Almennar spurningar:
- Moctezuma eða Montezuma var konungur yfir þjóð nokkurri í byrjun 16. aldar. Hver var þjóðin?
- Hver er varaformaður Sjálfstæðisflokksins?
- Í hvaða landi er höfuðborgin Vín?
- Miklatún í Reykjavík hefur einnig nafnið ... hvað?
- Hvaða hljómsveit sendi frá sér plöturnar The Joshua Tree og Achtung Baby?
- Í Njálu er frá því greint að kona sagði við aðra konu: „Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.“ Við hvaða konu var þetta sagt?
- En hvað hét konan sem sagði þetta? Hér þarf nafn hennar.
- Evrópumeistaramót karla í handbolta er nýhafið. Hvaða þjóð hampar nú titli Evrópumeistara?
- Bianca Censori er ástralskur arkitekt. Það verður að segjast að um þessar mundir er hún þekktust fyrir kærasta sinn eða eiginmann. Og sá er ... hver?
- Hvað heitir það hinna fornu Eddukvæða sem segir fyrir um endalok heimsins?
- En hvað heitir kvæðið sem er í reynd safn viturlegra spakmæla?
- Hversu mörg börn á Kate Middleton?
- Hvaða fjall er gjarnan nefnt „drottning íslenskra fjalla“?
- Nú líður að Óskarsverðlaunatíð í kvikmyndaheiminum. Hvaða mynd fékk Óskarsverðlaun í fyrra sem besta myndin?
- Bandaríska glæpaserían True Detective 4 var tekin að mestu hér á landi en á að gerast ... hvar?
Seinni mynd:
Hvers konar fiskur er það sem hefur þróað með sér þetta óvenjulega höfuðlag með augu hvort á sínum „hamarsenda“?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Margrét Danadrottning. Fiskurinn á seinni myndinni er hákarl eða háfur.
Svör við almennum spurningum:
1. Astekar. — 2. Þórdís Kolbrún. — 3. Austurríki. — 4. Klambratún. — 5. U2. — 6. Hallgerður langbrók. — 7. Rannveig (móðir Gunnars á Hlíðarenda.) 8. Svíar. — 9. Kanye West. — 10. Völuspá. — 11. Hávamál. — 12. Þrjú. — 13. Herðubreið. — 14. Everything Everywhere All at Once. — 15. Í Alaska.
Athugasemdir