Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skipstjórnarmenn í Eyjum lýsa yfir „vanþóknun“ á hendur Binna

Verð­andi, stétt­ar­fé­lag skip­stjóra og stýri­manna í Vest­manna­eyj­um, lýs­ir yf­ir „van­þókn­un“ á hend­ur fram­kvæmda­stjóra Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og hluta stjórn­ar fé­lags­ins, vegna „for­dæma­lauss brottrekstr­ar“ skip­stjórn­ar­manna á Hug­in VE.

Skipstjórnarmenn í Eyjum lýsa yfir „vanþóknun“ á hendur Binna
Vinnslustöðin Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Mynd: mbl / Óskar Pétur Friðriksson

Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum, bæði stjórn þess og aðalfundur, sem fram fór 20. desember síðastliðinn, „mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55“.

Frá ályktun félagsins er greint á vef bæjarblaðsins Tíguls í Vestmannaeyjum, en Verðandi hefur verið stéttarfélag skipstjórnarmanna í Eyjum allt frá árinu 1938.

Í kjölfar þess að Huginn VE missti akkeri útbyrðis í nóvember, með þeim afleiðingum að það dróst eftir sjávarbotninum og reif með sér einu vatnsleiðsluna til Eyja, gerði Vinnslustöðin starfslokasamninga við tvo skipstjórnarmenn, frændurna Gylfa Viðar Guðmundsson og Guðmund Inga Guðmundsson.

Í samtali við Heimildina undir lok nóvember sagði framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem þekktur er sem Binni, að starfslokasamningur hefði verið gerður við mennina, ekki hefði verið um einhliða uppsögn af hálfu Vinnslustöðvarinnar að ræða.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár