Ahmad allt hvað hann gat að …
Athugasemdir