Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spáir gulleitri slikju yfir borginni um helgina

Veð­ur­spá er góð og því lík­ur á svifriks­meng­un með köfn­un­ar­efn­ist­víildi sem mynd­ar gula slikju yf­ir borg­inni, að sögn veð­ur­fræð­ings. Ein ástæð­an er jóla­ös­in.

Spáir gulleitri slikju yfir borginni um helgina
Bílarnir í borginni Ólíkt fyrri svifryksbylgjum haustsins, sem stafað hafa af fokefnum á hálendi Íslands, verður mengun helgarinnar af rótum bílaumferðar. Mynd: Getty images

Horfur eru á gulleitri slikju og svifryksmengun yfir höfuðborgarsvæðinu um helgina vegna bílaumferðar, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Ástæðan er yfirvofandi hægviðri.

Nú þegar mælist vaxandi mengun á Grensásvegi. Gulleiti liturinn tengist köfnunarefnistvíildi, sem kemur með útblæstri jarðefnaeldsneytisbifreiða.

Aðstæður fyrir loftmengun eru fullkomnar nú þegar loft er þurrt, rakastig aðeins um 50% til 60% og vind hreyfir lítið.

„Nú eru hins vegar allar líkur á því að vindur verði hægur, austan andvari eða allt að því logn. Nú síðdegis á fimmtudegi er hann reyndar þegar orðinn hægur,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni og bendir á að loftmengun mælist nú þegar vaxandi. 

„Um leið og dregur úr loftblöndun kemur aukinn styrkur fram á mæli fyrir svifyk á mælistöðinni við Grensásveg. Að auki kólnar heldur og frystir. Þá myndast hitahvarf við jörðu - það er annar þáttur sem dregur úr loftblöndun.“

Jólaösin verður einn drifkraftur mengunarinnar. „Í umferðinni sem líklega verður umtalsverð frá morgni til kvölds næstu daga og einnig í ösinni um helgina, má alveg reikna með að svifryksmengun verði í hærri kantinum. Ekki síður kofnunarefnistvíildi, en sú lofttegund myndar gulleitu slikjuna saman með svifrykinu.“

Í aðstæðum sem þessum er gjarnan gefin út viðvörun til leikskólabarna og fólks með viðkvæm öndunarfæri, sem og almennings alls um að forðast heilsurækt utandyra, sérstaklega nærri umferðaræðum.

Einar býst við því að ástandið vari fram á mánudag eða þriðjudag, þegar fer að blása að nýju og raki berst úr suðvestri.

Í haust hefur mátt rekja svifryksmengun til fokefna af hálendinu. Svifryksmengunin hefur því verið af náttúrulegum orsökum. Annað er uppi á teningnum núna. „Svifrykið nú um helgina verður hins vegar alfarið frá umferðinni og vitanlega einnig NO2 lofttegundin sem verður til við bruna eldsneytis. Ekki síður er vert að fylgjast með mælingum á henni.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gísli Gíslason skrifaði
    slykja => slikja
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Þessi grein vekur athyggli á hættu sem steðjar að borgarbúum. Ergilegt finnst mér þetta leiðinlega orð köfnunarefnistvíildi. Í kennslubókum um efnafræði er þetta efni kallað köfnunarefnisoxíð enda vonlaust að kenna ungmennum að segja ildi í stað súefnis. Ég nota orðið köfnunarefnisoxið en það er samheiti yfir nokkur efni. Reynt hefur verið að nota orðið nitur í staðinn fyrir köfnunarefni og ber það nokkurn árangur enda er það all gott orð. Í greininni ætti að geta þess að köfnunarefnisdíoxíð er eitrað og mjög skaðlegt heilsu.
    2
    • Geir Gudmundsson skrifaði
      Maður hefur líka heyrt bara "NOx", en köfnunarefnisoxíð nær oft yfir bæði NO2 og NO.
      (e. nitrogen oxides)
      https://malid.is/leit/K%C3%B6fnunarefnisox%C3%AD%C3%B0
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár