Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Prófessor í íslensku vill að stjórnvöld tryggi foreldrum aukinn samverutíma með börnum

Víð­tæk­ar áhyggj­ur eru af lé­leg­um lesskiln­ingi ís­lenskra ung­linga í sam­an­burði við aðr­ar þjóð­ir og fyrri mæl­ing­ar í PISA-könn­un­inni. Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or í ís­lenskri mál­fræði, tel­ur að sam­fé­lag­ið allt sé ábyrgt.

Prófessor í íslensku vill að stjórnvöld tryggi foreldrum aukinn samverutíma með börnum

Það er mjög mikilvægt að viðbrögðin við slakri útkomu íslenskra nemenda í PISA-prófinu snúist ekki um það að finna einhvern sökudólg,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, í pistli á Facebook-síðu sinni. Hann segir það vera á ábyrgð allra, foreldra, skóla og stjórnvalda að kenna börnum rétta íslensku. Hann telur ábyrgðina liggja hjá íslensku samfélagi en ekki menntakerfinu einu og sér.

Niðurstöður PISA-könnunarinnar voru birtar í gær og sýndu að 60% íslenskra unglinga ná grunnhæfni í lesskilningi. Meðaltalið á Norðurlöndunum og í OECD-löndunum er að meðaltali 74%. Niðurstöðurnar sýna minnkandi hæfni nemenda á öllum Norðurlöndunum, en hæfnin minnkar meira hérlendis en annars staðar.

Skólinn ber að hluta ábyrgð

Árið 2015 fór Menntamálastofnun í lestrarátak en það virðist ekki hafa skilað nægilega góðum árangri, samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunarinnar, segir Eiríkur. 

Í samtali við Heimildina segir Eiríkur að beinar og óbeinar fyrirmyndir barnanna geti haft lykiláhrif í málörvun barna. „Grundvöllurinn að málþroska er lagður á fyrstu árunum og ábyrgðin þar liggur hjá foreldrum og heimilum.“ Segir hann að það þurfi að tala við börnin og lesa fyrir yngri börnin til að þau fái nægilega málörvun. Hann telur að boð og bönn séu ekki endilega rétt þegar kemur að skjánotkun barna. Það megi frekar hvetja börnin til að skoða efni á íslensku frekar en ensku. 

Versnandi frammistaða íslenskra unglinga

Eiríkur telur að staða íslenskunnar sé breytt og geti það útskýrt „versnandi frammistöðu íslenskra unglinga í PISA-prófinu“. Orðaforði og setningagerð telur hann vera nokkuð sem lærist í mállegu samhengi með því að tala, hlusta, lesa og skrifa tungumálið. „Það þarf því þekkingu á þeim orðaforða sem notaður er í þeim textum sem um er að ræða og skilningur á þeim setningagerðum sem koma fyrir.“

„Það er ljóst að góður lesskilningur er forsenda góðrar útkomu í öllum hlutum prófsins – ekki bara í lesskilningshluta þess, heldur líka í læsi á náttúruvísindi og stærðfræði,“ segir Eiríkur. 

Eiríkur telur að ábyrgðin sé fyrst og fremst hjá stjórnvöldum og samfélaginu sem heild. „Stjórnvöld þurfa að stuðla að því að foreldrar geti varið meiri tíma með börnum sínum – með lengingu fæðingarorlofs, með styttingu vinnutíma, með því að gefa innflytjendum kost á að læra íslensku á vinnutíma o.fl. Einnig þarf að leggja mun meiri áherslu á íslensku og lesskilning í öllum þáttum menntunar – í kennaramenntun og í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.“ 

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár