Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stakur miði í Strætó upp í 630 krónur

Strætó til­kynn­ir í dag um verð­hækk­un, sem nem­ur um 11 pró­sent­um á allri gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Verð­ið er hækk­að til að draga úr þörf á því að skerða þjón­ustu Strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Stakur miði í Strætó upp í 630 krónur
Strætó Verð á einum stökum strætómiða fer upp í 630 kr. eftir áramót. Mynd: Heiða Helgadóttir

Frá og með 8. janúar hækkar gjaldskrá Strætó. Einn stakur miði með gulu vögnunum um höfuðborgarsvæðið mun þá fara úr 570 kr. upp í 630 kr., en að meðaltali nemur hækkunin á gjaldskránni um 11 prósentum.

Árskort í Strætó hækkar upp í 104 þúsund krónur, en árskort ungmenna, aldraðra og nema munu kosta 52 þúsund krónur. 

Þetta er önnur verðhækkunin sem Strætó tilkynnir um á árinu, en í sumar hækkaði verð að meðaltali um 3,6 prósent og einn miði fór sem dæmi úr 550 krónum upp í 570 krónur. 

Tilkynning um hækkunina barst í dag, en áform um að hækka verð eftir áramót hafó þá legið fyrir frá því að stjórn Strætó tók ákvörðun um hana í haust, en hún var samþykkt um miðjan október þegar eigendafundur Strætó fór fram á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Áhrifa faraldurs gæti enn

Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að litið hafi verið til rekstrarstöðu Strætó við ákvörðunina og að uppsafnaðara áhrifa vegna heimsfaraldursins gæti enn í rekstrinum. 

„Verðhækkunum er einnig ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði og draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu Strætó.

Tekjur undir því sem eigendur stefna að

Eigendastefna Strætó mælir fyrir um að fargjaldatekjur standi undir 40 prósentum af kostnaði við reksturinn. Tekjurnar hafa þó verið nokkuð fjarri því að standa undir því undanfarin ár.

Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó sagði við Heimildina fyrr á árinu að hlutfall fargjalda af kostnaði hefði hæst farið í 35 prósent á undanförnum árum, og að þrátt fyrir metfjölda innstiga í vagna hefðu fargjaldatekjur Strætó einungis staðið undir tæpum 30 prósentum af rekstrarkostnaði félagsins á fyrstu mánuðum ársins.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár