Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja kílómetragjald stórskaða bílaleigurnar

Hags­muna­sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar vilja að bíla­leig­ur fái meira ráð­rúm til að bregð­ast við boð­uðu kíló­metra­gjaldi á hrein­orku- og ten­gilt­vinn­bíla. Að óbreyttu munu þær borga 1,2 millj­arð króna á ári. Bíla­leig­ur fengu einn millj­arð króna í styrk út rík­is­sjóði í ár til að kaupa raf­bíla.

Segja kílómetragjald stórskaða bílaleigurnar
Bílar Gengið er út frá því að kílómetragjald á hvern ekinn kílómetra á hreinorkubíl verði 6 krónur en 2 krónu fyrir kílómeterinn á tengiltvinnbíl. Samtök ferðaþjónustunnar segja bílaleigur standa frammi fyrir 1,2 milljarða króna reikning í upphafi næsta árs ef frumvarpið verði óbreytt að lögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru afar ósátt við boðað kílómetragjald á hreinorku- og tengiltvinnbíla, sem stjórnvöld áforma að leggja á frá áramótum. Samtökin gæta hagsmuna ökutækjaleiga og segja í umsögn til þingsins að frumvarpið muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir bílaleigur landsins og setja rekstur þeirra hvað „vistvæna“ bíla varðar í ákveðið uppnám. 

SAF leggja til ýmsar breytingatillögur við málið og vilja í fyrsta lagi að ákvæði frumvarpsins taki ekki gildi fyrr en í upphafi árs 2025 fyrir bílaleigur, svo þær geti aðlagað sig að breyttum veruleika „án þess að setja reksturinn í voða“. Einnig fara samtökin fram á að bílaleigur fái heimild til að greiða þetta nýja gjald eftir á, en ekki fyrirfram.

Hagsmunasamtökin vilja einnig að bílaleigur fái heimild til þess að greiða daggjald vegna aksturs frekar en kílómetragjald og að ekki verði fjallað um …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég sé enga fyrirstöðu fyrir því að láta leigendurna á bílaleigubílum borga kílómetragjaldið. Enda mun samanlagður kostnaður rafmagns og kílómetragjalds vera lægri en bensínkostnaðurinn sem leigandinn þarf að greiða ef hann kýs bensínbíl.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár