Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fá leyfi til að leita gulls og annarra gersema í Vatnsdal

Orku­stofn­un hef­ur gef­ið fé­lag­inu Víð­arr ehf. rann­sókn­ar­leyfi til leit­ar að gulli, kop­ar, blýi, silfri og öðr­um málm­um á svæði milli Vatns­dals og Svína­dals í Húna­byggð. Land­eig­end­ur voru ósátt­ir við áformin og breytti fé­lag­ið í kjöl­far­ið leit­ar­svæð­inu.

Fá leyfi til að leita gulls og annarra gersema í Vatnsdal
Góðmálmar Geymir Vatnsdalsfjall gull í vinnanlegu magni? Að því vill alþjóðlega fyrirtækið Víðarr ehf. komast með rannsóknum og hefur nú fengið leyfi Orkustofnunar til þeirra. Mynd: Wikipedia

Félagið Víðarr ehf. fékk nýverið leyfi Orkustofnunar til fimm ára til leitar og rannsókna á málmum á svæði í og við Vatnsdalsfjall og Svínadalsfjall í Húnabyggð. Við rannsóknirnar verður lögð áhersla á að leita gulls, kopars, sinks, blýs, silfurs og annarra góðmálma. Aðstandendur félagsins, sem flestir eru útlendingar, segjast hafa langa reynslu af leit og vinnslu málma, meðal annars á Grænlandi og í Ástralíu. Samkvæmt áætlun þeirra mun leit og rannsóknir fela í sér jarðfræðikortlagningu, sýnatöku með hamri, jarðeðlisfræðilegar rannsóknir, grunnrannsóknir á umhverfisþáttum og kjarnaboranir. Það eru ekki síst síðastnefndu aðferðirnar sem vöktu spurningar landeigenda og fagstofnana sem gáfu umsagnir um leyfisumsóknina. Boranirnar munu fara fram með bor sem verður festur aftan á vörubíl eða flogið með þyrlu, að sögn framkvæmdaaðila. Borað verður djúpt, en þó líklega ekki meira en 250 metra. „Í versta falli gæti þurft að koma upp takmörkuðum aðgangsbrautum ef þær eru ekki þegar til staðar eða …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár