Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísland hrapar í nýrri PISA-könnun

Ís­lensk­ir nem­end­ur eru langt und­ir með­al­tali sam­an­burð­ar­ríkja í grunn­hæfni og í af­burð­ar­hæfni. Að­eins 53% ís­lenskra 15 ára drengja búa yf­ir grunn­hæfni í lesskiln­ingi, sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar.

Ísland hrapar í nýrri PISA-könnun
Úr skólastarfi Miðað við mælingu PISA-könnunarinnar fellur færni íslenskra nemenda hratt. Mynd: Shutterstock

Ný PISA-könnun á hæfni 15 ára nemenda í OECD-ríkjunum sýnir að hæfni íslenskra nemenda fellur hratt á milli ára. Munur milli Íslands og Norðurlandanna eykst enn.

PISA-könnun var síðast birt árið 2018 og eiga nýjar niðurstöður við um árið 2022. Niðurstöðurnar sýna minnkandi hæfni nemenda á öllum Norðurlöndunum, en hæfnin minnkar meira hérlendis en annars staðar og var hún fyrir síðri. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum: Lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi.

„Niðurstöðurnar sýna verri árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, m.a. á öllum Norðurlöndum og er lækkunin meiri á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins.

Þegar kemur að lesskilningi ná 60% íslenskra unglinga grunnhæfni, en á Norðurlöndunum, eins og í OECD-löndunum að meðaltali, er hlutfallið 74%. Aðeins 3% Íslendinganna sýna „afburðahæfni“, en 7% í öðrum ríkjum. Það segir ekki alla söguna því strákar búa yfir verri lesskilningi en stúlkur. Aðeins rúmlega helmingur þeirra, 53%, búa yfir grunnhæfni í lesskilningi, en 68% stúlkna.

Stærðfræðilæsi enn sterkasta grein íslenskra nemenda

Hæfni í stærðfræði var sérstaklega könnuð og „stóðu nemendur á Íslandi sig ekki eins vel í stærðfræðilæsi og jafnaldrar sínir á Norðurlöndunum eða nemendur að jafnaði í ríkjum OECD,“ kemur fram í skýrslunni. „Hlutfall nemenda sem búa að minnsta kosti yfir grunnhæfni á sviðinu er 66% en hún er nauðsynleg til að takast á við prófverkefni sem reyna á flóknari rökhugsun eða innihalda upplýsingar úr fleiri en einni átt. Ólíkt nemendum flestra landa stóðu stúlkur og drengir á Íslandi sig jafn vel í stærðfræðilæsi.“

 

Mikill munur milli kynjanna á grunnhæfni í lesskilning

Á Íslandi eru nokkuð margir nemendur sem skora lágt í lesskilningi samanborið við jafnaldra á Norðurlöndunum og OECD ríkjunum. „Um 60% nemenda teljast hafa að minnsta kosti grunnhæfni í sviðinu,“ kemur fram í skýrslunni. Þar er mikill munur milli drengja en teljast 53% drengja hafa grunnhæfni í lesskilning á móti 68% stúlkna.

Læsi í náttúruvísindum lækkaði um 11 prósent

Læsi í náttúruvísindum lækkar meira á Íslandi en í öðrum löndum. Eru þar fáir nemendur með afburðarhæfni. „Hlutfall íslenskra nemenda með grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi er nú 64% og hefur lækkað um 11 prósentustig.“ Stúlkum gengur betur í læsi í náttúruvísindum en drengjum á Íslandi.

Líðan nemanda á Íslandi er almennt góð samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Koma þeir betur út úr þessari mælingu 2022 en 2018. Nemendur hafa jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifa sjaldan einelti. „Á þessum mælingum komu nemendur hér á landi betur út en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum og í ríkjum OECD gerðu að jafnaði.“

Nemendur með erlendan bakgrunn á Íslandi standa sig betur en erlendir nemendur hinna landanna. „Í flestum löndum skora nemendur sem hafa erlendan bakgrunn lægra á sviðum PISA en aðrir nemendur, sem getur tengst tungumálafærni eða efnahags- og félagslegri stöðu. Á Íslandi hefur jákvæð þróun átt sér stað því frammistöðumunur minnkaði hjá hluta þessa nemendahóps.“ Þó þróunin sé jákvæð skortir nokkuð marga nemendur með erlendan bakgrunn grunnhæfni, sérstaklega í lesskilningi, eða 64% þeirra. Þar að auki líður nemendum af erlendum uppruna ekki eins vel og öðrum nemendum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár