Seinni mynd:
Þessi mynd prýðir nýlegt plötuumslag. Hver gerir plötuna?
Almennar spurningar:
- Í hvaða landi er Maccu Picchu?
- Í hvaða landi tók Gabriel Attal við starfi forsætisráðherra um daginn?
- Tvíburasystur að nafni Gyða og Kristín Anna gerðu garðinn frægan í hljómsveit einni um aldamótin en hafa síðan lagt gjörva hönd á margt. Hver var hljómsveitin?
- Í febrúar hefst ár drekans í stjörnufræði hvaða lands?
- Hvaða stjörnumerki dýrahringsins hefst eftir 2–3 daga?
- Hvaða fjörður er milli Önundarfjarðar og Arnarfjarðar á Vestfjörðum?
- „Ein þeirra nýjunga er allan almenning mun fýsa að fá fregnir af, er sjónvarpið.“ Hvaða ár birtist þessi fyrsta frétt um sjónvarp í íslensku blaði: 1924 – 1934 – 1944 – 1954 – 1964?
- Hver sagði fyrst eftir að hafa hrökklast úr starfi vegna gagnrýni á embættisfærslur: „Við þurfum öll að læra af þessu.“
- Í hvaða landi er borgin Þessalóníka?
- Tijuana er næstfjölmennasta borgin í ... hvaða ríki?
- Dagur B. Eggertsson lét nýlega af starfi borgarstjóra. Hvenær tók hann fyrst við því starfi?
- Í landi einu var á dögunum sett bann við neyslu á kjöti af ... hvaða dýri?
- En hvaða land var þetta?
- Stríð og friður heitir bók ein. Hver skrifaði hana?
- En um hvaða stríð er talað í heiti bókarinnar?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er mauraæta. Seinni myndin sýnir plötuumslag Utopiu með Björk.
Svör við almennum spurningum:
1. Perú. — 2. Frakklandi. — 3. múm. — 4. Kína. — 5. Vatnsberinn. — 6. Dýrafjörður. — 7. 1934. — 8. Hanna Birna. — 9. Grikklandi. — 10. Mexíkó. — 11 2007. — 12. Hundum. — 13. Suður-Kóreu. — 14. Tolstoj. — 15. Napóleonsstríðin, innrás Napóleons í Rússland.
Athugasemdir