Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stakur miði í Strætó upp í 630 krónur

Strætó til­kynn­ir í dag um verð­hækk­un, sem nem­ur um 11 pró­sent­um á allri gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Verð­ið er hækk­að til að draga úr þörf á því að skerða þjón­ustu Strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Stakur miði í Strætó upp í 630 krónur
Strætó Verð á einum stökum strætómiða fer upp í 630 kr. eftir áramót. Mynd: Heiða Helgadóttir

Frá og með 8. janúar hækkar gjaldskrá Strætó. Einn stakur miði með gulu vögnunum um höfuðborgarsvæðið mun þá fara úr 570 kr. upp í 630 kr., en að meðaltali nemur hækkunin á gjaldskránni um 11 prósentum.

Árskort í Strætó hækkar upp í 104 þúsund krónur, en árskort ungmenna, aldraðra og nema munu kosta 52 þúsund krónur. 

Þetta er önnur verðhækkunin sem Strætó tilkynnir um á árinu, en í sumar hækkaði verð að meðaltali um 3,6 prósent og einn miði fór sem dæmi úr 550 krónum upp í 570 krónur. 

Tilkynning um hækkunina barst í dag, en áform um að hækka verð eftir áramót hafó þá legið fyrir frá því að stjórn Strætó tók ákvörðun um hana í haust, en hún var samþykkt um miðjan október þegar eigendafundur Strætó fór fram á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Áhrifa faraldurs gæti enn

Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að litið hafi verið til rekstrarstöðu Strætó við ákvörðunina og að uppsafnaðara áhrifa vegna heimsfaraldursins gæti enn í rekstrinum. 

„Verðhækkunum er einnig ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði og draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu Strætó.

Tekjur undir því sem eigendur stefna að

Eigendastefna Strætó mælir fyrir um að fargjaldatekjur standi undir 40 prósentum af kostnaði við reksturinn. Tekjurnar hafa þó verið nokkuð fjarri því að standa undir því undanfarin ár.

Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó sagði við Heimildina fyrr á árinu að hlutfall fargjalda af kostnaði hefði hæst farið í 35 prósent á undanförnum árum, og að þrátt fyrir metfjölda innstiga í vagna hefðu fargjaldatekjur Strætó einungis staðið undir tæpum 30 prósentum af rekstrarkostnaði félagsins á fyrstu mánuðum ársins.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár