Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða

Sam­fylk­ing­in legg­ur fram sinn eig­in „kjarapakka“ sem er ætl­að að stemma stigu við verð­bólg­unni og létta und­ir með heim­il­un­um. Hluti af því er að hækka fjár­magn­s­tekju­skatt úr 22% í 25%.

Vilja auka tekjur ríkisins með skattlagningu upp á 24 milljarða
Fjárlög Samfylkingin boðar að létt verði undir með heimilunum og fjárveitingar auknar vegna ástandsins í Grindavík. Mynd: Baldur Kristjánsson

Í þeim breytingartillögum sem Samfylkingin hefur lagt fram á fjárlögum ríkisstjórnarinnar kemur meðal annars fram að flokkurinn vilji auka skattlagningu upp að því sem nemur 24 milljörðum króna. Tillögunum er ætlað að stemma stigu við verðbólgunni og létta undir með heimilunum í ríkari mæli.

Samfylkingin vill að 6 milljarðar fari í vaxta- og húsnæðisbætur og 6 milljarðar í að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning.

Lokun „ehf-gatsins,“ hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða

Flokkurinn leggur til fjölþættar leiðir til að skila þessum auknu tekjum í ríkissjóð. Jafnaðarmenn vilja meðal annars gera það með því að loka svokölluðu „ehf-gati.“

Eins og mál standa geta þeir sem eiga eignarhaldsfélög reiknað sér afar lág laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstrinum. Í stað þess að telja tekjur sínar fram sem laun eru þær að miklu leyti taldar fram sem fjármagnstekjur, til dæmis í gegnum arðgreiðslur. 

Þetta felur í sér umtalsverðan sparnað á skatti. Hæsta skattþrepið á hagnað fyrirtækja og arðgreiðslur ofan á hann er samtals og uppsafnað 37,6%, en 46,25% á almennan tekjuskatt. Enn fremur er ekkert útsvar greitt til sveitarfélaga vegna fjármagnstekna, ólíkt almennum tekjuskatti. 

Ríkisstjórnin hafði tilkynnt að frumvarp þess efnis að loka „ehf-gatinu“ myndi liggja fyrir á haustþingi. Enn bólar ekki á því. Auk þess hefur ekkert heyrst af vinnu starfshóps sem átti að skila tillögum til gerðar slíks frumvarps í júní.

Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25%. Auk þess vill hún leggja álag á veiðigjald stórútgerða og afturkalla bankaskattslækkun. 

Þessari bankaskattslækkun var komið á í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Bankaskattur var þá lækkaður úr 0,376% af heildarskuldum banka umfram 50 milljarða niður í 0,145%. 

Átti þetta að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabankans og auka þannig útlán. Bankarnir sögðu að með breytingunni myndi vaxtamunur dragast saman og lán til heimila og fyrirtækja verða ódýrari.

Lækkunin á bankaskatti minnkaði skattgreiðslur bankanna þriggja um 12 milljarða króna. 

Hærri vaxtabætur vegna hærri vaxta

Til þess að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin að vaxtabætur verði hækkaðar samhliða vaxtastigi. Með því er sagt að hægt verði að styðja við 10.000 fleiri skuldsett heimili en áður. Eins og fjárlögin liggja fyrir núna myndu 5.000 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu.

Samfylkingin vill húsnæðisbætur til leigjenda verði hækkaðar og vaxtabætur til bænda auknar. Það síðarnefnda er tímabundinn stuðningur sem ætlaður er bændum sem hafa þunga vaxtabyrði.

Auk annarra aðgerða eru tímabundin leigubremsa að danskri fyrirmynd, ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum og auknar hömlur á útleigu í gegnum Airbnb og skammtímaleigu íbúða.

Haft er eftir Kristrúnu Frostadóttur að ótrúlegt sé að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Samfylkingin vilji fara aðra leið, að boða aðhald þar sem „þenslan er í raun og veru“.

Spurður nánar út í hvað frekari stjórn á íbúðum í skammtímaleigu gæti falið í sér segir Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, að hugmyndin sé að auka framboð húsnæðis fyrir fólk að búa í.

Hann segir að helst þurfi að taka á skammtímaleigu í atvinnuskyni en vitað er um heilu blokkirnar sem eru leigðar út í skammtímaleigu í atvinnuskyni og nýtist því ekki sem húsnæði fyrir íbúa. Hægt sé að breyta reglugerðum í kringum slíkan rekstur. Til dæmis að gera kröfu um að allt slíkt húsnæði verði skráð sem atvinnuhúsnæði og lúti skipulagsreglum samkvæmt því auk þess sem fasteignagjöld eru hærri af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði.

„Sveitarfélög þurfa að fá auknar heimildir til að ákveða sjálf staðsetningu og fjölda íbúða sem notaðar í skammtímaleigu í atvinnuskyni. Svo þarf að auka eftirlit með bæði þessu og heimagistingunni til að reglum sé fylgt,“ segir Ólafur. Hann segir Samfylkinguna einnig telja eðlilegt að jafnræðis sé gætt og að gistináttaskattur verði greiddur af heimagistingu eins og allri annarri gistingu.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár