Aðskilnaður fátækra og ríkra aukist í Reykjavík
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Aðskilnaður fátækra og ríkra aukist í Reykjavík

Ein­angr­un lág­tekju­fólks í Reykja­vík hef­ur auk­ist síð­ustu 20 ár sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Fá­tækt fólk er að nokkru leyti að­skil­ið frá milli- og há­tekju­fólki og ójöfn­uð­ur milli skóla­hverfa hef­ur far­ið vax­andi frá ár­inu 2012.

Í rannsókn, sem Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, gerði og birt verður í dag, segir að lágtekjufólk sé að nokkru leyti aðskilið frá bæði milli- og hátekjufólki í búsetu innan Reykjavíkur. Þessi aðskilnaður hefur samkvæmt rannsókninni aukist milli áranna 2000 og 2020.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda enn fremur til vaxandi einangrunar lágtekjufólks á áðurnefndu tímabili og að ójöfnuður á milli skólahverfa hafi aukist frá árinu 2012. Samkvæmt þessu hefur aðskilnaður milli hópa eftir tekjum aukist í Reykjavík, einangrun lágtekjufólks er orðin meiri en hún var og þegar sjónum er beint að skólahverfum sérstaklega hefur ójöfnuður aukist síðustu tólf ár. 

„Aðskilnaður í búsetu innan Reykjavíkur einkennist fremur af aukinni einangrun lágtekjufólks en að hátekjufólk sé að flýja sambýli við tekjulægri hópa“
Úr skýrslunni


Í skýrslunni segir að hvað varði stöðu skólahverfa sérstaklega, standi tvö hverfi upp úr fyrir góða stöðu þegar horft sé til tekna, það séu Fossvogsskólahverfi og …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Betra að vera fátækur og hjartahreinn en ríkur og vitlaus valdandi skaða allstaðar
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár