Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Í áfalli yfir verði á L.O.L.-dúkkum – „Þetta er ómerkilegt plastdrasl“

Móð­ur sjö ára gam­all­ar stúlku sem ósk­ar sér einskis heit­ar í jóla­gjöf en L.O.L.-dúkku blöskr­ar verð­lagn­ing á dúkk­un­um hér­lend­is. „En þessi ljóta dúkka mun gleðja á jól­un­um.“ Rekstr­ar­stjóri Kids Cools­hop á Ís­landi seg­ir verð­lag­ið ekki frá­bært en tel­ur ekk­ert óeðli­legt í gangi.

Í áfalli yfir verði á L.O.L.-dúkkum – „Þetta er ómerkilegt plastdrasl“
L.O.L. Algengasta verðið á L.O.L.-dúkkum hjá Kids Coolshop á Íslandi er á bilinu 9.999 til 12.999 krónur.

L.O.L.-dúkkur eru á meðal þess sem finna má á óskalista fjölda ungra stelpna fyrir þessi jól. Lýsa má L.O.L.-dúkkunum, eða „Li'l Outrageous Littles“ eins og skammstöfunin stendur fyrir, sem eins konar blöndu af Barbie og Bratz-dúkkunum. 

Hrönn Sveinsdóttir, húsmóðir í Vesturbænum, ætlaði að uppfylla jólaósk sjö ára dóttur sinnar og keypti L.O.L. dúkku í vefverslun Kids Coolshop nýverið. Hún kostaði 9.999 krónur en Hrönn lét sig hafa það, hún fylgist vel með verði á mörgum vörum sem seldar eru á alþjóðlegum markaði og segist vel skilja að verðlag sé almennt hærra á Íslandi. „En varðandi þessar dúkkur þá fékk ég eiginlega bara áfall. Þetta er ómerkilegt plastdrasl sem er eins alls staðar. Ég skil ekki hvað orsakar svona mikinn mun?“ segir Hrönn í samtali við Heimildina. 

Upplýstur neytandiHrönn Sveinsdóttir ætlar að láta jólaósk dótturinnar rætast en blöskraði þegar hún sá verðlagningu Kids Coolshop á Íslandi á L.O.L.-dúkkum.

Í öðrum erindagjörðum rakst Hrönn á L.O.L.-dúkkurnar á vefverslun Target þar sem þær kosta á bilinu 13 til 14 dollara á útsölu, eða sem nemur um 1.800 krónum, og 20 til 22 dollara, eða 2.800 til 3.050 krónur, á fullu verði. Algengasta verðið á sams konar dúkkum hjá Kids Coolshop er á bilinu 9.999 til 12.999 krónur. 

„Þessi ljóta dúkka mun gleðja á jólunum“
Hrönn Sveinsdóttir,
móðir sjö ára stúlku sem óskar sér L.O.L. dúkku í jólagjöf.

Samanburður Hrannar leiðir í ljós að álagningin er á bilinu 263 til 326 prósent og ýktasta dæmið sýnir dúkku sem kostar 12.999 krónur hjá Kids Coolshop en 17,49 dollara í Target. Það er 441 prósent álagning. 

Hrönn fór að efast um kaupin og hafði samband við Kids Coolshop á Íslandi og spurði út í verðlagninguna en fékk aðeins svör frá „starfsmanni á plani“, sem sagði henni að ef hún væri óánægð gæti hún beint viðskiptum sínum annað. „Þetta er örugglega versta svar sem maður getur fengið,“ segir Hrönn. Erindi hennar var samt sem áður áframsent á Ólaf Hrafn Halldórsson, rekstrarstjóra Kids Coolshop á Íslandi. 

Gefur ekki upp kostnaðarverð

Ólafur segir það ekki eðlilegar upplýsingar að gefa upp kostnaðarverð leikfanganna á opinberum vettvangi. „Ég labba ekki um búðina og gef upp innkaupaverðið,“ segir hann í samtali við Heimildina. Kids Coolshop er hluti af danskri keðju og vörurnar koma þaðan og verðlaginu í Danmörku er fylgt, að sögn Ólafs. „Ég hef ekki náð að kanna þetta nógu vel, við erum í miðju jólastressi,“ segir Ólafur, sem fullyrðir að verðlagið hafi haldist það sama í mörg ár. „Verðbólgan hefur vissulega áhrif og flutningskostnaður hefur farið hækkandi. Það fylgir okkur eins og plága. Að öðru leyti þá er þetta eins og það er. Það er ekkert búið að gerast hjá okkur sem olli því að hlutir hækki sérstaklega mikið.“

„Ég labba ekki um búðina og gef upp innkaupaverðið“
Ólafur Hrafn Halldórsson,
rekstrarstjóri Kids Coolshop á Íslandi.
L.O.L. - Allt fyrir tískusýningunaLOL Surprise - OMG Fashion Mega Runway Playset kostar 49.999 krónur í Kids Coolshop en 47.999 krónur í Hagkaup.

Verðbilið á L.O.L.-dúkkum og tengdum varningi er á ansi breiðu bili hjá Kids Coolshop á Íslandi, allt frá 2.999 krónum fyrir litla dúkku upp í 49.999 krónur fyrir LOL Surprise - OMG Fashion Mega Runway Playset, sem inniheldur tvær stórar dúkkur, tíu litlar og allt sem þarf til að setja upp tískusýningu, svo sem tískupall.  

Kids Coolshop er með sérstaka verðvernd. Á heimasíðu Coolshop segir að verslunin elski „að gefa þér besta verðið og bestu þjónustuna!“ Ef viðskiptavinir finna sams konar vöru á lægra verði tryggir Coolshop að verðið sé lægra hjá þeim. En verðverndin miðast aðeins við aðrar verslanir á Íslandi. Ólafur segir það ekki algengt að neytendur hafi samband vegna verðverndarinnar.    

„Auðvitað er þetta ekki frábært“

Ólafur tekur ábendingu Hrannar vel. „Ég hef rennt yfir verðin og auðvitað er þetta ekki frábært, þetta lítur ekki vel út. Auðvitað könnum við það frekar og sjáum hvort eitthvert svigrúm sé til staðar til að lagfæra þetta. En þetta er verðlag sem við erum með hjá okkur og fylgir verðlagi á Norðurlöndunum. Ég sé ekki fyrir mér að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi.“

Hrönn segir dæmið um L.O.L.-dúkkurnar aðeins eitt lítið dæmi sem sýni okursamfélagið sem Ísland er. „Svona á verslun ekki að virka á Íslandi, þó að við séum eyja. Það er engin samkeppni. En þetta er það sem börnin okkar vilja. Mig langar ekkert að gefa dóttur minni svona dúkku, en hún er á óskalistanum. En þessi ljóta dúkka mun gleðja á jólunum.“ Sjálf segist hún ekki vita af hverju hún sé að æsa sig svona mikið yfir þessu, hún hafi engan tíma í þetta. „Mögulega er ég að fá útrás fyrir allt jólastressið mitt.“ 

Hún hefur nú tekið ákvörðun um að skila dúkkunni. „Látum við bara allt yfir okkur ganga? Ég ætla að skila þessari dúkku. Þetta er hinn sanni andi jólanna sem er að koma yfir mig, að vera í réttlátu reiðikasti yfir þessu máli. Ég neita að taka þátt í þessu rugli.“

Hrönn er auk þess búin að komast að því að hún keypti ranga dúkku eftir allt saman. „Hún vill þessa með bleika hárið.“ Hrönn ætlar kannski að kaupa þá bleiku, en ekki hjá Kids Coolshop. „Ég get gert það annars staðar. Á uppsprengdu verði.“

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fríða Gunnarsdóttir skrifaði
    Þessar sömu dúkkur kosta um 5.800 íslenskar krónur í leikfanga vefverslun í Svíþjóð.
    0
  • Guðjón Halldórsson skrifaði
    Alveg ótrúlegt hvað íslensk verslun kemst upp með að okra á vöum miðað við hversu auðvelt það er að sækja samanburð og skoða markaðsverð um allann heim á nokkrum mínútum - þetta er rannsókarefni !
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Til að verða fullorðin/n þarf einnig að læra að sætta sig við það, að fá ekki allt sem mann langar í.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár