Vaxtagjöld ríkissjóðs á næsta ári eru nú áætluð tæpum sex milljörðum krónum meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september. Alls mun ríkið þurfa að greiða 117,6 milljarða króna í vexti af lánum sínum ef nýja áætlunin gengur eftir. Sú áætlun gerir auk þess ráð fyrir því að helmingur þess hlutar sem ríkið á enn í Íslandsbanka, 21,25 prósent, verði seldur á næsta ári og fyrir hann fáist 48,3 milljarðar króna. Þá upphæð á að nota til að greiða niður skuldir og lækka þar með vaxtakostnað. Ef hluturinn verður ekki seldur má gera ráð fyrir að vaxtakostnaðurinn verði enn hærri.
Vaxtajöfnuður ríkissjóðs, það sem stendur eftir þegar búið er að draga frá tekjur hans vegna verðtryggðra eigna, verður neikvæður um 76 milljarða króna.
48
Og ekki má gleyma ríkisábyrgðinni á Íbúðalánasjóði. Er virkilega gert ráð fyrir að ríkið komist upp með að láta lífeyrissjóðina og aðra eigendur bréfanna taka skellinn?
Hætt er við að það verði mikið feigðarflan með gífurlegum kostnaði vegna margra ára lögfræðikostnaðar auk þess sem lánskjör ríkisins hljóta að versna mikið ef ríkisábyrgðin reynist blekking ein.