Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Prófessor í íslensku vill að stjórnvöld tryggi foreldrum aukinn samverutíma með börnum

Víð­tæk­ar áhyggj­ur eru af lé­leg­um lesskiln­ingi ís­lenskra ung­linga í sam­an­burði við aðr­ar þjóð­ir og fyrri mæl­ing­ar í PISA-könn­un­inni. Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or í ís­lenskri mál­fræði, tel­ur að sam­fé­lag­ið allt sé ábyrgt.

Prófessor í íslensku vill að stjórnvöld tryggi foreldrum aukinn samverutíma með börnum

Það er mjög mikilvægt að viðbrögðin við slakri útkomu íslenskra nemenda í PISA-prófinu snúist ekki um það að finna einhvern sökudólg,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, í pistli á Facebook-síðu sinni. Hann segir það vera á ábyrgð allra, foreldra, skóla og stjórnvalda að kenna börnum rétta íslensku. Hann telur ábyrgðina liggja hjá íslensku samfélagi en ekki menntakerfinu einu og sér.

Niðurstöður PISA-könnunarinnar voru birtar í gær og sýndu að 60% íslenskra unglinga ná grunnhæfni í lesskilningi. Meðaltalið á Norðurlöndunum og í OECD-löndunum er að meðaltali 74%. Niðurstöðurnar sýna minnkandi hæfni nemenda á öllum Norðurlöndunum, en hæfnin minnkar meira hérlendis en annars staðar.

Skólinn ber að hluta ábyrgð

Árið 2015 fór Menntamálastofnun í lestrarátak en það virðist ekki hafa skilað nægilega góðum árangri, samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunarinnar, segir Eiríkur. 

Í samtali við Heimildina segir Eiríkur að beinar og óbeinar fyrirmyndir barnanna geti haft lykiláhrif í málörvun barna. „Grundvöllurinn að málþroska er lagður á fyrstu árunum og ábyrgðin þar liggur hjá foreldrum og heimilum.“ Segir hann að það þurfi að tala við börnin og lesa fyrir yngri börnin til að þau fái nægilega málörvun. Hann telur að boð og bönn séu ekki endilega rétt þegar kemur að skjánotkun barna. Það megi frekar hvetja börnin til að skoða efni á íslensku frekar en ensku. 

Versnandi frammistaða íslenskra unglinga

Eiríkur telur að staða íslenskunnar sé breytt og geti það útskýrt „versnandi frammistöðu íslenskra unglinga í PISA-prófinu“. Orðaforði og setningagerð telur hann vera nokkuð sem lærist í mállegu samhengi með því að tala, hlusta, lesa og skrifa tungumálið. „Það þarf því þekkingu á þeim orðaforða sem notaður er í þeim textum sem um er að ræða og skilningur á þeim setningagerðum sem koma fyrir.“

„Það er ljóst að góður lesskilningur er forsenda góðrar útkomu í öllum hlutum prófsins – ekki bara í lesskilningshluta þess, heldur líka í læsi á náttúruvísindi og stærðfræði,“ segir Eiríkur. 

Eiríkur telur að ábyrgðin sé fyrst og fremst hjá stjórnvöldum og samfélaginu sem heild. „Stjórnvöld þurfa að stuðla að því að foreldrar geti varið meiri tíma með börnum sínum – með lengingu fæðingarorlofs, með styttingu vinnutíma, með því að gefa innflytjendum kost á að læra íslensku á vinnutíma o.fl. Einnig þarf að leggja mun meiri áherslu á íslensku og lesskilning í öllum þáttum menntunar – í kennaramenntun og í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.“ 

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár