Fúsi – aldur og fyrri störf
Fúsi: Aldur og fyrri störf (engar stjörnur)
eftir Agnar Jón Egilsson og Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson
Monochrome og List án landamæra í samstarfi við Borgarleikhúsið
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson
Flytjendur: Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Agnar Jón Egilsson, Egill Andrason, Halldóra Geirharðsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir
Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson
Leikmynd og búningar: Svanhvít Thea Árnadóttir
Hugtakið inngilding hefur rutt sér til rúms í samfélaginu síðastliðna árið, ekki veitti af. Jaðarsetning einstaklinga og hópa í viðkvæmri stöðu á sér myrka sögu á Íslandi, fortíð sem við erum enn þá að kljást við og ástand sem er fjarri því að vera leyst. Staðreyndin er sú að samfélagið verður einfaldlega betra með fjölbreyttara samfélagi. Flóknara er það ekki. Flækjustigið hefst þegar kemur að framkvæmdinni. Hvernig er hægt að leiðrétta ranglæti fortíðarinnar? Hvernig er hægt að opna stofnanadyr sem áður voru þessum hópi lokaðar? Hvernig er hægt að fjalla um list slíkra hópa og einstaklinga á faglegum vettvangi? Þessi pistill er tilraun til að takast á við eitthvað af þessum spurningum.
Sögur þeirra verða að heyrast
Forsendur leikdóma hafa breyst í áranna rás í takt við samfélagið. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að gagnrýnendur skrifuðu dóma um leiksýningar menntaskólanemenda og áhugafólks. Stjörnukerfið er líka umdeilanlegt og nauðsynlegt að …
Athugasemdir