Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ósammála Haraldi en útiloka ekki gos í Krýsuvíkurkerfi

Eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir merki um stórt lá­rétt kvikuinn­skot í Krýsu­vík. Nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands segja mæl­ing­ar þeirra ekki benda til þess að þetta hafi gerst. Ekki sé þó hægt að úti­loka gos í Krýsu­vík­ur­kerf­inu.

Ósammála Haraldi en útiloka ekki gos í Krýsuvíkurkerfi
Eldfjallakerfi Krýsuvíkurkerfið nær alla leiðina í Hafnarfjörð. Náttúruvársérfræðingar telja fátt benda til þess að gos sé í vændum í kerfinu en útiloka það ekki í framtíðinni.

Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson segir merki þess að stórt lárétt kvikuinnskot hafi myndast á svæðinu umhverfis Krýsuvík. Haraldur skrifaði færslu þess efnis á bloggsíðu sína í gær.

Haraldur telur að svokallaðir S-bylgju skuggar sjáist undir bæði Krýsuvík og Sundhnúksgígaröðinni, þar sem gaus síðast í desember. Þetta bendi til þess að kvika sé fyrir hendi á þessum stöðum. Dreifingu jarðskjálfta telur Haraldur vera til marks um lárétt kvikuinnskot umhverfis Krýsuvík sem hann segir geta verið 50-100 ferkílómetrar að stærð. Haraldur segir að ef þetta reynist rétt séu ef til vill mestar líkur á gosi þar.

Upptök skjálftanna í Krýsuvíkurkerfinu undanfarna viku liggja aðeins um 12 kílómetrum frá næstu byggð í Hafnarfirði.

Sjá engin merki um kvikuinnskot í Krýsuvík

Spurð hvernig hún meti ályktanir Haraldar um þetta mögulega kvikuinnskot í kringum Krýsuvík segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, ekkert benda til þess að nokkuð sé að gerast þar, hvorki jarðskjálftar né …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár