Stakur miði í Strætó upp í 630 krónur

Strætó til­kynn­ir í dag um verð­hækk­un, sem nem­ur um 11 pró­sent­um á allri gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Verð­ið er hækk­að til að draga úr þörf á því að skerða þjón­ustu Strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Stakur miði í Strætó upp í 630 krónur
Strætó Verð á einum stökum strætómiða fer upp í 630 kr. eftir áramót. Mynd: Heiða Helgadóttir

Frá og með 8. janúar hækkar gjaldskrá Strætó. Einn stakur miði með gulu vögnunum um höfuðborgarsvæðið mun þá fara úr 570 kr. upp í 630 kr., en að meðaltali nemur hækkunin á gjaldskránni um 11 prósentum.

Árskort í Strætó hækkar upp í 104 þúsund krónur, en árskort ungmenna, aldraðra og nema munu kosta 52 þúsund krónur. 

Þetta er önnur verðhækkunin sem Strætó tilkynnir um á árinu, en í sumar hækkaði verð að meðaltali um 3,6 prósent og einn miði fór sem dæmi úr 550 krónum upp í 570 krónur. 

Tilkynning um hækkunina barst í dag, en áform um að hækka verð eftir áramót hafó þá legið fyrir frá því að stjórn Strætó tók ákvörðun um hana í haust, en hún var samþykkt um miðjan október þegar eigendafundur Strætó fór fram á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Áhrifa faraldurs gæti enn

Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að litið hafi verið til rekstrarstöðu Strætó við ákvörðunina og að uppsafnaðara áhrifa vegna heimsfaraldursins gæti enn í rekstrinum. 

„Verðhækkunum er einnig ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði og draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu Strætó.

Tekjur undir því sem eigendur stefna að

Eigendastefna Strætó mælir fyrir um að fargjaldatekjur standi undir 40 prósentum af kostnaði við reksturinn. Tekjurnar hafa þó verið nokkuð fjarri því að standa undir því undanfarin ár.

Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó sagði við Heimildina fyrr á árinu að hlutfall fargjalda af kostnaði hefði hæst farið í 35 prósent á undanförnum árum, og að þrátt fyrir metfjölda innstiga í vagna hefðu fargjaldatekjur Strætó einungis staðið undir tæpum 30 prósentum af rekstrarkostnaði félagsins á fyrstu mánuðum ársins.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu