Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Óveður í athugasemdum

Er­um við smeyk við að tjá eig­in skoð­an­ir í um­ræðu­rót­inu af ótta við að vera dæmd eða jafn­vel gerð upp af­staða – sem sting­ur í stúf við raun­veru­lega af­stöðu okk­ar? Ung­menni á Norð­ur­lönd­un­um við­ur­kenna í könn­un að þau láti frek­ar upp skoð­an­ir sem þau telja við­ur­kennd­ar en að segja hug sinn. En hvað með fólk hér á landi? Á sam­fé­lags­miðl­um er gíf­ur­yrð­um svar­að með gíf­ur­yrð­um. Get­ur fæl­ing­ar­mátt­ur þess ógn­að tján­ing­ar­frels­inu?

Óveður í athugasemdum

Í súld og flöktandi jólaljósum brugðu tvær blaðakonur af Heimildinni sér á málþing í ráðhúsinu á vegum mannréttinda- og ofbeldisvarnaráðs Reykjavíkur um umræðu og tjáningarfrelsi í lýðræðissamfélagi. Kveikja þess var meðal annars að fulltrúar ráðsins voru nýkomnir af norrænni ráðstefnu, Nordic safe cities, þar sem rædd hafði verið skautun samfélagsumræðunnar og hættan á að fólk væri í auknum mæli hætt að þora að tjá hugsanir sínar. Því var ekki úr vegi að velta upp spurningunni um það hvort getan til að vera ósammála fari hratt dvínandi. Önnur blaðakonan tók þátt í umræðum á málþinginu en báðar voru áhugasamar og deila þeirri reynslu að hafa verið stefnt vegna orða fyrir dómi. 

Málþingið var ágætlega sótt, þarna sat fólk á ýmsum aldri og boðið var upp á jarðarberjadjús og samlokur frá Joe & the Juice. Formaður áðurnefnds ráðs, Magnús M. Norðdahl, stóð fyrir þessu þingi um tjáningarfrelsið – sem er ein grunnstoð …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár