Þingmaðurinn Arndís Anna er beðin um álit á málinu hins 12 ára Sameer Omran, sem nú á að vísa aftur til Grikklands – ásamt hinum fjórtán ára Yazan Kaware frænda hans – eftir átta mánaða dvöl hjá fósturforeldrum á Íslandi. Hún byrjar á að vísa í 36. grein útlendingalaga sem fjallar um efnismeðferð umsóknar um alþjóðlega vernd. En þar segir að taka skuli umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því.
„Ég hef ekki hitt þá manneskju enn þá innan stjórnkerfis eða utan þess sem telur þessa niðurstöðu ekki vera ranga út frá lögunum. En lögin eru matskennd. Og því miður virðist Útlendingastofnun hafa tilhneigingu til að beita þeim þannig að hún lætur kerfið njóta vafans frekar en …
Athugasemdir