Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum, bæði stjórn þess og aðalfundur, sem fram fór 20. desember síðastliðinn, „mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55“.
Frá ályktun félagsins er greint á vef bæjarblaðsins Tíguls í Vestmannaeyjum, en Verðandi hefur verið stéttarfélag skipstjórnarmanna í Eyjum allt frá árinu 1938.
Í kjölfar þess að Huginn VE missti akkeri útbyrðis í nóvember, með þeim afleiðingum að það dróst eftir sjávarbotninum og reif með sér einu vatnsleiðsluna til Eyja, gerði Vinnslustöðin starfslokasamninga við tvo skipstjórnarmenn, frændurna Gylfa Viðar Guðmundsson og Guðmund Inga Guðmundsson.
Í samtali við Heimildina undir lok nóvember sagði framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem þekktur er sem Binni, að starfslokasamningur hefði verið gerður við mennina, ekki hefði verið um einhliða uppsögn af hálfu Vinnslustöðvarinnar að ræða.
Athugasemdir