Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Saga heims sem rís og hnígur

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á jóla­frum­sýn­ingu Þjóð­leik­húss­ins. Í ár er Edda af­byggð og brugð­ið á leik með hana – í leik­stjórn Þor­leifs Arn­ars­son­ar.

Saga heims sem rís og hnígur
Edda í Þjóðleikhúsinu Eins og svo oft áður er Þorvaldur Örn uppfullur af spennandi og rammpólitískum hugmyndum Mynd: Grímur Bjarnason
Leikhús

Edda

Niðurstaða:

Eddan vekur upp vangaveltur en nær ekki að leysa sprengikraft sinn úr læðingi.

Þjóðleikhúsið

Höfundar: Harpa Rún Kristjánsdóttir, Jón Magnús Arnarsson og Þorleifur Örn Arnarsson

Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson

Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðrún S. Gísladóttir, Hallgrímur Ólafsson, Kjartan Darri Kristjánsson, María Thelma Smáradóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Leikmynd: Vytautas Narbutas

Búningar: Karen Briem

Sjálfbærnihönnuður búninga: Andri Unnarson

Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson

Tónlist: Egill Andrason og Salka Valsdóttir

Tónlistarstjórn: Salka Valsdóttir

Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir

Sviðshreyfingar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson, Salka Valsdóttir og Egill Andrason

Gefðu umsögn

Við lifum og njótum, berjumst og bröltumst, molnum og deyjum. Svo hefst leikurinn á ný. Læra yngri kynslóðir af hinum eldri eða er mannkynið dæmt til að tortíma sjálfu sér í þvermóðsku sinni? Hefur eitrið tekið varanlega búsetu í genamengi mannfólksins eða er hægt að finna móteitur? Guðlegar verur eru táknmyndir fyrir mannlega hegðun, enda oftar en ekki mannlegur tilbúningur. Hið góða, hið illa og allt þar á milli. Við dveljum yfirleitt einhvers staðar á milli.

Afbygging og póstdramatík

Þorleifur Örn Arnarsson snýr aftur á íslenskt leiksvið, uppfullur af hugmyndum sem hann dregur úr ýmsum áttum, oftar en ekki þráðbeint úr samtímanum. Eitt af helstu verkfærum hans er að afbyggja fyrir fram gefnar hugmyndir um efniviðinn hverju sinni og endurmeta tengslin á milli hefða og samtímans, hetjusagna og raunveruleikans. Einnig leitast hann við að vekja hughrif hjá áhorfendum í anda póstdramatíkur þar sem snúið er upp á orð, persónur og framvindu í leit að kjarna málsins.

„Þorleifur Örn Arnarsson snýr aftur á íslenskt leiksvið, uppfullur af hugmyndum sem hann dregur úr ýmsum áttum, oftar en ekki þráðbeint úr samtímanum.“
Sigríður Jónsdóttir

Eddukvæðin eru Þorleifi Erni hugleikin og hefur hann áður sviðsett sagnabálkinn, á leiksviðum í Þýskalandi og Austurríki, þá í slagtogi við höfundinn Mikael Torfason. Þýska uppfærslan færði honum Faustverðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Samstarfið náði listrænum hápunkti á Íslandi með Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu árið 2017. Síðan þá hefur honum ekki tekist að endurskapa listræna sprengikraftinn, allavega heima fyrir.

Sagnabálkurinn er endurskrifaður af leikstjóra í samvinnu við Jón Magnús Arnarsson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Textinn er samsuða af hefðbundnu máli og orðfæri samtímans. Frumtexti Snorra Sturlusonar er til grundvallar en höfundar vefa nýjar setningar og einræður inn í framvinduna:

„Ég er atómið sem klífur sig aftur og aftur og aftur þangað til ekkert er eftir nema þögnin og tómið.“

Eins og í heimi goðanna vantar jafnvægi í bæði handrit og sýninguna. Fyrir hlé dragast sumar senur á langinn og eru jafnvel óþarfar, eins og viðtalið milli Snorra Sturlusonar og Heimdallar. Eftir hlé, þegar Ragnarök eru yfirvofandi, tekur sýningin allt í einu á sprett. Atriði eru endasleppt, stórir atburðir smættaðir og atriði á köflum átakalítil. Einnig má sjá leifar af hugmyndum sem voru annaðhvort yfirgefnar eða ókláraðar, samaber grímurnar tvær staðsettar á svölunum hvort sínum megin við sviðið. Hér þyrfti stærra sameiginlegt átak og sterkari dramatúrg, en þetta er fyrsta stóra verkefni Matthíasar Tryggva Haraldssonar síðan hann hóf störf.

Erkitýpurnar á meðal okkar

Til að vitna í Barböru Streisand og Carl Jung eru mýtur og erkitýpur sprelllifandi á meðal okkar, í samfélaginu og heima hjá okkur. Frummynstur heimsins gera okkur kleift að rannsaka eigið sálarlíf og jafnvel læra eitthvað um okkur sjálf. Í uppfærslunni í Vínarborg var heimsendastríð goðanna borið saman við dauðastríð rakara við Hlemm. Hið guðlega og hið mannlega sín hvor hliðin á sama peningnum.

Líkt og guðlega fjölskyldan sem um ræðir er leikhópurinn samansafn af hæfileikafólki en sundurslitinn, allir að leika sín hlutverk í stað þess að leika saman í átt að sameiginlegu markmiði. Óðinn og Frigg eru þungamiðjan í þessum heimi, alvaldur og alsjáandi með einu auga en hinu fórnaði hann til að öðlast þekkingu. Arnar Jónsson og Guðrún Gísladóttir fara afar vel með sinn texta en eru frekar fjarlæg.

Fjarlægðin er Almari Blævi Sigurjónssyni í hag enda er Baldur, goð ljóssins og fegurðarinnar, ekki gerður fyrir þennan heim. Almar Blær er gæddur miklum hæfileikum og þræðir harmræna uppgjöf í mann sem á að tákna von.

Jaðarpersónuna og bragðarefinn Loka leikur Atli Rafn Sigurðarson sem japlar á textanum. Í hans höndum er Loki bæði fóstbróðir Frank-N-Furter og fórnarlamb, ögrandi og ámátlegur. Hallgrímur Ólafsson er greindargranni þrumuguðinn Þór, holdgervingur eitraðrar karlmennsku. Hann barmar sér yfir örlögum sínum og er fullkomlega ófær um að skilja að ofbeldi er val. Þversagnirnar fanga þeir báðir listavel, bitrir og hnyttnir.

Við hlið Þórs stendur hin langþjáða og hárfagra Sif leikin af Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. Hennar besta atriði er þegar Sif er með atriði, bráðfyndin endurspeglun af konu sem margir kannast við. Sigurbjartur Sturla Atlason á sín ágætu atriði í hlutverki (Instagram)goðsins Freys en týnist fljótlega. Vigdís Hrefna Pálsdóttir nær betri tökum á systur hans Freyju en er sömuleiðis aðeins á sporbaug sýningarinnar frekar en þátttakandi.

María Thelma Smáradóttir kemur sterk til leiks í nokkrum smærri hlutverkum. Þá sérstaklega sem æskugyðjan Iðunn í safaríkri og seðjandi söngsenu. Önnur smærri hlutverk skilja ekki mikið eftir sig fyrir utan innkomu Angurboðu, leikin af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, skilnaðarmóðirin sem situr ekki á skoðunum sínum, yfirgefin og bitur.

Leikmynd í lausu lofti

Listamaðurinn Vytautas Narbutas snýr aftur til Þjóðleikhússins og hannar leikmyndina fyrir Eddu. Hringsviðið er hreyfiafl enda er heimur goðanna á heljarþön um himinhvolfin. Fyrir miðju hangir askur Yggdrasils, undirstaða heimsins og uppspretta alls lífs. En þó að hringsviðið sé laglega notað þá er Yggdrasill nánast dauður að innan, líflaust skraut frekar en miðpunktur alheimsins.

Aftur á móti er ljósahönnun Ástu Jónínu Arnardóttur ljóslifandi, barmafull af dýpt, litbrigðum og skuggum. Salka Valsdóttir semur tónlistina ásamt Agli Andrasyni sem flytur, bæði ung að árum sem eru að feta sig á listabrautinni. Hljóðheimurinn er hljómþýður en stóru nótuna er ekki að finna.

Athygli vekur að samhliða Karen Briem, búningahönnuði sýningarinnar, er Andri Unnarson skrifaður fyrir sjálfbærnihönnun búninganna sem er vonandi merki um nýja og umhverfivænni tíma í sviðslistum. Þó að sjálfbærni sé markmiðið bera búningarnir með sér ofgnótt, úrkynjun og hnignun. En eins og með margt annað í Eddu þá skilja búningarnir lítið eftir sig, vel hannaðir á einstaka persónur en samhengislitlir.

Endalok og/eða upphaf

Að afbyggja og endurskilgreina epíkina er bráðnauðsynlegt fyrir nútímasamfélag. Einnig að setja spurningarmerki við ráðandi öfl, ríkjandi valdastéttir og ríkt fólk.  Guðir og goð, eða fólk sem telur sig vera slík, eiga ekkert með að standa á stalli enda eru þau ekkert betri en við hin.

Eins og svo oft áður er Þorleifur Örn uppfullur af spennandi og rammpólitískum hugmyndum en tekst ekki að skapa þeim nægilega sterkan farveg. Þannig skolast sumar þeirra til, aðrar verða eftir á leiðinni og þær sterkustu verða kraftminni en efni standa til. Leikhópurinn nær þannig sjaldan að fanga sundruðu samböndin sem steypa heiminum til glötunar. Heildarhughrifin tengjast lauslegum böndum þó að hápuntki væri náð í kynngimögnuðu lokaatriði.

Eftir stendur Óðinn einn, heimurinn grafinn í ösku og dufti. Þegar síðan síðasta veran yfirgefur þennan heim eru bara pottaplönturnar eftirstandandi. Færa má rök fyrir því að Ragnarök séu yfirstandandi nákvæmlega núna. Kannski nærir askan plöntuna, kannski deyr hún. En örlögin eru ekki sjálfstætt afl heldur mannanna verk líkt og guðirnir, ábyrgðin er okkar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár