Sagði skilið við íslenska nýnasista: „Sorglegur, rasískur saumaklúbbur“

Ung­ur mað­ur úr Mos­fells­bæ sér eft­ir að hafa átt að­ild að ís­lensku nýnas­ista­hreyf­ing­unni Norð­ur­vígi. Hann seg­ir frá því sem gerð­ist raun­veru­lega í starfi hóps­ins, allt fram að því að hann var hand­tek­inn á Lækj­ar­torgi. Hann seg­ist hafa lært að skilja heim­inn bet­ur.

Sagði skilið við íslenska nýnasista: „Sorglegur, rasískur saumaklúbbur“
Norðurvígi Norrænir nýnasistar komu saman á Lækjartorgi í september 2019. Var það stuttu áður en Gunnar sagði skilið við hreyfinguna.

„Þetta er allt í fortíðinni fyrir mér. Manstu eftir nasistasamtökunum Norðurvígi? Ég datt inn í þau þegar ég var ungur polli. En svo þroskast maður og hættir að vera heimskur. Ég er ekki í þeim lengur og ég styð þetta ekki neitt.“ 

Þetta segir Gunnar, fyrrum meðlimur í Norðurvígi, í samtali við Heimildina. Gunnar er ekki hans raunverulega nafn en hann hefur viljað fjarlægja sig eins mikið og hann getur frá þátttöku sinni í íslensku nýnasistahreyfingunni. „Ég er búinn að vera að aftengja mig alveg 100% frá þessu,“ segir hann. Fjallað hefur verið um hreyfinguna í fjölmiðlum síðustu ár, meðal annars um hvernig samtökin lokka til sín unglinga í viðkvæmri stöðu, en fram að þessu hefur ekki birst frásögn frá innanbúðarmönnum af því sem gerist að tjaldabaki.

Norðurvígi er íslenski armur Norrænu mótspyrnuhreyfingarinnar (e. Nordic resistance movement) sem eru samtök nýnasista á Norðurlöndunum. Nafnið Norðurvígi er þó ekki upprunalegt nafn samtakanna. Gunnar útskýrir að Norðurvígi hafi upphaflega verið heitið á fréttamiðli þeirra.

„Einhvern veginn byrjaði fólk að kalla þetta eftir fréttamiðlinum, sem er ótrúlega fyndið. Og er bara gott, held ég, því það tekur svolítið af þeim kraftinn. Þeir eru bara þessi fréttamiðill einhvers staðar.“

Tíu meðlimir þegar mest lét 2019

Gunnar útskýrir fyrir blaðamanni að hann hafi leiðst út í Norðurvígi í gegnum spjallsíðu á netinu árið 2019. Þá var hann var aðeins 17 ára gamall. Hann segist ekki muna nafn vefsíðunnar en líkir hanni við 4Chan. Á síðunni hafi engar reglur gilt um hvað fólk mátti segja. „Og maður er 17 ára og hefur enga rökhugsun,“ segir hann. 

Sökum aldurs segist Gunnar hafa verið ginnkeyptur fyrir þeim áróðri sem viðgekkst inni á síðunni. „Ég fer að hugsa að það sé eitthvað rétt í honum [áróðrinum]. Þá ákveð ég að fara að spyrjast eftir þessu.“ Hann skrifar þessar ákvarðanir á uppreisnarhug unglingsáranna. Hann segir að um tímabil hafi verið að ræða. „Svona phase kjaftæði.“

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Sé lítinn mun á samsæriskenningum nýnasista um annað fólk en þá sjálfa og íslamista lesefnið. Hamas, ISIS , al Qaida , Talibanar, Hezbollah eru með sama plan og sömu staðhæfingar um gyðinga. Það virðast þó ekki allir sjá það. Kommúnistar á Vesturlöndum og víðar styðja íslamista hreyfingar þó þær séu nasískar í flestum stefnumálum og íhaldssamari en repúblikana flokkurinn í Ameríku. Það væri hlægileg staðreynd ef hún væri ekki svona sorgleg staðfesting á að ofbeldi þessarra tveggja hópa er réttlætt án neins annars en fordóma. Bara gyðingahatrið úr forinni.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár