Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Samantekt Suður Afríku „yfirgripsmikil, með mjög sláandi yfirlýsingum stjórnvalda í Ísrael“

Máls­með­ferð á kæru Suð­ur Afr­íku gagn­vart Ísra­el um þjóð­armorð hefst á fimmtu­dag­inn 11. janú­ar fyr­ir al­þjóða­dóm­stól Sam­ein­uðu þjóð­anna í Haag. Af­leið­ing­arn­ar, ef úr­skurð­ur fell­ur Ísra­el í óvil, gætu orð­ið marg­vís­leg­ar og af­drifa­rík­ar fyr­ir Ísra­el, seg­ir lektor við laga­deild Há­skóla Ís­lands.

Samantekt Suður Afríku „yfirgripsmikil, með mjög sláandi yfirlýsingum stjórnvalda í Ísrael“
Mótmælendur ganga að Haag Fjölskyldur gengu í mótmælagöngu að alþjóðadómstólnum í Haag 27. desember til að mótmæla aðgerðum Ísraela á Gasa Mynd: AFP

Málaferli Suður Afríku gegn Ísraelsríki fyrir alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag hefjast næstkomandi fimmtudag, 11. janúar. Suður Afríka höfðar málið vegna meints þjóðarmorðs, eða hópmorðs eins og það er stundum kallað í lagalegu máli, Ísraels á palestínskum íbúum Gasasvæðisins. Dómstóllinn hefur lögsögu yfir ríkjunum sem eru bæði aðilar að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð sem hefur verið í gildi síðan árið 1951. Úrskurður alþjóðadómstólsins er bindandi en þó háð pólitískum vilja til honum sé fylgt eftir. Ísrael hefur sagst ætla að verja sig fyrir dómstólnum sem er ákveðin stefnubreyting en yfirvöld þar í landi hafa hingað til sniðgengið dómstólinn áratugum saman. Talsmaður ísraelskra stjórnvalda segir ennfremur Suður Afríku með þessu vera „samseka glæpum Hamas gegn Ísrael.“ Kæran fordæmir þó með öllu árás Hamas á almenna borgara 7. október.

Kæra Suður Afríku byggist á 80-síðna samantekt þar sem færð eru rök fyrir því að Ísrael hafi gerst brotleg …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Áður en niðurstaða verður fengin í kæru Suður Afríku hvort um sé að ræða þjóðarmorð verður fenginn úrskurður í öðru máli sem Palestínumenn hafa höfðað, um það hvort hernámið sé löglegt.... en slíkur úrskurður hefur aldrei verið kveðinn upp. Það mál á að vera tekið upp nú á næstu vikum.
    7
    • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
      https://www.jadaliyya.com/Details/45585/Connections-Episode-80-The-United-Nations,-International-Law,-and-Palestine-with-Ardi-Imseis-Video
      4
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Suður Afríka er í sínum pólitískum skotgröfum að berjast við að styrkja samband sitt við Rússa og Kína. Hamas og íslamista hreyfingar eru boðnar velkomnar til Suður Afríku í ótal skipti undanfarið. Rússar standa með Hamas opinberlega. Rússar og Suður Afríka eru BFF opinberlega. Svona fréttir af tilbúningi gjörspilltra ráðamanna eru Heimildinni til algjörrar skammar. Einfaldlega af því að það er sama meðvirknin með glæpamönnum heimsins og þeir sjálfir sem skrifa í heimildina. Ísrael er uppáhalds illmenni fréttablaða þrátt fyrir að vera í varnar striði gegn barnaböðlum íslamska ríkisins og takmarkalausri grimmd og sadisma gegn varnarlausum vinnuveitendum sínum Ísraelsmegin. Njósnir og upotökur frá konunum sem unnu í Ísrael voru notaðar svo 7 okt. Til að brenna fólkið lifandi og skjóta kvenfólkið í kynfærin eftir nauðgun og aflimun. Allt tekið upp á videó. Svo voru íbúar Gaza myndaðir við að tæma húsin af verðmætum á eftir. Ísrael er með rettu að uppræta þetta pakk.
    -19
  • DFJ
    Daníel Freyr Jónsson skrifaði
    „Ásakanir um þjóðarmorð yrðu skiljanlega áfall fyrir þjóð sem varð fyrir slíkum glæp sjálf í seinni heimsstyrjöldinni“
    Það voru gyðingar sem urðu fyrir þjóðarmorði ekki Ísraelar enda var Ísrael ekki til þá, það var stofnað 1948.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár