Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vesturbyggð leggst gegn affriðun Vatnsfjarðar

Bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggð­ar vill að haf­ist verði handa „nú þeg­ar“ við tvö­föld­un Vest­ur­línu og að beð­ið verði með að kanna hvort ástæða sé til að breyta frið­lýs­ingu Vatns­fjarð­ar líkt og Orku­bú Vest­fjarða hef­ur far­ið fram á svo þar megi reisa virkj­un.

Vesturbyggð leggst gegn affriðun Vatnsfjarðar
Friðland Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 eða fyrir tæplega hálfri öld. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir

Ekki er tímabært að kanna hvort breyta ætti friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar, að mati bæjarstjórnar Vesturbyggðar sem fjörðurinn er innan. Áður en að slíku kemur ætti að setja þá tvo virkjunarkosti á Vestfjörðum sem þegar eru í nýtingarflokki rammaáætlunar í forgang og hefja strax vinnu við tvöföldun Vesturlínu, einu meginflutningslínunnar inn á Vestfirði. Tvöföldunin sé nauðsynleg til að tryggja flutning raforku til og frá svæðinu.

„Þannig fái náttúran í Vatnsfirði áfram að njóta vafans, og að ekki verði gengið lengra en nauðsynlegt er,“ segir í umsögn bæjarstjórnarinnar um erindi Orkubús Vestfjarða til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um afnám eða breytingu friðlýsingar Vatnsfjarðar svo fyrirtækið geti reist þar vatnsaflsvirkjun. Markmið fyrirtækisins með nýrri virkjun á svæði sem nú er friðland er að auka orkuframleiðslu innan svæðisins í þeim tilgangi að afhendingaröryggi rafmagns, svara aukinni eftirspurn fyrirtækja eftir orku og hafa til reiðu „grænt varaafl“ svo ekki þurfi að brenna olíu. Þá mætti líka nýta virkjunina til jöfnunar á móti vindorku.

En bæjarstjórnin segir: „Lokið verði fyrst við þær framkvæmdir sem þegar hafa verið undirbúnar til að mæta þeim mikilvægu almannahagsmunum sem felast í aðgengi að orku á Vestfjörðum áður en ákvörðun er tekin um afnám eða breytingu á friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar.“

Þær tvær virkjunarhugmyndir á Vestfjörðum sem Vesturbyggð vísar til í umsögn sinni og eru þegar í nýtingarflokki rammaáætlunar eru Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Fyrrnefnda hugmyndin snýst um að virkja Austurgilsá sem fellur í Selá í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Uppsett afl hennar er áformað um 35 MW. Síðarnefnda hugmyndin hefur verið mjög umdeild, ekki síst meðal íbúa Árneshrepps sem er fámennasta sveitarfélag landsins. Með Hvalárvirkjun (55 MW) yrðu vötn á Ófeigsfjarðarheiði stífluð og rennsli þriggja áa virkjað.

Gjöbreytt ásýnd fossa

Orkubú Vestfjarða fór þess á leit við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra snemma árs að hann breytti skilmálum Friðlandsins í Vatnsfirði. Ráðherra vildi frekari gögn og skilaði fyrirtækið greinargerð sinni nú í haust.

Samkvæmt henni myndu 3-4 hektarar af birkiskógi raskast með byggingu virkjunarinnar, vörður á fornri þjóðleið mögulega sömuleiðis og skert rennsli í ám, um allt að 74 prósent, myndi gjörbreyta ásýnd fossa. Þá má búast við raski á sérstæðum jarðmyndunum, m.a. skessukötlum. Að auki myndu miðlunarlón skerða óbyggð víðerni.

Til þessarar niðurstöðu vitnar bæjarstjórn Vesturbyggðar í umsögn sinni og að virkjun og tengdar framkvæmdir kæmu til með að raska náttúrufars- og menningarþáttum sem hafi hátt verndargildi. „Virkjunin myndi hafa í för með sér rask á birki sem nýtur sérstakrar verndar, áhrif á vatnalíf, rask á búsvæðum dýra, áhrif á menningarminjar á svæðinu, þ.e. varðaðri Þingmannaleið og áhrif á rennsli í Vatndalsá og Austurá sem mun hafa áhrif á ásýnd fossa sem njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum“.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Virkjunin sem enginn vill á leið í nýtingarflokk
SkýringFriðlandið í Vatnsfirði

Virkj­un­in sem eng­inn vill á leið í nýt­ing­ar­flokk

Skógi­vax­inn dal­ur og ósnort­in víð­erni yrðu fyr­ir áhrif­um áform­aðr­ar Tröllár­virkj­un­ar á Vest­fjörð­um. Verk­efn­is­stjórn legg­ur til að kost­ur­inn fari í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar en land­eig­end­ur segja nei takk. Virkj­un­ar­að­il­inn er ekk­ert sér­stak­lega spennt­ur held­ur og vill frek­ar horfa til ann­ars dals í ná­grenn­inu.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár