Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið mun borga 118 milljarða króna í vexti af lánum á næsta ári

Vaxta­kostn­að­ur rík­is­sjóðs held­ur áfram að vaxa vegna verð­bóta á verð­tryggð­um lán­um hans. Hall­inn á rekstri hans á ár­inu 2024 er nú áætl­að­ur 48 millj­arð­ar króna.

Ríkið mun borga 118 milljarða króna í vexti af lánum á næsta ári
Fjármála- og efnahagsráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók við fjármála- og efnahagsráðuneytinu nýverið. Hennar bíður krefjandi verkefni við að ná rekstri ríkissjóðs úr halla. Þar skiptir gríðarlegur vaxtakostnaður miklu. Mynd: Bára Huld Beck

Vaxtagjöld ríkissjóðs á næsta ári eru nú áætluð tæpum sex milljörðum krónum meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september. Alls mun ríkið þurfa að greiða 117,6 milljarða króna í vexti af lánum sínum ef nýja áætlunin gengur eftir. Sú áætlun gerir auk þess ráð fyrir því að helmingur þess hlutar sem ríkið á enn í Íslandsbanka, 21,25 prósent, verði seldur á næsta ári og fyrir hann fáist 48,3 milljarðar króna. Þá upphæð á að nota til að greiða niður skuldir og lækka þar með vaxtakostnað. Ef hluturinn verður ekki seldur má gera ráð fyrir að vaxtakostnaðurinn verði enn hærri. 

Vaxtajöfnuður ríkissjóðs, það sem stendur eftir þegar búið er að draga frá tekjur hans vegna verðtryggðra eigna, verður neikvæður um 76 milljarða króna. 

48
milljarðar
Er sú upphæð sem vantar í ríkissjóð á næsta ári til að tekjur myndu duga fyrir …
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Ef hlutur ríkisins í Íslandsbanka verður ekki seldur má búast við háum árlegum arðgreiðslum á komandi árum. Það þarf að bera þær arðgreiðslur saman við það verð sem fæst fyrir hlutinn.
    Og ekki má gleyma ríkisábyrgðinni á Íbúðalánasjóði. Er virkilega gert ráð fyrir að ríkið komist upp með að láta lífeyrissjóðina og aðra eigendur bréfanna taka skellinn?
    Hætt er við að það verði mikið feigðarflan með gífurlegum kostnaði vegna margra ára lögfræðikostnaðar auk þess sem lánskjör ríkisins hljóta að versna mikið ef ríkisábyrgðin reynist blekking ein.
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    hefði ekki verið betra að borga niður skuldir með 10+ milljörðunum sem hún henti á úkróbálið ? . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár