Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram í þriðja sinn

Í ný­ársávarpi sínu til­kynnti Guðni Th. Jó­hann­es­son að hann ætli ekki að bjóða sig fram til for­seta í þriðja sinn. Kosn­ing­ar munu fara fram í sum­ar.

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram í þriðja sinn

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu, nú fyrir skömmu, að hann muni ekki sækjast eftir því að endurnýja umboð sitt sem forseti Íslands. Fyrirhugaðar forsetakosningar munu fara fram á þessu ári þann 1. júní, ef fleiri en einn frambjóðandi verða í kjöri. Guðni þakkaði fyrir liðin ár og stuðninginn og sagði þetta ekki vera kveðjustund.

„Gott er að hætta leik þá hæst fer fram“
Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands í nýársávarpi sínu

Sjötti forseti landsins frá lýðveldisstofnun

Guðni var fyrst kjörinn í embætti forseta Íslands 25. júní árið 2016, eftir að hafa sigrað spennandi kosningar þar sem honum tókst að tryggja sér um 39 prósent greiddra atkvæða. Í þeim kosningum buðu sig fram átta aðrir.

Þar á meðal voru Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og fjárfestir, en hún fékk næstflest atkvæða. 

Í síðustu forsetakosningum árið 2020 vann Guðni öruggan sigur. Viðskiptamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson var sá eini sem að bauð sig fram gegn sitjandi forseta og fékk hann 7,9 prósent atkvæða.

Guðni hefur áður sagt að honum þyki eðlilegt að forseti sitji að hámarki í þrjú kjörtímabil. Fram að ávarpi sínu hafði Guðni þó ekki viljað tjá sig um áform sín um að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu.

Í viðtali við RÚV frá júní 2023 sagðist forsetinn ekki verið búinn að ákveða sig hvort hann ætli að fara fram í þriðja sinn. Þegar Guðni tilkynnti um framboð sitt árið 2020 gerði hann það í nýársávarpi sínu 1. Janúar 2020.

Forseti og fræðimaður

Áður en að Guðni tók við embætti forseta Íslands starfaði hann við rannsóknir og kennslu við sagnfræðideild Háskóla Íslands. Þá hefur hann einnig kennt við Háskólann í Reykjavík, Bifröst og University College London.

Í fræðistörfum sínum hefur Guðni einkum rannsakað stjórnmála- og utanríkissögu  20. og 21. aldar. Til að mynda hefur hann gefið út bækur og greinar um þorskastríðið og landhelgismál, síðasta bók hans, Stund milli stríða, kom út árið 2022 og rekur sögu landhelgismálsins 1961 til 1971.

Þá gaf Guðni einnig út bók um efnahagshrunið árið 2008, ævisögu Gunnar Thoroddsen árið 2010. Guðni ritaði einnig sögu forsetaembættisins á Íslandi frá lýðveldisstofnun til lok 20. aldar í bók sem kom út árið 2016.

Vorið 2016 varð Guðni flestum landsmönnum kunnur eftir að hafa verið tíður gestur í sjónvarpi, eftirminnilegast í þáttunum Kastljós. Þar sem hann var fenginn til þess að greina atburðina í kringum það þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði forsætisráðherra, þá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, um þingrof.

Í kjölfarið fóru ýmsir að skora á Guðna til þess að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem fram fóru síðar um sumarið.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    lágkúrulegur stimpilpúði valdstjórnarinnar . . . fjölmellurnar minnast ekki einu orði um framboð mitt . . .
    -5
    • J
      Jón skrifaði
      Vil nú ekki fullyrða beinlínis en ef þú segir fyrst fjölmellur og vilt svo jafnframt vera forseti lýðveldisins allt svo, hvort í senn, og það samtímis, þá gæti verið hollráð að kanna statusinn á lingus, það er hægt að fá mælingar á þessu hjá góðu fólki
      1
  • J
    Jón skrifaði
    Hér fer maður með hraustan lingus.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár