Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Með skýra sýn úr hinum stóra heimi

Magnús Hall­dórs­son skrif­ar um ævi­sögu eina stjórn­ar­manns­ins í skráðu fé­lagi á Ís­landi, Magnús­ar Gúst­afs­son­ar, sem skrif­uð er heil bók um fyr­ir kom­andi jól.

Með skýra sýn úr hinum stóra heimi
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifaði bókina sem ber heitið „Með skýra sýn“. Mynd: Samsett

Ísland er hluti af hinum stóra heimi og á allt undir því að hafa greiðan aðgang að honum með vörur og þjónustu. Þetta þekkja fáir betur í íslensku atvinnulífi en Magnús Gústafsson. Hann er eini stjórnarmaðurinn í skráðu félagi hérlendis sem skrifað er um heil bók fyrir þessi jól - Með skýra sýn - sem Guðmundur Magnússon, blaðamaður og sagnfræðingur, skrifaði. 

Bókin er skemmtileg og mikilvægt innlegg í unga sögu atvinnulífsins - ekki síst fyrir okkur sem þekkjum ekki nægilega vel til þeirrar mikilvægu vinnu sem fór fram þegar undirstöðurnar í hagkerfi landsins voru byggðar, til dæmis á árunum frá 1950 til 1980.

Bókin rekur ævintýralegt og merkilegt lífshlaup Magnúsar, sem hófst í Hlíðardal við Kringlumýrarveg í útjaðri Reykjavíkur, árin eftir 1940. Nú, rúmlega 80 árum síðar, er Magnús ríkur af reynslu og gefur af sér, t.d. sem hluti af annars reynslumikilli stjórn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims. Með honum þar situr fólk með fjölbreytta reynslu - Anna K. Sverrisdóttir, Kristján Davíðsson, Hjálmar Þór Kristjánsson og Kristrún Heimisdóttir. Öll eru þau með reynslu úr mörgum áttum, en hin alþjóðlega og djúpa reynsla sem Magnús hefur er án vafa mikilvæg í stjórnarherbergi Brims.

Sviðsljós á sjómannadaginn

Magnús fékk umtalsverða athygli í íslenskum fjölmiðlum, á sjómannadaginn 1962, þegar hann var verðlaunaður fyrir góðan námsárangur í Vélskólanum. Þarna má segja að ferill Magnúsar taki á flug. Hann var þó kominn í sumarvinnu til Fáskrúðsfjarðar og tímdi ekki að fara til að vera viðstaddur viðburðinn - ferðin að Austan kostaði sitt. Að lokum fékkst hann til þess, fyrir tilstilli mömmu sinnar

Guðmundur sýnir lipurð í þessum fyrstu köflum bókarinnar, þar sem heimilislíf, menntavegur og mótandi atburðir í lífi Magnúsar, eru þræddir saman. Þungbær reynsla fær þar einnig sinn part, eins og átakanlegan barnsmissi eftir að Sigfús, eins og hálfs árs gamall sonur Magnúsar og Margrétar konu hans, lætur lífið í örmum mömmu sinnar vegna læknamistaka á Slysavarðstofunni. Þetta var ungum foreldrum erfið reynsla og lögðu þau áherslu á að það væri hægt að læra af því sem aflaga fór.

Lífið hélt áfram og það er eitt af því sem bókin rekur vel - og virðist sterkt karaktereinkenni á Magnúsi fyrir okkur sem ekki þekkjum hann persónulega - að Magnús heldur alltaf áfram og vill gera gagn hvar sem hann er. Annar sonur, Einar, kom í heiminn síðla árs 1970, tæpu ári eftir hinn þungbæra atburð, og dóttirin, Jórunn, tveimur árum síðar. 

(Einar er nú forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Bandaríkjanna, American Seafoods, og ritaði athyglisverða grein í The Economist á dögunum, um áskoranir í sjávarútvegi og stóru spurninguna um það, hvenær hann telst sjálfbær).

Hagræðingarráðunauturinn

Greinilegt er að reynsla sem Magnús fékk frá Vinnuveitendasambandinu (VSÍ) sem hagræðingarráðunautur hefur mikil áhrif á hann sem fagmann. Áhugi hans á smáatriðum og að velta við hverjum steini til að skapa sem mest virði í rekstri reynist mörgum fyrirtækjum á Íslandi afar mikilvæg á þessum tíma. Sútunarverksmiðjan og Sláturfélag Suðurlands nutu góðs af ráðleggingum Magnúsar til að bæta rekstur og vinnulag og innlegg hans kallað “himnasending” - enda samkeppnin við Sambandið á Akureyri hörð á þessum árum. Önnur atriði eru athyglisverð - og fróðlegt um þau að hugsa í ljósi þróunar atvinnulífsins - eins og mikil áhersla á endurmenntun stjórnenda, nýsköpun í stjórnun og eftirfylgni í rekstri. Að þessu vann Magnús ötullega, meðal annars með Árna Vilhjálmssyni prófessor.

Með þessa reynslu, um þrítugt 1973, tekur Magnús við sínu fyrsta forstjórastarfi, hjá Hampiðjunni. Það var þá efnilegt fyrirtæki með 160 starfsmenn en samkeppnin við innflytjendur veiðarfæra var hörð og mikilvægt að halda rekstrinum rétt stilltum. Áður en Magnús tekur formlega við stjórnartaumunum hefur Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri og forystumaður í íslensku þjóðlífi áratugum saman, frumkvæði að því tengja Magnús við stjórnendur í Bandaríkjunum þangað sem hann fór til að afla sér reynslu á námsstyrk og var fjölskyldan öll með.

Mér finnst bókin sýna ágætlega, að þarna kviknar einhver neisti hjá Magnúsi - hinn stóri heimur opnast. Tækifæri alþjóðavæðingarinnar gera Íslandi mögulegt að byggja upp sterkara atvinnulíf og betri lífskjör. Þetta sá Magnús - og markaði sér feril við uppbyggingu innviða og sölustarfs fyrir íslenskan sjávarútveg.

Innviðauppbygging

Til að gera langa sögu stutta - og rekja ekki öll atriði bókarinnar - þá er Magnús innsti koppur í búri, svo að segja, þegar Innviðirnir fyrir söluna á íslenskum sjávarafurðum voru smíðaðir af mikilli harðfylgni og útsjónarsemi, inn á alþjóðamarkaði. Til þess að gera þetta þurfti fólk sem var tilbúið að flytja til útlanda, búa þar og starfa, áratugum saman. Magnús er líklega þekktastur á sínum ferli sem forstjóri Coldwater Seafoods, Atlantika INC og Alræðismaður Íslands í New York í Bandaríkjunum. 

En greinilegt er á frásögnum í bókinni, að það sem eftir situr eftir langan feril í krefjandi verkefnum, eru sterk vináttubönd við fólk sem hann hefur hitt og unnið með. Til dæmis segir Guðbjörg Matthíasdóttir hjá Ísfélaginu í bókinni, að jólin teljist varla komin fyrr en Magnús hringir á aðfangadag, en hann og Sigurður Einarsson, fyrrum eiginmaður Guðbjargar sem lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini árið 2000, voru nánir vinir.

Hin skýra sýn - sem titill bókarinnar um Magnús vísar til - er í hans tilviki alþjóðleg og til vitnis um fjölbreytilega reynslu úr lífi og starfi í hinum stóra heimi. Guðmundur rekur sögu hans listilega vel, enda reynslumikill sagnaritari og fagmaður fram í fingurgóma, í orðsins fyllstu merkingu.

Rödd skynseminnar og reynslunnar í stjórnarherberginu hjá Brimi, heyrist frá Magnúsi. En mér finnst samt líklegt að hann komist á flug þegar hagræðingarráðunauturinn í honum tekur yfir. Það er verðmætt fyrir íslenskan sjávarútveg að hafa hann enn í liðinu, og saga hans á mikið erindi.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár