Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram í þriðja sinn

Í ný­ársávarpi sínu til­kynnti Guðni Th. Jó­hann­es­son að hann ætli ekki að bjóða sig fram til for­seta í þriðja sinn. Kosn­ing­ar munu fara fram í sum­ar.

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram í þriðja sinn

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu, nú fyrir skömmu, að hann muni ekki sækjast eftir því að endurnýja umboð sitt sem forseti Íslands. Fyrirhugaðar forsetakosningar munu fara fram á þessu ári þann 1. júní, ef fleiri en einn frambjóðandi verða í kjöri. Guðni þakkaði fyrir liðin ár og stuðninginn og sagði þetta ekki vera kveðjustund.

„Gott er að hætta leik þá hæst fer fram“
Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands í nýársávarpi sínu

Sjötti forseti landsins frá lýðveldisstofnun

Guðni var fyrst kjörinn í embætti forseta Íslands 25. júní árið 2016, eftir að hafa sigrað spennandi kosningar þar sem honum tókst að tryggja sér um 39 prósent greiddra atkvæða. Í þeim kosningum buðu sig fram átta aðrir.

Þar á meðal voru Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og fjárfestir, en hún fékk næstflest atkvæða. 

Í síðustu forsetakosningum árið 2020 vann Guðni öruggan sigur. Viðskiptamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson var sá eini sem að bauð sig fram gegn sitjandi forseta og fékk hann 7,9 prósent atkvæða.

Guðni hefur áður sagt að honum þyki eðlilegt að forseti sitji að hámarki í þrjú kjörtímabil. Fram að ávarpi sínu hafði Guðni þó ekki viljað tjá sig um áform sín um að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu.

Í viðtali við RÚV frá júní 2023 sagðist forsetinn ekki verið búinn að ákveða sig hvort hann ætli að fara fram í þriðja sinn. Þegar Guðni tilkynnti um framboð sitt árið 2020 gerði hann það í nýársávarpi sínu 1. Janúar 2020.

Forseti og fræðimaður

Áður en að Guðni tók við embætti forseta Íslands starfaði hann við rannsóknir og kennslu við sagnfræðideild Háskóla Íslands. Þá hefur hann einnig kennt við Háskólann í Reykjavík, Bifröst og University College London.

Í fræðistörfum sínum hefur Guðni einkum rannsakað stjórnmála- og utanríkissögu  20. og 21. aldar. Til að mynda hefur hann gefið út bækur og greinar um þorskastríðið og landhelgismál, síðasta bók hans, Stund milli stríða, kom út árið 2022 og rekur sögu landhelgismálsins 1961 til 1971.

Þá gaf Guðni einnig út bók um efnahagshrunið árið 2008, ævisögu Gunnar Thoroddsen árið 2010. Guðni ritaði einnig sögu forsetaembættisins á Íslandi frá lýðveldisstofnun til lok 20. aldar í bók sem kom út árið 2016.

Vorið 2016 varð Guðni flestum landsmönnum kunnur eftir að hafa verið tíður gestur í sjónvarpi, eftirminnilegast í þáttunum Kastljós. Þar sem hann var fenginn til þess að greina atburðina í kringum það þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði forsætisráðherra, þá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, um þingrof.

Í kjölfarið fóru ýmsir að skora á Guðna til þess að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem fram fóru síðar um sumarið.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    lágkúrulegur stimpilpúði valdstjórnarinnar . . . fjölmellurnar minnast ekki einu orði um framboð mitt . . .
    -5
    • J
      Jón skrifaði
      Vil nú ekki fullyrða beinlínis en ef þú segir fyrst fjölmellur og vilt svo jafnframt vera forseti lýðveldisins allt svo, hvort í senn, og það samtímis, þá gæti verið hollráð að kanna statusinn á lingus, það er hægt að fá mælingar á þessu hjá góðu fólki
      1
  • J
    Jón skrifaði
    Hér fer maður með hraustan lingus.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
6
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár