Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spara 346 milljónir vegna minni hækkunar á fiskeldisgjaldi

Á loka­metr­um þingstarfa ákváðu stjórn­ar­lið­ar í efna­hags- og við­skipta­nefnd að milda hækk­un á fisk­eld­is­gjaldi sem leggst á ís­lensk sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæki. Þetta er ann­að ár­ið í röð sem slíkt ger­ist.

Spara 346 milljónir vegna minni hækkunar á fiskeldisgjaldi
Vildu fara hægar í sakirnar Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar, sem Teitur Björn Einarsson er formaður yfir, mælti með lægri gjaldtöku en kveðið var á um í fjarlagafrumvarpi næsta árs. Mynd: Heimildin / Davíð Þór


Sú ákvörðun meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar að lækka fiskeldisgjald frá því sem áður var áformað sparar íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum 346 milljónir króna á næsta ári. Breytingin felst í því að í stað þess að hækka fiskeldisgjaldið úr 3,5 í fimm prósent, líkt og lagt var til, á hvert slátrað kíló af eldisfiski verður það hækkað í 4,3 prósent.

Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlagafrumvarps næsta árs sem var afgreitt laugardaginn 16. desember.

Þeir sem stóðu að breytingartillögunni sem leiddi af sér þessa lækkun á fiskeldisgjaldinu voru þingmennirnir Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokki, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson úr Framsóknarflokki og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna. 

Að uppistöðu í eigu Norðmanna

Þetta er í annað sinn á einu ári sem meirihluti nefndarinnar grípur í taumana rétt fyrir þinglok og mildar þær álögur sem til stóð að leggja á sjókvíaeldisfyrirtæki. Í fyrra voru einnig …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Teitur Björn er beintengdur Einari Kristni, helsta lobbýista laxeldisins. Hafa lengi verið saman á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Kristinn er hér að vinna fyrir kaupinu sínu, sparar þeim á fjórða hundrað milljóna.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Er ekki fallega hugsað að vera miskunnsamur við menn, sem missa drjúgan hluta tekna sinna út um rifu á neti, og stefna í leiðinni villtum laxastofnum landsins í voða?
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Hneyksli og undirlægjuháttur. Kannsk einhver spostla í vasann líka? Þvílíkt drasl sem kenst á þing. Siðlaust pakk!!!
    2
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    ☻g hefur engin innt neina úr nefndinni um ástæðu og eða um réttlætingu þeirra á ákvörðun meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um þennan gjafagjörning uppá 700 milljónir til auðrónana á tvemur árum ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár