Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Niðurstöður PISA könnunarinnar ekki á herðum kennarastéttarinnar

Nið­ur­stöð­ur PISA könn­un­ar­inn­ar liggja fyr­ir. Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar, og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segja báð­ar að nið­ur­stöð­urn­ar séu „óá­sætt­an­leg­ar“.

Niðurstöður PISA könnunarinnar ekki á herðum kennarastéttarinnar

„Þetta er ekkert annað en óásættanleg niðurstaða,“ sagði Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um störf þingsins á Alþingi þar sem rætt var um niðurstöður PISA könnunarinnar. 

Niðurstöðurnar, sem birtar voru fyrr í dag, sýna að ís­lensk­ir nem­end­ur eru langt und­ir með­al­tali sam­an­burð­ar­ríkja í grunn­hæfni og í af­burð­ar­hæfni. Að­eins 53% ís­lenskra 15 ára drengja búa yf­ir grunn­hæfni í lesskiln­ingi.

Dagbjört sagði að skuldinni geti ekki verið skellt á íslensku kennarastéttina. Kennaranámið hafi verið lengt og þar starfi „hæfileikaríkt fagfólk sem hefur ekki nauðsynleg tæki og tól til að grípa í stækkandi samfélag sem býður upp á sífellt flóknari áskoranir.“

Hún telji þetta ekki eingöngu verkefni mennta- og barnamálaráðherra og að það sé „kominn tími til að fjármálaráðuneytið setji menntun barna og félagslegan jöfnuð í fyrsta sæti.“

Óásættanlegar niðurstöður 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðurnar vera með öllu óásættanlegar. „Það er algerlega óásættanlegt að aðeins 60% 15 ára barna hafi ná grunnfærni í lestri lesskilningi. Það er óásættanlegt og við verðum að grípa til aðgerða.“

Það væru þó jákvæðar fréttir að íslenskum börnum líði vel í skóla. „Lausnin felst ekki í auknu fjármagni inn í kerfið því að við skulum líka muna það að útgjöld til menntamála á Íslandi eru með þeim hæstu innan OECD-landanna. Hér þarf þess vegna að taka til í kerfinu áttað sig á því hvaða breytinga er þörf til að ná árangri og til þess verðum við að hafa mælikvarða á það. Hvað er það sem virkar og hvað virkar ekki?“

Bryndís lagði til að norrænir ráðherrar menntamála myndu koma sér upp samnorrænni vísinda- og ráðgjafanefnd. Mikilvægt væri að „hlusta á vísindafólk okkar, fólki sem veit hvaða náms aðferðir virka.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár