Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Segja samkeppni á Íslandi vera komna í „grafalvarlega stöðu“ og gagnrýna stjórnvöld harðlega

Fjár­fram­lög til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins verða 20 pró­sent lægri á næsta ári en þau voru fyr­ir ára­tug þrátt fyr­ir að um­svif í efna­hags­líf­inu hafi auk­ist um allt að 40 pró­sent á sama tíma. Í stað þess að efla sam­keppnis­eft­ir­lit í efna­hagserf­ið­leik­um, líkt og ým­is ná­granna­lönd hafa gert, þá sé ver­ið að skera það nið­ur á Ís­landi.

Segja samkeppni á Íslandi vera komna í „grafalvarlega stöðu“ og gagnrýna stjórnvöld harðlega
Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, er skrifaður fyrir álitinu ásamt stjórnarformanni þess. Mynd: Heida Helgadottir

Samkeppniseftirlitið hefur skilað inn viðbótarumsögn um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp þar sem það vill „undirstrika þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í.“

Í umsögninni, sem Sveinn Agnarsson stjórnarformaður og Páll Gunnar Pálsson forstjóri skrifa undir, er bent á að eftirlitið hafi ítrekað varað stjórnvöld við þeim þrönga stakk sem því hafi verið skorinn og leitt hafi til þess að það hafi til að sinna lögbundnum skyldum sínum. Vegna þessa hafi Samkeppniseftirlitið þurft að beita forgangsröðun verkefna og þannig neyðst til að draga úr starfsemi í mikilvægum verkefnaflokkum. 

Eftirlitið bendir á að samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi muni fjárframlög til þess verða 20 prósent lægri á næsta ári á föstu verðlagi en þau voru árið 2014. „Á sama árabili munu umsvif í efnahagslífinu aukast um og yfir 35- 40 prósent. Á sama tíma hafa ný verkefni bæst við og meiri kröfur gerðar, t.d. um rannsókn samrunamála. Þessi þróun er komin langt út fyrir öll þolmörk.“

Fjárframlög til eftirlitsins á næsta ári verða 582 milljónir króna en væru um einn milljarður króna ef þau hefðu fylgt breytingum á umsvifum efnahagslífsins frá árinu 2014. Ef þau hefðu haldist óbreytt á föstu verðlagi frá því ári væru þau 723 milljónir króna. Um 80 prósent af útgjöldum Samkeppniseftirlitsins eru vegna launa og launatengdra gjalda starfsfólks. Fjöldi ársverka hjá eftirlitinu er, þrátt fyrir stóraukin umsvif efnahagslífsins, nánast sá sami og hann var fyrir áratug. Þá voru ársverkin 24,1 en í fyrra voru þau 25,6. 

Aðhaldskrafa stenst enga skoðun

Í umsögninni segir að það standist enga skoðun að stjórnvöld taki ekki tillit til þessarar þróunar þegar fjárheimildir eftirlitsins eru ákveðnar, heldur séu þau þvert á móti að gera aðhaldskröfu til þess. Það sé sérstaklega alvarlegt meðal annars vegna þess að viðurkennt sé að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi sé ábótavant. Fyrri rannsóknir Samkeppniseftirlitsins, sem margar hafi verið staðfestar af dómstólum, varpi skýru ljósi á þetta. Sömuleiðis liggi fyrir að samkeppnishindranir geti verið sérstaklega skaðlegar í litlum hagkerfum.

Þá er efling samkeppni rétt viðbrögð við efnahagserfiðleikum eins og þeim sem nú ríkja, þegar verðbólga er átta prósent og verðhækkanir eru miklar. „Breið samstaða er um það meðal þjóða að virk samkeppni á mörkuðum stuðli til lengri tíma að heilbrigðri atvinnustarfsemi og þar með traustara efnahagslífi. Seðlabankinn og ýmsir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa undanfarið bent á þetta. Víða á meðal nágrannalanda er verið að styrkja samkeppniseftirlit.“

Ábatinn 18-31föld fjárframlög til eftirlitsins

Þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi skilað af sér stjórnsýsluúttekt í júlí 2022 um starfsemi Samkeppniseftirlitsins, þar sem fram hafi komið að engir stórkostlegir ágallar væru á því og lagðar voru til ýmsar aðgerðir til að styrka eftirlitið, sem kölluðu á auknar fjárheimildir, hafi ekkert verið gert. 

Ein af styrkingartillögum Ríkisendurskoðunar hafi verið að framkvæma skyldi reglubundið mat á ábata af íhlutunum Samkeppniseftirlitsins, sem rýnt yrði af utanaðkomandi aðila. „Á næstunni verður birt ábatamat í samræmi við þessi tilmæli, en það hefur verið rýnt af Jóni Þór Sturlusyni, forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Niðurstöður ábatamatsins sýna að á árabilinu 2013-2022 hefur árlegur reiknaður ábati af íhlutunum Samkeppniseftirlitsins numið um 18-31 földum fjárveitingum til eftirlitsins, eða 0,31 - 0,53 prósent af vergri landsframleiðslu.“

Í gildandi fjármálaáætlun eru sett markmið um að reiknaður ábati af starfi eftirlitsins skuli nema 0,5 prósent á hverju tíu ára tímabili. Miðað við gildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir eftirlitsins ætlar Samkeppniseftirlitið að þeim markmiðum verði ekki náð. „Núgildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir skerða því ábata almennings af samkeppniseftirliti. Í þessu samhengi ber jafnframt að nefna að frá árinu 2014 til 2024 má ætla að hlutfall framlaga til Samkeppniseftirlitsins lækki úr um 0,019 prósent af VLF í 0,013 prósent.“

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Af gjörðum stjórnvalda seinustu áratugi má sjá að það er stefnan að styðja við svik og svindl af öllum toga enda svíkja þau mest sjálf með "sölu" gjöfum ríkiseigna.
    2
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Einhvern veginn kemur þetta alls ekkert á óvart: „Núgildandi og fyrirhugaðar fjárheimildir skerða því ábata almennings af samkeppniseftirliti“
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár