Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Fallöxin sem vagga nútímans

Ridley Scott kann að leik­stýra bar­daga­sen­um og í Napó­león má finna eina bestu senu árs­ins, ljóð­ræna og mergjað­an bar­daga á ísi­lagðri á. En per­sónu­sköp­un­in er stefnu­laus og Joaquin Phoen­ix pass­ar illa í hlut­verk hers­höfð­ingj­ans.

Fallöxin sem vagga nútímans
Sjónvarp & Bíó

Nap­eleon

Leikstjórn Ridley Scott
Leikarar Joaquin Phoenix, Vanessa Kirby, Tahar Rahim, Rupert Everett
157 mínútur
Niðurstaða:

Frábærar bardagasenur en grunn persónusköpun í mynd sem hefði getað orðið svo miklu betri með almennilegu handriti.

Gefðu umsögn

Hún er leidd fyrir framan mannfjöldann og lögð á viðarbekk, fyrir ofan hana gnæfir fallöxin. Svo fer hausinn af og þannig lýkur sögu Marie Antoinette – en þannig hefst líka saga bæði Napóleóns og Augusto Pinochet. Allavega kemur þetta atriði fyrir, keimlíkt, á upphafsmínútunum í tveimur bíómyndum þetta haust, önnur fylgir liðhlaupanum Claude Pinoche í áhorfendaskaranum, hin fylgir herforingjanum Napóleón Bónaparte.

Hvorug myndin fjallar neitt frekar um Marie Antoinette, dauði hennar er einfaldlega augnablikið sem þeir félagar ákveða að lýðnum sé ekki treystandi, það þurfi sterkan leiðtoga til að hefna fyrir þennan barbarisma. Það öfugsnúna er vitaskuld að þeir víla ekkert fyrir sér að höggva mann og annan sjálfir, þótt vissulega fái þeir oftast undirsáta sína í verkin um leið og þeir geta.

Með öðrum orðum; þetta er kyndug persónusköpun. Hver er tenging þeirra við drottninguna hálshöggnu? Það kemur ekki fram, en annar er lausakrógi og liðhlaupi, hinn hermaður sem er sonur andspyrnumanns frá Korsíku. Það er mótsagnakennt að þeir gangi valdinu svo fúslega á hönd, en að sögn myndanna virðist sú raunin að þegar höfuðið er hoggið af konungsveldinu hafi einhver blendingur tekið við, almúgamenn sem rísa til metorða – en eru fljótir að búa sér til sín eigin konungsveldi. Þannig hafi óformlegir aðalsmenn nútímans orðið til, yfirstéttir markaðshagkerfanna, þarna liggi rætur bæði fasismans og kommúnismans.

Það er vissulega rétt að taka fram að báðar myndirnar fara mjög frjálslega með sagnfræðilegar staðreyndir. Í Greifanum (El Conde) er Augusto Pinochet til dæmis 250 ára gömul vampíra, fæddur í París sem Claude Pinoche, en eftir málaliðaferil við að berja niður uppreisnir hér og þar um heiminn velur hann sér Chile til þess að byggja upp feril með það markmið að leiða á endanum þjóðina. Ætlun leikstjórans Pablo Larraín er sannarlega nokkuð augljós, þetta er satíra þar sem gamli harðstjórinn fær á baukinn og hann og allt hans slekti er afskræmt í háði.

Ætlun Ridley Scotts er hins vegar mun óljósari. Við vitum aldrei almennilega til hvers er barist, þetta virðast bara vera ótal kóngar og herforingjar í typpakeppni og alls óljóst hvað er undir. Þá finnst manni stundum að Scott sé að gera skopmynd af Napóleón en öðrum stundum að hann sé að reisa honum bautastein, það er eins og hann hafi alveg gleymt að spyrja sig einnar lykilspurningar: hvað finnst honum eiginlega um Napóleón?

Þetta smitar aðalleikarann Joaquin Phoenix, þennan annars prýðilega stórleikara, sem hefur sjaldan verið verri. Hann virðist ekki vita hvort hann eigi að túlka Napóleón sem þöglan búra eða sem sjarmatröll, eitthvað sem hefði getað orðið athyglisverð og þversagnakennd persóna virkar því miður frekar á mann sem afskaplega hálfköruð persónusköpun. Þegar hann er hvað mesti búrinn minnir hann raunar aðeins á persónu Matt Damon í The Last Duel, síðustu mynd Scotts – sem var að vissu leyti hans Unforgiven, mynd þar sem leikstjóri afbyggir eigin höfundarverk, sýnir hversu rotið margt var í heimi þessara riddara sem hann hafði fram að þessu sagt hetjusögur um. Munurinn er bara sá að það var framúrskarandi handritsteymi á bak við Síðasta einvígið, því er ekki að heilsa hér. Scott vinnur sjaldan oft með sömu handritshöfundum og það er hans veikleiki, hann þjónar góðum handritum vel en gengur misvel að breiða yfir veikleika þeirra slakari.

