Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fá leyfi til að leita gulls og annarra gersema í Vatnsdal

Orku­stofn­un hef­ur gef­ið fé­lag­inu Víð­arr ehf. rann­sókn­ar­leyfi til leit­ar að gulli, kop­ar, blýi, silfri og öðr­um málm­um á svæði milli Vatns­dals og Svína­dals í Húna­byggð. Land­eig­end­ur voru ósátt­ir við áformin og breytti fé­lag­ið í kjöl­far­ið leit­ar­svæð­inu.

Fá leyfi til að leita gulls og annarra gersema í Vatnsdal
Góðmálmar Geymir Vatnsdalsfjall gull í vinnanlegu magni? Að því vill alþjóðlega fyrirtækið Víðarr ehf. komast með rannsóknum og hefur nú fengið leyfi Orkustofnunar til þeirra. Mynd: Wikipedia

Félagið Víðarr ehf. fékk nýverið leyfi Orkustofnunar til fimm ára til leitar og rannsókna á málmum á svæði í og við Vatnsdalsfjall og Svínadalsfjall í Húnabyggð. Við rannsóknirnar verður lögð áhersla á að leita gulls, kopars, sinks, blýs, silfurs og annarra góðmálma. Aðstandendur félagsins, sem flestir eru útlendingar, segjast hafa langa reynslu af leit og vinnslu málma, meðal annars á Grænlandi og í Ástralíu. Samkvæmt áætlun þeirra mun leit og rannsóknir fela í sér jarðfræðikortlagningu, sýnatöku með hamri, jarðeðlisfræðilegar rannsóknir, grunnrannsóknir á umhverfisþáttum og kjarnaboranir. Það eru ekki síst síðastnefndu aðferðirnar sem vöktu spurningar landeigenda og fagstofnana sem gáfu umsagnir um leyfisumsóknina. Boranirnar munu fara fram með bor sem verður festur aftan á vörubíl eða flogið með þyrlu, að sögn framkvæmdaaðila. Borað verður djúpt, en þó líklega ekki meira en 250 metra. „Í versta falli gæti þurft að koma upp takmörkuðum aðgangsbrautum ef þær eru ekki þegar til staðar eða …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár