Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir „galið“ lánshæfismat Creditinfo

Um­boðs­mað­ur skuld­ara og formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna lýsa al­var­leg­um efa­semd­um um rétt­mæti láns­hæf­is­mats Cred­it­in­fo. Neyt­enda­sam­tök­in hafa feng­ið fjölda fyr­ir­spurna frá fólki sem hef­ur lækk­að í láns­hæf­is­mati vegna breyttra for­senda hjá Cred­it­in­fo.

Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir „galið“ lánshæfismat Creditinfo
Breki Karlsson Formaður Neytendasamtakanna segir að uppfært greiðslumat Creditinfo hafi víðtæk áhrif á mikinn fjölda fólks. Hann kallar eftir auknu eftirliti með starfsemi Creditinfo

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökunum hafi borist fjöldi fyrirspurna og erinda frá einstaklingum sem voru skyndilega færðir um áhættuflokk í kjölfar breytinga á lánshæfismati Creditinfo.

„Við höfum fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum frá fólki sem hefur farið illa út úr þessu, hefur verið lækkað úr B niður í D-flokk, og lendir í töluverðum vanda. Í rauninni er þessi endurútreikningur á lánshæfismatinu að valda miklum vanda. Fólk fær ekki aðgengi að lánsfé eða fyrirgreiðslu sem það kannski hefur verið með í áraraðir,“ segir Breki.

15 prósent færast niður um áhættuflokk

Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo tilkynnti í nóvember að fyrirtækið hefði tekið upp nýtt verklag við gerð lánshæfismats síns. Í tilkynningunni kemur fram að breytingarnar hafi verið gerðar á áhrifaþáttum lánshæfismatsins í samræmi við nýja reglugerð dómsmálaráðuneytisins um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, sem tók gildi 1. september.

Með uppfærslunni er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga. Matið tekur mið af upplýsingum yfir allt að fjórum árum, en var áður miðað við eitt ár. Við þessar breytingar hefur lánshæfismat hjá 40 prósent landsmanna breyst. Lánshæfismatið batnaði hjá um 25 prósent þjóðarinnar, á meðan það versnaði hjá um það bil 15 prósent. Um umtalsverða breytingu er að ræða, en 15 prósent landsmanna eru rúmlega 60 þúsund einstaklingar.

Lánshæfismatið metur líkur þess að lántakandi standi í skilum við skuldbindingar sínar. Creditinfo safnar gögnum um einstaklinga reiknar út frá þeim hversu miklar líkur eru til þess að einstaklingarnir verði skráðir á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum. Lánshæfismat Creditinfo flokkar flokkar einstaklinga í 15 mismunandi áhættuflokka. Hæsti gæðaflokkurinn er A1, þar sem reiknaðar líkur á vanskilum eru 0,1-0,2 prósent og versti gæðaflokkurinn E1 en þar eru líkurnar hærri en 50% á vanskilum (>50% vanskilatíðni). 

Hörð viðbrögð 

„Þetta er náttúrulega bara galið, við höfum lengi kallað eftir því að einhver óháður aðili taki út þetta lánshæfismat, því það veit enginn hvort þetta virkar eða ekki. Það er enginn óháður aðili búinn að segja: Heyrðu, þetta er rosalega sniðugt. Við höfum einungis orð þeirra sjálfra fyrir því að þetta sé rosalega sniðugt,“ segir Breki um lánshæfismat Creditinfo og verklagið sem liggur að baki því. 

Neytendastofan og stéttarfélagið VR sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem fullyrt er að það mikla rót sem breytingin hefur haft á lánshæfisflokkun landsmanna gefi tilefni til ætla að „pottur sé brotinn í gerð lánshæfismats Creditinfo“.

Í yfirlýsingunni er greint frá því að Neytendasamtökin og VR hafi sent Persónuvernd erindi til þess að kanna hvort meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum út frá nýja verklaginu standist lög. Þá kalla þau sömuleiðis eftir því að stjórnvöld láti gera úttekt á starfsemi Creditinfo. 

Í yfirlýsingu frá Creditinfo í kjölfar breyttra útreikninga í nóvember kom fram að horft væri lengra aftur í tímann. „Einn af áhrifaþáttum í lánshæfismati einstaklinga eru upplýsingar um fyrri vanskil. Í nýrri uppfærslu er litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga en áður, en besti sögulegi mælikvarði á það hvort einstaklingar standi við skuldbindingar sínar í framtíð er hvort þeir hafi alltaf gert það áður,“ sagði þar.

Ásta Sigrún HelgadóttirUmboðsmaður skuldara

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur einnig farið hörðum orðum um lánshæfismat Creditinfo, bæði í ræðu sinni á þingi og í grein sem birt var á vef Vísi. Þar tekur hann undir með Neytendastofu og gagnrýnir skort á eftirliti með upplýsingasöfnun Creditinfo um fjárhagsstöðu fólks. 

Ásta Sigrún Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara, tók í sama streng í samtali við Heimildina. Hún segir að taka þurfi alla umgjörðina sem lítur að eftirliti og regluverki við gerð lánshæfismatsins til endurskoðunar. „Það þyrfti að mínu mati að taka þetta allt til endurskoðunar,“ segir Ásta.

„Það þyrfti að mínu mati að taka þetta allt til endurskoðunar“
Ásta Sigrún Helgadóttir
Umboðsmaður skuldara um eftirlit með lánshæfismati Creditinfo

Þá bendir Ásta á að mikilvægt sé að hafa í huga að þessi breyting hefur líka „áhrif á fólk á leigumarkaði. Stærsti hópurinn hjá okkur er á leigumarkaði, fólk er að falla um nokkra flokka og það getur haft áhrif á það hvort húsnæði til leigu eða ekki“. 

Viðbrögð bankanna

Líkt og Creditinfo greinir frá á vefsíðu sinni hefur lánshæfismat félagsins áhrif á þjónustu hjá „bönkum og ýmsum aðilum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu“.

Heimildin hafði samband við Íslandsbanka og Landsbankann og spurði út hver áhrif uppfærðs greiðslumats Creditinfo væru á viðskipti þeirra. Í svörum beggja banka segir að verklag þeirra haldist að mestu óbreytt. 

Talsmenn bankanna benda báðir á að þeir líti til fleiri hluta en lánshæfismats Creditinfo. Þeir framkvæmi gjarnan sínar eigin athuganir til þess að skera úr um hvort veiti eigi umsækjendum lán eða ekki. 

Sömuleiðis segja talsmenn beggja banka að lánshæfismat Creditinfo ætti ekki að hafa mikil áhrif á einstaklinga sem hafa verið í viðskiptum við bankana fyrir breytinguna. Til að mynda ætti breytingin ekki að hafa áhrif á möguleika viðskiptavina þeirra til þess að endurfjármagna húsnæðislán sín hjá bönkunum. 

Hins vegar segir í svörum talsmanns Landsbankans að breytt lánshæfismat gæti haft áhrif á umsækjendur lána sem hafa ekki verið í viðskiptum við bankann áður breytingin átti sér stað. „Í þeim tilvikum getur lægra lánshæfismat haft áhrif en hver og ein umsókn er metin og skoðuð af starfsfólki bankans,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans.

Svör Íslandsbanka eru nokkurn veginn á sömu leið en þar segja þeir að vegna þessara umtalsverðu breytinga óski bankinn nú gjarnan eftir frekari rökstuðningi og gögnum frá Creditinfo. sérstaklega ef lánshæfisflokkurinn sér í „hærra lagi“ eða þegar þeir sjá „að skráningarnar sem draga fólk niður eru mjög gamlar og við það að renna út þá skoðum við lánamálið með opnum huga“.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár