Spurningaþraut Illuga 12. janúar 2024

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 12. janú­ar.

Spurningaþraut Illuga 12. janúar 2024
Fyrri mynd: Hver er konan sem hér sést ung að árum?

Almennar spurningar: 

  1. Moctezuma eða Montezuma var konungur yfir þjóð nokkurri í byrjun 16. aldar. Hver var þjóðin?
  2. Hver er varaformaður Sjálfstæðisflokksins?
  3. Í hvaða landi er höfuðborgin Vín?
  4. Miklatún í Reykjavík hefur einnig nafnið ... hvað?
  5. Hvaða hljómsveit sendi frá sér plöturnar The Joshua Tree og Achtung Baby?
  6. Í Njálu er frá því greint að kona sagði við aðra konu: „Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.“ Við hvaða konu var þetta sagt?
  7. En hvað hét konan sem sagði þetta? Hér þarf nafn hennar.
  8. Evrópumeistaramót karla í handbolta er nýhafið. Hvaða þjóð hampar nú titli Evrópumeistara?
  9. Bianca Censori er ástralskur arkitekt. Það verður að segjast að um þessar mundir er hún þekktust fyrir kærasta sinn eða eiginmann. Og sá er ... hver?
  10. Hvað heitir það hinna fornu Eddukvæða sem segir fyrir um endalok heimsins?
  11. En hvað heitir kvæðið sem er í reynd safn viturlegra spakmæla?
  12. Hversu mörg börn á Kate Middleton?
  13. Hvaða fjall er gjarnan nefnt „drottning íslenskra fjalla“?
  14. Nú líður að Óskarsverðlaunatíð í kvikmyndaheiminum. Hvaða mynd fékk Óskarsverðlaun í fyrra sem besta myndin?
  15. Bandaríska glæpaserían True Detective 4 var tekin að mestu hér á landi en á að gerast ... hvar?

Seinni mynd: 

Hvers konar fiskur er það sem hefur þróað með sér þetta óvenjulega höfuðlag með augu hvort á sínum „hamarsenda“?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Margrét Danadrottning. Fiskurinn á seinni myndinni er hákarl eða háfur.
Svör við almennum spurningum:
1.  Astekar.  —  2.  Þórdís Kolbrún.  —  3.  Austurríki.  —  4.  Klambratún.  —  5.  U2.  —  6.  Hallgerður langbrók.  —  7. Rannveig (móðir Gunnars á Hlíðarenda.) 8.  Svíar.  —  9.  Kanye West.  —  10.  Völuspá.  —  11.  Hávamál.  —  12. Þrjú.  —  13.  Herðubreið.  —  14.  Everything Everywhere All at Once.  —  15.  Í Alaska.
Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár