Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Arnarlax tilkynnti ekki heldur um öll göt á kvíum í Patreksfirði

Við eft­ir­lit Mat­væla­stofn­un­ar hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arn­ar­laxi í Pat­reks­firði kom í ljós að fyr­ir­tæk­ið hafði ekki til­kynnt um öll göt sem kom­ið höfðu á kví­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Í nýj­um lög­um um fisk­eldi er skýrt kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæki eigi að til­kynna um öll göt á kví­um, al­veg sama þó ekki séu ástæð­ur til að ætla að eld­is­fisk­ur hafi slopp­ið út um þau.

Arnarlax tilkynnti ekki heldur um öll göt á kvíum í Patreksfirði
Annað dæmi um ótilkynnt göt Matvælastofnun birti tvær eftirlitsskýrslur í nóvember þar sem fundið var að því að laxeldisfyrirtækið hefði ekki tilkynnt um öll göt á sjókvíum hjá fyrirtækinu. Feðgarnir og nafnarnir Gustav Witzoe eru stærstu einstöku eigendur Arnarlax í gegnum norska eldisrisann Salmar.

Laxeldisfyrirtækið Arnarlax tilkynnti ekki um öll göt sem mynduðust á sjókvíum fyrirtækisins á eldissvæðinu Eyri í Patreksfirði þrátt fyrir að kveðið sé á um það í reglugerð að sjókvíaeldisfyrirtæki eigi að gera það. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu frá Matvælastofnun sem dagsett er þann 14. nóvember síðastliðinn.

Þessar upplýsingar bætast við sams konar frávik og Matvælastofnun fann í rekstri Arnarlax í Arnarfirði á sama tíma og Heimildin greindi frá fyrr í vikunni. Fyrr á árinu átti sér stað slysaslepping á 3500 eldislöxum hjá fyrirtækinu Arctic Fish í Patreksfirði. Sú slysaslepping átti sér stað vegna þess að göt mynduðust á eldiskví fyrirtækisins en neðansjávareftirlit með kvínni hafði ekki farið fram samkvæmt lögum og reglum. 

„Rekstrarleyfishafa ber að tilkynna um öll þau frávik sem leitt geta til stroks, þ.m.t. öll göt á netpokum.“
Úr nýju lagafrumvarpi um fiskeldi

Fimm frávik fundust, tvö alvarleg

Í eftirlitsskýrslunni kemur fram að fimm frávik hafi fundist í rekstri sjókvíanna í Patreksfirði og þar af tvö alvarleg. Eitt af þessum alvarlegu frávikum er að Arnarlax tilkynnti ekki um öll göt á sjókvíunum. 

Í eftirlitsskýrslunni frá Matvælastonfun segir um þetta: „Við skoðun á köfunarskýrslum úr neðansjávareftirliti kom í ljós að ekki hefur verið tilkynnt um öll göt sem hafa uppgötvast . Matvælastofnun leitaði skýringa á þessu í fyrirspurn sem send var 2. nóvember sl. og svör bárust þann 9. nóvember sl.  Í svörum sínum  segir Arnarlax að fyrirtækið telji að ekki þurfi að tilkynna um göt ef fyrirtækið meti það sem svo að ekki hafi verið grunur um strok.  Matvælastofnun krefst þess að stofnuninni sé tilkynnt um öll göt og önnur frávik á búnaði þegar fiskur er í kvíum.

Þessar tvær eftirlitsskýrslur frá Matvælastofnun fela það í sér að Arnarlax hefur ekki tilkynnt um göt sem hafa myndast á eldissvæðum í tveimur fjörðum á Vestfjörðum.  Eftirlitið sem þessi skýrsla byggir á átti sér stað í  Patreksfirði þann 24. október í haust og var skýrslan gerð opinber um miðjan nóvember. Eftir að MAST fór í eftirlitsferðina, og þar til skýrslan var birt, var greint frá stórfelldum laxalúsafaraldri sem olli miklum skakkaföllum hjá bæði Arnarlaxi og Arctic Fish. 

Skýrt orðalag í nýju lögunum

Í nýju lagafrumvarpi matvælaráðherra um fiskeldi er kveðið á um það með skýrari og afdráttarlausari hætti að laxeldisfyrirtæki eigi að tilkynna um öll göt á sjókvíum. Í frumvarpinu stendur: „Rekstrarleyfishafi sem hefur ástæðu til að ætla að eldisfiskur geti strokið eða hafi strokið skal án tafar tilkynna slíkan atburð til Matvælastofnunar. Rekstrarleyfishafa ber að tilkynna um öll þau frávik sem leitt geta til stroks, þ.m.t. öll göt á netpokum. Rekstrarleyfishafi skal án tafar hefja leit að orsökum, meta umfang og koma í veg fyrir frekara strok.

Í þessu felst að það verður bundið í lög að laxeldisfyrirtæki verða að tilkynna um öll göt á sjókvíum til Matvælastofnunar. Út frá orðalaginu í skýrslum Matvælastofnunar má skilja það sem svo að hingað til hafi laxeldisfyrirtæki eins og Arnarlax ekki talið sig þurfa að tilkynna um öll göt á kvíum ef ekki hefur verið grunur um slysasleppingar á eldislöxum. 

Matvælastofnun vísar meðal annars í reglugerð um þetta í skýrslum sínum: „Í 33. gr. í reglugerð nr. 540/2020 segir m.a.: Tilkynna skal um frávik á búnaði til Matvælastofnunar og til framleiðanda eða þjónustuaðila.

Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa hins vegar túlkað þetta ákvæði reglugerðarinnar þannig að einungis þurfa að tilkynna um göt ef slysasleppingar eiga sér stað. Með nýju lögunum er alveg skýrt kveðið á um það að laxeldisfyrirtækin verða undantekningarlaust að tilkynna Matvælastofnun um öll göt. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þarna er ekki verið að lúsleita, eða ganga of hart að þessu framtaksama fólki með eftirliti og sköttum. Íslendingar elska að láta taka sig í bólinu. Það er búið að banna þessar gróð(r)astíur annarsstaðar sem okkar "stjórnendur" vilja ekki heyra því þetta er svo gríðarlega atvinnuskapandi. Það er náttúrulega haf og himinn á milli þessara erlendu áhrifa sem eru bara að eyðileggja náttúruna og vegakerfið okkur að kostnaðarlausu, eða þannig, eða hinna stríðshrjáðu sem eru meira eða minna laskaðir. Allt í boði Austurvallar ehf.
    0
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Burt með þennan óþverra úr Íslenskum fjörðum. Þetta gagnast ekkert kvótalausum þorpum.
    3
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Múna er verið að leggja nýja vegi um Dali vestur til laxeldisfyrirtækja . Engar krónur koma í ríkiskassann frá laxeldisfyrirtækjum til að gera vegi, en hvers vegna ? Vegirnir frá Bröttubrekku og vestur í Reykhóla eru allir ónýtir eftir alla þungaflutninga frá og að laxeldisfyrirtækjum ? Hvers vegna gerir Vegagerðin ekkert í málinu ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár