- Í hvaða heimsálfu er ríkið Burkina Faso?
- Ein af helstu skáldkonum landsins síðustu áratugi sendi fyrir jólin frá sér skáldsöguna Ból. Og hún heitir ...?
- Fyrir hvað stendur Th. í nafni Guðna Th. Jóhannessonar forseta?
- Íslensk fótboltakona sendir frá sér fyrir jólin ævisögu sína, ætlaða börnum. Hvað heitir hún?
- Hvað hét þýski hershöfðinginn í seinna stríði sem kallaður var „eyðimerkurrefurinn“?
- En hvað hét breskur kollega hans og erkióvinur í eyðimerkurstríðum?
- Hvaða ár fæddist Taylor Swift söngkona? Hér má muna einu ári til eða frá.
- Hvað hét sú stúdíóplata Taylor Swift sem kom út 2022?
- Hann fæddist í Eisenach í Þýskalandi 1685 en lést eftir mjög starfsama ævi í Leipzig 1750. Hvað hét hann?
- Tvær eyjar tilheyra bæjarfélaginu Akureyri. Hvað heita þær?
- Hvað heitir bæjarstjórinn á Akureyri?
- Aðeins ein tegund af tómatsósu er og hefur verið notuð á Bæjarins bestu. Hvaða tegund er það?
- Með hvaða fótboltaliði spilar Leo Messi fótbolta?
- Hvernig gyðja var hin forngríska Aþena?
- Hvað hét jólalag Iceguys?
Svör við almennum spurningum:
1. Afríku. — 2. Steinunn Sigurðardóttir. — 3. Thorlacius. — 4. Sveindís Jane. — 5. Rommel. — 6. Montgomery. — 7. 1989, svo rétt er 1988-1990. — 8. Midnights. — 9. Bach. — 10. Hrísey og Grímsey. — 11. Ásthildur Sturludóttir. — 12. Valstómatsósa. — 13. Inter Miami. — 14. Viskugyðja. — 15. Þessi týpísku jól.
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones. Á seinni myndinni er fleygletur sem notað var í Mesópótamíu (Írak). Rétt er einnig Súmería, Babýlon og Assyría en t.d. EKKI Persía. Og „Mið-Austurlönd“ dugar ekki.
Athugasemdir