Hann er hins vegar einn af síðustu og bestu listamönnum bardagasenunnar. Nú til dags er ansi algengt að leikstjórar sem eru flinkir í persónusköpun leikstýri hasarmyndum af öllu tagi og aukaleikstjórar sjái svo um bardagasenurnar, sem verða karakterlausar og óspennandi fyrir vikið. Maður bíður nánast eftir næstu kjaftasenu á meðan bardaginn geisar. En Scott kann þetta, bardagasenur hans eru allt í senn, spennandi, listfengnar og óvæntar – og ljóðræn bardagasena á ísilögðu stöðuvatni er ein besta sena ársins. Vandinn er þó að manni er að mestu sama, það þarf að hita upp fyrir bardagasenur með smá persónusköpun svo maður lifi sig aðeins inn í örlög bæði þeirra sem lifa og þeirra sem deyja.

Raunar hefur verið nefnt að Scott liggi á fjögurra tíma leikstjóraútgáfu sem komi út síðar – en þótt margt sé snubbótt hér er þó líka ýmsu ofaukið. Líklega hefði mátt skera vel af myndinni framan af en lengja sumar senur sem koma síðar. En auðvitað veit maður samt að stundum gerast kraftaverk í klippiherberginu, þótt ég hafi mínar efasemdir í þessu tilfelli.

Aukapersónurnar eru sömuleiðis dregnar ansi breiðum dráttum. Rupert Everett er þó hressandi sem hertoginn af Wellington og Édouard Philipponnat gerir mikið úr litlu sem Alexander I Rússakeisari. Hins vegar stelur Vanessa Kirby myndinni sem Jósefína Bónaparte – en samt er samband þeirra tveggja aldrei sérstaklega sannfærandi, sem verður að skrifa á Phoenix og handritshöfundinn.

En hvað þýðir Napóleón fyrir okkur í dag? Hann leiðir þúsundir hermanna út í opinn dauðann fyrir meint föðurland sem hans eigin faðir barðist gegn, út af óræðum hugmyndum um sæmd og föðurlandsást. Hann birtist manni fyrst og fremst sem metnaðargjarnt flón með ótal líf á samviskunni.

En svo er verið að kenna Napóleón í háskólum, bækur á borð við Napoleon on Project Management eru grínlaust kennsluefni í leiðtogafræðum nútímans. Enda bjó hann sannarlega yfir herkænsku – og því ekki ólíklegt að metnaðarfullir herforingjar eftir hans tíð hafi litið upp til hans, menn eins og Augusto Pinochet, sem rétt eins og Napóleón og fleiri leiðtogar rómönsku Ameríku reis til metorða í hernum og varð svo leiðtogi þjóðarinnar allrar. Þannig lagði Napóleón sín hráefni í uppskriftina að alræðisstjórnum og fasisma næstu alda, sem og leiðtogahugmyndir síðkapítalismans. Kannski er það hans stærsta arfleifð?

Í Greifanum (El Conde) birtist okkur Pinochet sem gamall og sorglegur maður sem býr á hálfgerðri eyðieyju ásamt eiginkonunni og brytanum þegar börnin koma í heimsókn, fyrst og fremst með það í huga að fá loksins illa fenginn arfinn. Við þetta bætist dularfull nunna, sem minnir helst á frægustu kvikmyndaútgáfur Jóhönnu af Örk. Afkvæmi Pinochet eru merkilega hversdagsleg að sjá, þetta fólk gæti maður hitt í hvaða matarboði sem er, bæði meðal fyrirmenna og líka meðal róttækra byltingarsinna. En þau eru rotin eins og foreldrarnir, á afskaplega hversdagslegan og andlausan hátt. Þau vilja bara sína peninga og lítið fer fyrir nokkrum persónuleika eða metnaði öðrum, hvað þá ást á náunganum eða fjölskyldunni.

Það koma líka fram í myndinni forvitnilegar tengingar Chile við bæði Frakkland og Bretland, enda Pinochet af frönskum ættum og var undir lok ævinnar handtekinn í Bretlandi, en var svo sleppt, þökk sé nánum tengslum hans við Margaret Thatcher og aðstoð Chile í Falklandseyjastríðinu. Öllu þessu er blandað saman í snælduvitlausri vampírumynd og gengur að hluta alveg upp, en vandinn er kannski helst sá að flest þetta fólk er, rétt eins og Napóleón, ósköp leiðinlegt. Mögulega var okkur spillt af orðheppnum og stimamjúkum skúrkum kvikmyndasögunnar, vandinn við raunverulega skúrka, sem þessir eru allavega byggðir á, er að þeir eru oft ósköp andlausar skrifstofublækur í hjartanu – og sjá engan tilgang með völdum sínum og auðæfum annan en þann að safna þeim og verja.

Að öllu samanlögðu ná því báðar myndirnar, sérstaklega ef þær eru séðar saman, að segja sögu fasismans og leiðtogadýrkunar síðustu 250 árin eða svo, þar sem franska byltingin er skoðuð sem hálfgerð vagga þess nútíma sem við nú lifum, bæði til góðs og ills.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
8
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár