Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða

Sam­fylk­ing­in legg­ur fram sinn eig­in „kjarapakka“ sem er ætl­að að stemma stigu við verð­bólg­unni og létta und­ir með heim­il­un­um. Hluti af því er að hækka fjár­magn­s­tekju­skatt úr 22% í 25%.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða
Fjárlög Samfylkingin boðar að létt verði undir með heimilunum og fjárveitingar auknar vegna ástandsins í Grindavík. Mynd: Baldur Kristjánsson

Í þeim breytingartillögum sem Samfylkingin hefur lagt fram á fjárlögum ríkisstjórnarinnar kemur meðal annars fram að flokkurinn vilji auka skattlagningu upp að því sem nemur 24 milljörðum króna. Tillögunum er ætlað að stemma stigu við verðbólgunni og létta undir með heimilunum í ríkari mæli.

Samfylkingin vill að 6 milljarðar fari í vaxta- og húsnæðisbætur og 6 milljarðar í að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning.

Lokun „ehf-gatsins,“ hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða

Flokkurinn leggur til fjölþættar leiðir til að skila þessum auknu tekjum í ríkissjóð. Jafnaðarmenn vilja meðal annars gera það með því að loka svokölluðu „ehf-gati.“

Eins og mál standa geta þeir sem eiga eignarhaldsfélög reiknað sér afar lág laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstrinum. Í stað þess að telja tekjur sínar fram sem laun eru þær að miklu leyti taldar fram sem fjármagnstekjur, til dæmis í gegnum arðgreiðslur. 

Þetta felur í sér umtalsverðan sparnað á skatti. Hæsta skattþrepið á hagnað fyrirtækja og arðgreiðslur ofan á hann er samtals og uppsafnað 37,6%, en 46,25% á almennan tekjuskatt. Enn fremur er ekkert útsvar greitt til sveitarfélaga vegna fjármagnstekna, ólíkt almennum tekjuskatti. 

Ríkisstjórnin hafði tilkynnt að frumvarp þess efnis að loka „ehf-gatinu“ myndi liggja fyrir á haustþingi. Enn bólar ekki á því. Auk þess hefur ekkert heyrst af vinnu starfshóps sem átti að skila tillögum til gerðar slíks frumvarps í júní.

Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25%. Auk þess vill hún leggja álag á veiðigjald stórútgerða og afturkalla bankaskattslækkun. 

Þessari bankaskattslækkun var komið á í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Bankaskattur var þá lækkaður úr 0,376% af heildarskuldum banka umfram 50 milljarða niður í 0,145%. 

Átti þetta að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabankans og auka þannig útlán. Bankarnir sögðu að með breytingunni myndi vaxtamunur dragast saman og lán til heimila og fyrirtækja verða ódýrari.

Lækkunin á bankaskatti minnkaði skattgreiðslur bankanna þriggja um 12 milljarða króna. 

Hærri vaxtabætur vegna hærri vaxta

Til þess að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin að vaxtabætur verði hækkaðar samhliða vaxtastigi. Með því er sagt að hægt verði að styðja við 10.000 fleiri skuldsett heimili en áður. Eins og fjárlögin liggja fyrir núna myndu 5.000 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu.

Samfylkingin vill húsnæðisbætur til leigjenda verði hækkaðar og vaxtabætur til bænda auknar. Það síðarnefnda er tímabundinn stuðningur sem ætlaður er bændum sem hafa þunga vaxtabyrði.

Auk annarra aðgerða eru tímabundin leigubremsa að danskri fyrirmynd, ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum og auknar hömlur á útleigu í gegnum Airbnb og skammtímaleigu íbúða.

Haft er eftir Kristrúnu Frostadóttur að ótrúlegt sé að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Samfylkingin vilji fara aðra leið, að boða aðhald þar sem „þenslan er í raun og veru“.

Spurður nánar út í hvað frekari stjórn á íbúðum í skammtímaleigu gæti falið í sér segir Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, að hugmyndin sé að auka framboð húsnæðis fyrir fólk að búa í.

Hann segir að helst þurfi að taka á skammtímaleigu í atvinnuskyni en vitað er um heilu blokkirnar sem eru leigðar út í skammtímaleigu í atvinnuskyni og nýtist því ekki sem húsnæði fyrir íbúa. Hægt sé að breyta reglugerðum í kringum slíkan rekstur. Til dæmis að gera kröfu um að allt slíkt húsnæði verði skráð sem atvinnuhúsnæði og lúti skipulagsreglum samkvæmt því auk þess sem fasteignagjöld eru hærri af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði.

„Sveitarfélög þurfa að fá auknar heimildir til að ákveða sjálf staðsetningu og fjölda íbúða sem notaðar í skammtímaleigu í atvinnuskyni. Svo þarf að auka eftirlit með bæði þessu og heimagistingunni til að reglum sé fylgt,“ segir Ólafur. Hann segir Samfylkinguna einnig telja eðlilegt að jafnræðis sé gætt og að gistináttaskattur verði greiddur af heimagistingu eins og allri annarri gistingu.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.
Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár