Kári Finnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo, segir að í kjölfar breytinga á lánshæfismati Creditinfo hafi flest þeirra sem fengu slakara mat aðeins færst um einn flokk. Um 70 prósent færðust niður um einn flokk, 20 prósent lækkuðu niður um tvo.
Þá má gera ráð fyrir að 10 prósent hafi þá lækkað um þrjá eða jafnvel fleiri flokka.„Hin aukna notkun á vanskilasögu við uppfærsluna varð til þess að innan við 1 prósent þjóðarinnar fór úr flokkum A eða B, niður í C1 eða neðar,“ segir Kári.
Litið lengra aftur í fjárhagslega sögu einstaklinga
Creditinfo uppfærði fyrir skömmu verklag og útreikninga sem liggja að baki lánshæfismati þeirra. En með nýju lánshæfismati er litið lengra aftur í fjárhagslega sögu einstaklings til þess að ákvarða áhættuflokk hvers og eins. Við breytingarnar batnaði lánshæfismatið hjá um fjórðungi þjóðarinnar á meðan það versnaði hjá um 15 prósent landsmönnum.
Heimildin sendi fyrirspurn til Creditinfo þar …
Athugasemdir