Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson segir merki þess að stórt lárétt kvikuinnskot hafi myndast á svæðinu umhverfis Krýsuvík. Haraldur skrifaði færslu þess efnis á bloggsíðu sína í gær.
Haraldur telur að svokallaðir S-bylgju skuggar sjáist undir bæði Krýsuvík og Sundhnúksgígaröðinni, þar sem gaus síðast í desember. Þetta bendi til þess að kvika sé fyrir hendi á þessum stöðum. Dreifingu jarðskjálfta telur Haraldur vera til marks um lárétt kvikuinnskot umhverfis Krýsuvík sem hann segir geta verið 50-100 ferkílómetrar að stærð. Haraldur segir að ef þetta reynist rétt séu ef til vill mestar líkur á gosi þar.
Upptök skjálftanna í Krýsuvíkurkerfinu undanfarna viku liggja aðeins um 12 kílómetrum frá næstu byggð í Hafnarfirði.
Sjá engin merki um kvikuinnskot í Krýsuvík
Spurð hvernig hún meti ályktanir Haraldar um þetta mögulega kvikuinnskot í kringum Krýsuvík segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, ekkert benda til þess að nokkuð sé að gerast þar, hvorki jarðskjálftar né …
Athugasemdir