Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 5. janúar 2024

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 5. janú­ar.

Spurningaþraut 5. janúar 2024
Mynd 1 Hver er þessi ungi maður? Hann er nú ívið eldri en þegar myndin var tekin.

  1. Í hvaða heimsálfu er ríkið Burkina Faso?
  2. Ein af helstu skáldkonum landsins síðustu áratugi sendi fyrir jólin frá sér skáldsöguna Ból. Og hún heitir ...?
  3. Fyrir hvað stendur Th. í nafni Guðna Th. Jóhannessonar forseta?
  4. Íslensk fótboltakona sendir frá sér fyrir jólin ævisögu sína, ætlaða börnum. Hvað heitir hún?
  5. Hvað hét þýski hershöfðinginn í seinna stríði sem kallaður var „eyðimerkurrefurinn“?
  6. En hvað hét breskur kollega hans og erkióvinur í eyðimerkurstríðum?
  7. Hvaða ár fæddist Taylor Swift söngkona? Hér má muna einu ári til eða frá.
  8. Hvað hét sú stúdíóplata Taylor Swift sem kom út 2022?
  9. Hann fæddist í Eisenach í Þýskalandi 1685 en lést eftir mjög starfsama ævi í Leipzig 1750. Hvað hét hann?
  10. Tvær eyjar tilheyra bæjarfélaginu Akureyri. Hvað heita þær? 
  11. Hvað heitir bæjarstjórinn á Akureyri?
  12. Aðeins ein tegund af tómatsósu er og hefur verið notuð á Bæjarins bestu. Hvaða tegund er það?
  13. Með hvaða fótboltaliði spilar Leo Messi fótbolta? 
  14. Hvernig gyðja var hin forngríska Aþena?
  15. Hvað hét jólalag Iceguys?
Mynd 2Þetta letur var notað á ákveðnu svæði í fornöld. En á hvaða svæði? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
Svör við almennum spurningum:
1.  Afríku.  —  2.  Steinunn Sigurðardóttir.  —  3.  Thorlacius.  —  4.  Sveindís Jane.  —  5.  Rommel.  —  6.  Montgomery.  —  7.  1989, svo rétt er 1988-1990.  —  8.  Midnights.  —  9.  Bach.  —  10.  Hrísey og Grímsey.  —  11.  Ásthildur Sturludóttir.  —  12.  Valstómatsósa.  —  13.  Inter Miami.  —  14.  Viskugyðja.  —  15.  Þessi týpísku jól.
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones. Á seinni myndinni er fleygletur sem notað var í Mesópótamíu (Írak). Rétt er einnig Súmería, Babýlon og Assyría en t.d. EKKI Persía. Og „Mið-Austurlönd“ dugar ekki.
Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
5
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár